Á heimasíðu Hríseyjar www.hrisey.is er að finna skemmtilegan og líflegan póst, svona nokkurs konar uppgjör við vikuna sem er að klárast. Að þessu sinni er þo tvöfaldur skammtur i boði þvi eins og segirhér að neðan ,, fréttaritari lenti í óhappi og átti erfitt með að pikka á tölvu í nokkra daga"
Upp er runninn föstudagur og er hann ekki jafn hvítur og hefur verið undanfarið.
Það kyngdi niður snjó í Hrísey síðustu viku og fátt sem minnti á vorkomu. Núna er farið að hlýna, er á meðan er, og farið að sjást í jarðveginn.
Þið tókuð líklegast eftir því að engar föstudagsfréttir birtust fyrir viku síðan, en fréttaritari lenti í óhappi og átti erfitt með að pikka á tölvu í nokkra daga. Það kemur því tvöfaldur skammtur í dag!
Frá síðustu fréttum hefur ýmislegt gerst í Hrísey. Vegagerðin samndi við Andey um rekstur á Hríseyjarferjunni út árið 2023 og lýsti yfir sérstakri ánægju með hve vel starfsfólk Andeyjar brást við beiðni þeirra. Hægt er að lesa frétt Vegagerðarinnar hér. Vakti lausnin athygli og fjölluðu fréttamiðlar Norðurlands um málið ásamt því að Rúv tók bæði fréttir af Hríseyjarferju og páska fyrir í síðdegisútvarpinu sem heyra má hér á mínútu 35.