Fréttir

Þegar stórt er spurt

Á heimasíðu Norðurorku er i dag pistill sem svarar  spurningu sem margir eru að velta fyrir sér eða hvort allir geti hlaðið  rafbíla við heimili sitt?

Lesa meira

Mærudagar með svipuðu sniði í ár

Tekin hefur verið ákvörðun um að semja við Fjölumboð ehf., sem hefur séð um framkvæmd hátíðarinnar undanfarin ár, um að skipuleggja Mærudaga 2023.

Lesa meira

„Stoltur af uppruna mínum“

-Segir Daníel Annisius sem var ættleiddur frá Kalkútta til Húsavíkur árið 1990

Lesa meira

Lóðir í fyrsta áfanga Móahverfis boðnar út

Kynningarfundur vegna úthlutunar lóða í fyrsta áfanga  Móahverfis fer fram í Ráðhúsinu  n.k. fimmtudag 16 mars og stendur yfir í klukkustund  frá kl 14-15.  Útboðsgögn verða klár til afhendingar sama dag.

Gert er ráð fyrir að uppbygging hverfisins hefjist úr suðri en það svæði er í um 400 metra göngufjarlægð frá Síðuskóla.   Reiknað er með  ellefuhundruð  íbúðum í hverfinu öllu.

Ætlunin er að streyma frá fundinum á TEAMS og mun hlekkur verða birtur á heimasíðu Akureyrarbæjar  og á Facebooksíðu bæjarins.

Lesa meira

Er einmanaleiki vandamál meðal eldri borgara?

Tveir vinnuhópar eru nú að störfum sem tengjast málefnum eldri borgara á Akureyri, vinna við seinni hluta aðgerðaáætlunar í málefnum eldri borgara og endurskoðun á íbúabyggð aðalskipulags. Af þessu tilefni óskuðum við bæjarfulltrúar Framsóknar eftir umræðu um málefni eldri borgara á bæjarstjórnarfundi þann 7. mars síðastliðinn. Gunnar Már birti grein um áherslur okkar í skipulagsmálum eldri borgara https://www.akureyri.net/is/frettir/husnaedismal-eldri-borgara-a-akureyri-1 en hér ætla ég að reyna að stikla á stóru og taka saman helstu punkta úr  ræðu minni um einmanaleika og félagslega einangrun eldri borgara.

Lesa meira

Varúð, ísinn á Pollinum er stórhættulegur

Lögreglan á Akureyri biðlar til fólks að vera nú ekki að ganga út á lagnaðarísinn sem á Pollinum er.  Ísinn er stórhættulegur , svikull og fari svo illa að gangandi falli niður  þá eins og segir  í tilkynningu Lögreglunnar ,,það verður ekki aftur tekið” 

Lesa meira

Skautun í íslensku samfélagi

Guðmundur Ævar Oddson, dósent við HA og einn meðlima ráðstefnunefndarinnar,  segir afar mikilvægt að rýna til gagns í þetta viðfangsefni

Lesa meira

Margrét EA landaði fyrsta farminum á Eskifirði í gær

Margrét EA 710, nýtt uppsjávarskip í flota Samherja, landaði á Eskifirði í gær um tvö þúsund tonnum af loðnu. Skipið, sem smíðað var í Noregi árið 2008 var keypt í Skotlandi og hét áður Christina S.

Margrét kom til Reykjavíkur síðasta miðvikudag eftir siglingu frá Skotlandi og í kjölfarið var hafist handa við að uppfylla tilskilin leyfi samkvæmt íslenskum reglugerðum um fiskiskip. Margrét hélt á loðnumiðin út af Reykjanesi á föstudagsmorgun og nokkrum klukkustundum eftir að komið var á miðin var búið að dæla úr nótum fjögurra skipa um borð í Margréti, sem sigldi með hráefnið austur til vinnslu.

Lesa meira

Umhverfisviðurkenningar á Svalbarðsströnd

Umhverfis- og atvinnumálanefnd Svalbarðsstrandarhrepps hafa valið þá sem hljóta  Umhverfisviðurkenningu Svalbarðsstrandarhrepps fyrir árið 2022. Veitt var viðurkenning í tveimur flokkum, annars vegar í flokki heimila og hins vegar í flokki fyrirtækja.

Lesa meira

Frost er úti fuglinn minn

Það fer ekki fram hjá  nokkrum að á Norðurlandi er ansi kalt en sem betur fer er hægur vindur léttskýjað og margir kalla þetta fallegt verður en þeir finnast líka sem sjá enga fegurð í öllum þessum kulda.  Samkvæmt því sem lesa má á heimasíðu Veðurstofu íslands fór frostið í nótt niður í tæpar 19 gráður á Akureyri á meðan kvikasilfrið seig niður i tæpar 17 gráður á Húsavik um sjöleitið í morgun.

Lesa meira