Fréttir

Erum við öll nakin?

Ég dáist að fólki sem geislar af sjálfstrausti án drambs og derrings. Fólki sem elskar lífið, horfir í augun á öðrum, gefur sig á tal, spyr frétta, sýnir öðrum áhuga. Þessi framkoma er fátíð og eftirtektarverð. Sífellt fleiri hverfa inn í sjálfa sig, ganga um með lífið í lúkunum (símann), líta varla upp og bíða eftir næstu skilaboðum, myndskeiði sem skiptir þau engu máli. Gerviveröldin er að gleypa okkur fyrir opnum tjöldum. Og fjöldi fólks klappar!

Lesa meira

Jónatan Magnússon tekur við sem nýr þjálfari IFK Skövde

Samkvæmt frétt á heimasíðu KA í morgun hefur Jónatan Þór Magnússon verið ráðin þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Skövde  frá samnefndum bæ í Suðvestur hluta Svíþjóðar.    Skövde er sem stendur í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar en alls leika fjórtán lið í efstu deild þar í landi. 

,,Þetta er afar spennandi skref fyrir Jonna en Skövde er afar sterkt lið sem stendur í 5. sæti úrvalsdeildarinnar í Svíþjóð um þessar mundir. Eins og áður segir hefur Jonni stýrt liði KA frá árinu 2019 en hann hefur á sama tíma verið yfirþjálfari yngri flokka KA og KA/Þórs frá árinu 2016 og verið lykilmaður í gríðarlegri uppbyggingu á yngri flokka starfi félagsins en fjölmargir titlar hafa unnist á undanförnum árum á sama tíma og fjöldi iðkenda hefur vaxið mikið."  Segir orðrétt á heimasíðu KA. 

Lesa meira

Mun unga fólkið okkar fjárfesta í húsnæði í Móahverfi?

Akureyrarbær auglýsir nú útboð lóða í fyrsta áfanga Móahverfis og fagna ég því að sjá þar birtast áherslur Framsóknarfólks í húsnæðismálum. Í samræmi við rammasamning ríkis og sveitarfélaga þar sem kveðið er á um að 30% húsnæðis eigi að vera hagkvæmt húsnæði eru sett skilyrði um að 20% af þeim íbúðum sem byggðar verði í fjölbýlishúsnunum eigi að falla undir skilmála hlutdeildarlána.Eins og sakir standa þá eru forsendur lánanna reyndar brostnar hér á Akureyri vegna gríðarlegrar hækkunar á fasteignaverði.  Hins vegar er í gangi endurskoðun á skilmálum hlutdeildarlána og mikilvægt að henni verði lokið sem fyrst.

Lesa meira

Nýr Björgunarbátur á leið til Húsavíkur

Báturinn er 11 metra af gerðinni Rafnar Sjöfn 

Lesa meira

Göngu- og hjólastígur meðfram Leiruvegi í útboði

Hafist verður handa við gerð göngu- og hjólastígs meðfram Leiruvegi að norðanverðu í sumar. Verkið hefur verið boðið út og verða tilboð opnuð eftir helgi.

Lesa meira

Glænýtt Vikublað kemur út í dag

Að venju kennir ýmissa grasa í blaði dagsins.

Hrísey og Grímsey koma við sögu og samgöngur við eyjarnar. Höldur Bílaleiga Akureyrar átti gott ár í fyrra, það besta í sögunni og útlitið gott fyrir yfirstandandi ár. Þar á bæ er í óða önn verið að huga að orkuskiptum bílaflotans, 26% flotans eru raf- eða vistvænir bílar.

Lesa meira

List, lyst og list - skemmtilegasti góðgerðaviðburður vorsins!

Sunnudaginn 26. mars býður Ladies Circle 7 Akureyringum og nærsveitungum til myndlistar, matarlystar og tónlistarviðburðar í sal Rauða krossins, Viðjulundi 2, milli kl. 15-18. Á staðnum verður sýning og þögult uppboð á ýmsum listmunum og handverki og rennur allur ágóði óskert til verkefnis Rauða krossins, Stuðningur við flóttafólk.

Lesa meira

Fetaði nærri því í fótspor Haraldar Bessasonar

Vísindafólkið okkar – Kristín Margrét Jóhannsdóttir

Lesa meira

Þingeyjarsveit - Umhverfis- og lýðheilsuþing í Stórutjarnaskóla

Umhverfis- og lýðheilsuþing Stórutjarnaskóla 2023 var haldið í gær þann 21. mars. Dagskrá þingsins var afar áhugaverð og metnaðarfull. Á þinginu kynntu nemendur verkefni sem þau hafa unnið að í vetur. Þar má nefna fatakönnun nemenda þar sem þau skráðu notkun á fötum sem þau áttu og kom í ljós að þau notuðu rúmlega helming af peysum og bolum sem voru í skápunum en um 70% af buxum. Einnig sögðu þau frá fatamarkaði sem þau héldu fyrir jólin þar sem þau komu með notuð föt sem voru orðin of lítil eða hentuðu ekki og seldu á markaðinum. Vakti þessi markaður mikla lukku og verður hann haldin aftur að ári og hvöttu krakkarnir gesti þingsins til að safna fötum yfir árið og gefa á næsta markað sem haldinn verður í desember 2023.

Lesa meira

Dagskráin

Vegna ófærðar seinkar dreifingu blaðsins í dag.   Öxnadalsheiðin er ófær  og  óvíst er hvenær hægt verður að opna leiðina.

 

 

Lesa meira