Fréttir

Alútboð heilsugæslustöðvar á Akureyri kynnt byggingaraðilum

FSRE og Ríkiskaup efna til kynningarfundar um alútboð á hönnun og byggingu 1700 fermetra heilsugæslustöðvar við Þingvallastræti  á Akureyri

Lesa meira

Grunur um myglu í Amaro-húsinu

Starfsfólk HSN hefur kvartað undan slæmum vistgæðum

Lesa meira

Akureyri-Bæjarstjórn vill skoða gerð samgöngusamninga

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti samhljóða  á fundi sínum í dag tillögu Hildu Jönu Gísladóttur þess efnis að kannað væri með gerð samgöngusamninga við starfsmenn bæjarins. 

Lesa meira

Íslandsþari án varanlegs leyfis

Aldey Unnar Traustadóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir skrifa

Lesa meira

Aukið framboð háskólanáms fyrir fólk með þroskahömlun

Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Listaháskóli Íslands hafa tekið höndum saman til að vinna að þróun, uppbyggingu og samvinnu milli skólanna um inngildandi nám á háskólastigi fyrir fólk með þroskahömlun. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur undirritað samning tengdan verkefninu sem felur í sér 16,5 m.kr. fjárstuðning til ráðningar verkefnastjóra sem leiða verkefnið, hafa starfsskyldu í öllum háskólunum og tryggja þannig samstarf og aðkomu allra skólanna að verkefninu. Samhliða þessu fer ráðuneytið yfir löggjöf, reglugerðir og fjármögnun námsins með það að markmiði að styðja við uppbyggingu þess.

Lesa meira

Hundraðshöfðingi í Blóðbankanum

Hér i bæ er banki starfræktur sem treystir algjörlega á  innlegg vildarvina bankans en allir stýrivextir heimsins koma þessum banka alls ekki við.  Við erum að tala um Blóðbankann sem er  með útibú á Glerártorgi eins og kunnugt er.   

Lesa meira

MATUR ER MANNSINS MEGIN-Hægeldaður lambaskanki

„Ég hef starfað í eldhúsi frá 14 ára aldri og hef haft mjög gaman að,“ segir Sigurður Már Harðarson matreiðslumeistari sem býður upp á einn af sínum uppáhaldsréttum, hægeldaða lambaskanka.

Sigurður starfar nú sem sölumaður hjá Innnes „og má með sönnu segja að ég sé enn þá innan veitingageirans,“ segir hann.

Veitingageirinn geti verið stressandi og mikið álag á fólki en hann geti líka verið afskaplega skemmtilegur

hafi menn áhuga, vilja og getu til að þróa sína hæfileika.

„Þótt maður hafi verið umkringdur eðal hráefni í gegnum tíðina þá finnst mér venjulegur heimilismatur alltaf skara fram úr sé hann rétt eldaður. Maður getur tengt svo mikið með mat líkt og tónlist og farið langt aftur í tímann þegar amma bauð uppá t.d. góða lambahrygginn með góða kryddinu sem var svo season all!“ 

 

Lesa meira

Gjafmildir Lionsmenn

Í tilefni af 50 ára afmæli Lionsklúbbsins Hængs þá færðu félagar í klúbbnum Alþjóðahjálparsjóði Lions 25.000. usd.  eða rúmar 3. 5 milljónir  króna  til styrktar fórnarlamba stríðsins í Úkraínu.
Klúbbfélagar hafa siðan í janúar gengið til Úkraínu og safnað framlögum til málefnisins.
Lesa meira

Nýtt hjúkrunarheimili á Akureyri - samið um stærri framkvæmd

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrarbæjar hafa undirritað samning sem kveður á um að nýtt hjúkrunarheimili sem byggt verður á Akureyri verði fyrir 80 íbúa í stað 60 samkvæmt eldri samningi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að heimilið verði tilbúið til notkunar árið 2026.

Lesa meira

Nýr vegur við Hrafnagil

Unnið er af krafti við nýjan veg, Eyjafjarðarbraut vestri sem liggur meðfram bökkum Eyjafjarðarár. Hafist var handa í byrjun október á liðnu hausti, en verklok eru samkvæmt verksamningi 15. júlí 2024. Verktaki er GV-gröfur, sem átti lægsta tilboð í verkið, það hljóðaði upp á 374 milljónir króna.

Lesa meira