Fréttir

Viljayfirlýsing um könnun á nýtingu glatvarma frá TDK

Í gær var undirrituð viljayfirlýsing milli Norðurorku og álþynnuverksmiðjunnar TDK á Krossanesi um fýsileikakönnun á nýtingu glatvarma frá TDK. Viljayfirlýsingin felur í sér samkomulag um könnun á nýtingu glatvarma með upphitun á bakrásarvatni úr kerfum Norðurorku. Ráðgjafar á vegum Norðurorku munu því á næstunni búa til skýrslu sem inniheldur frumhönnun, áætlaðan kostnað og mögulega tímalínu verkefnis auk áfangaskiptingar. 

Lesa meira

Trésmiðjan Börkur hættir starfssemi á Akureyri

Öllu starfsfólki Trésmiðjunnar Barkar á Akureyri var sagt upp störfum í gær  og mun verða skellt i lás í seinasta lagi um mánaðarmótin maí-júni nk.   Starfsmenn Barkar á Akureyri eru 19 talsins.

Trésmiðjan Börkur var stofnuð á Akureyri árið 1970 og hefur alla tíð lagt áherslu á smíði glugga og hurða.  Það var i apríl 2018 að Lyf og heilsa kaupir fyrirtækið en nú er saga Barkar á Akureyri að líða undir lok.

Lesa meira

Föstudagsfréttir frá Hrísey

Á heimasíðu Hríseyjar www.hrisey.is  er að finna skemmtilegan  og líflegan póst, svona nokkurs konar uppgjör við vikuna  sem er að klárast.  Að þessu sinni er þo tvöfaldur skammtur i boði þvi eins og segirhér að neðan  ,, fréttaritari lenti í óhappi og átti erfitt með að pikka á tölvu í nokkra daga"

Upp er runninn föstudagur og er hann ekki jafn hvítur og hefur verið undanfarið.

Það kyngdi niður snjó í Hrísey síðustu viku og fátt sem minnti á vorkomu. Núna er farið að hlýna, er á meðan er, og farið að sjást í jarðveginn.  

Þið tókuð líklegast eftir því að engar föstudagsfréttir birtust fyrir viku síðan, en fréttaritari lenti í óhappi og átti erfitt með að pikka á tölvu í nokkra daga. Það kemur því tvöfaldur skammtur í dag!

Frá síðustu fréttum hefur ýmislegt gerst í Hrísey. Vegagerðin samndi við Andey um rekstur á Hríseyjarferjunni út árið 2023 og lýsti yfir sérstakri ánægju með hve vel starfsfólk Andeyjar brást við beiðni þeirra. Hægt er að lesa frétt Vegagerðarinnar hér. Vakti lausnin athygli og fjölluðu fréttamiðlar Norðurlands um málið ásamt því að Rúv tók bæði fréttir af Hríseyjarferju og páska fyrir í síðdegisútvarpinu sem heyra má hér á mínútu 35. 

Lesa meira

Frábært framtak MA-inga

Nemendur í MA söfnuðu rúmlega einni milljón í góðgerðavikunni í síðustu viku sem rennur óskipt til Kvennaathvarfsins á Akureyri. Sandra Valsdóttir veitti styrknum viðtöku í dag og hann á eflaust eftir að nýtast til góðra verka.

Lesa meira

Íslandsbanki styður áfram við bakið á Völsungi

Líkt og undanfarin ár hafa íþróttafélagið Völsungur og Íslandsbanki gert með sér samstarfssamning sem hefur það að markmiði að styðja Íþróttafélagið Völsung í íþrótta- og uppeldislegu hlutverki sínu á Húsavík

Lesa meira

Fyrsta skemmtiferðaskipið kemur á morgun 1 apríl

Fyrsta skemmtiferðaskipið sem heimsækir  Akureyri þetta ferðatímabil leggst  við Oddeyrarbryggju á morgun en það er Ms Bolette sem áður hét  Amsterdam og kom nokkuð reglulega hingað undir því nafni. 

Lesa meira

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fjárfestir í Mýsköpun

Líftæknifyrirtækið Mýsköpun ehf. hefur lokið um 100 milljóna króna hlutafjáraukningu, sem leidd er af Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Aðrir stórir fjárfestar í þessari hlutafjáraukningu eru Upphaf - fjárfestingasjóður KEA, Jón Ingi Hinriksson ehf. í Mývatnssveit, Jarðböðin og Fjárfestingafélag Þingeyinga.

Lesa meira

Tvær nýjar leikskóladeildir til að mæta aukinni þörf

Talsverð fjölgun hefur orðið á umsóknum um leikskólapláss á Akureyri undanfarin misseri og stór árgangur barna er að komast á leikskólaaldur haustið 2023. Þar af leiðandi stóð sveitarfélagið frammi fyrir því verkefni að fjölga leikskólarýmum í bænum

Lesa meira

Til hvers?

Ragnar Sverrisson kaupmaður skrifar: Nú þykir mér moldin vera farin að fjúka í logninu. Þau tíðindi berast frá bæjarstjórn  Akureyrar að til standi að halda almennan kynningarfund í vor þar sem íbúum bæjarins gefst kostur á að kynna hugmyndir sínar að skilmálum fyrir hugmyndasamkeppni um skipulag Akureyrarvallar...

Lesa meira

Knattspyrnudómarafélag Norðurlands styrkir Krabbameinsfélag Akureyrar

Sl. laugardagskvöld fór fram úrslitaleikur í Kjarnafæðismótinu í knattspyrnu sem  KDN stóð fyrir þegar Þór  og KA mættust i úrslitaleik i Boganum.  Leiknum lauk með sigri KA 3-0.

Lesa meira