Erum við öll nakin?
Ég dáist að fólki sem geislar af sjálfstrausti án drambs og derrings. Fólki sem elskar lífið, horfir í augun á öðrum, gefur sig á tal, spyr frétta, sýnir öðrum áhuga. Þessi framkoma er fátíð og eftirtektarverð. Sífellt fleiri hverfa inn í sjálfa sig, ganga um með lífið í lúkunum (símann), líta varla upp og bíða eftir næstu skilaboðum, myndskeiði sem skiptir þau engu máli. Gerviveröldin er að gleypa okkur fyrir opnum tjöldum. Og fjöldi fólks klappar!