Fréttir

Nýtt skip í flota Samherja – Margrét EA 710

Samherji hefur bætt skipi við flota sinn með kaupum á  Christina S sem var skoskt uppsjávarskip og er það komið til Reykjavikur.   Skipið hefur verið skráð hér á landi og ber nafnið Margrét EA 710 en áður hefur Samherji átt þrjár Margrétar.

Lesa meira

Lundarskóli sigraði upplestrarkeppni grunnskólanna

Í aðdraganda hátíðarinnar var einnig blásið til keppni meðal 7. bekkja um besta veggspjaldið. Teikning eftir Unu Björk Viðarsdóttur nemanda í 7. bekk Glerárskóla sigraði og prýddi veggspjald Upphátt 2023, viðurkenningarskjöl og boðskort keppninnar

Lesa meira

Ánægja með Loftbrú og nýtingin góð

Mikill meirihluti þeirra sem nýtt hefur Loftbrú frá því að henni var komið á fót er ánægður með úrræðið en telur ástæðu til að hækka afsláttinn og fjölga ferðum sem séu innifaldar

Lesa meira

Saga Menntaskólans á Akureyri í hnotskurn

Menntaskólinn á Akureyri rekur sögu sína til stólskólans á Hólum í Hjaltadal sem stofnaður var í upphafi biskupstíðar Jóns Helga Ögmundarsonar árið 1106. Hólaskóli var dómstóli eða katedralskóli eins og þeir sem stofnaðir voru við flestar höfuðkirkjur í Evrópu á síðmiðöldum. Hólaskóli hinn forni er næstelsti dómskóli á Norðurlöndum á eftir dómskólanum í Lundi, sem stofnaður var 1085, en í Lundi hlaut Jón Ögmundarson, fyrsti biksup á Hólum og stofnandi skólans, vígslu en fyrsti skólameistari á Hólum var Gísli Finnsson af Gautalandi.

Lesa meira

Uggur í stjórnendum SAk vegna álags sem skapast við komu ferðamanna á skemmtiferðaskipum

Á seinasta fundi bæjarráðs Akureyrar fór fram umræða um komur skemmtiferðaskipa til bæjarins  og áhrif  komu þeirra á starfsemi Sjúkrahúsins á Akureyri en frá þessu segir i fundargerð ráðsins 

Lesa meira

Kvennalið SA Íslandsmeistarar í íshokky

Skauta­fé­lag Ak­ur­eyr­ar varð Íslands­meist­ari í ís­hokkí kvenna í gærkvöldi. SA tók á móti Fjölni í 3. leik úr­slita­keppn­inn­ar í Skauta­höll­inni á Ak­ur­eyri en SA hafði unnið tvo fyrstu leikina en til að hampa titlinum þarf þrjá sigr

Lesa meira

Til Kaupmannahafnar og heim aftur fyrir 25.000 um helgina!

Stundum er sagt að ef eitthvað hljómi of vel til að vera satt sé það nú liklega einmitt það sem er.  Þessi fullyrðing á þó alls ekki við um kostaboð sem fólki býðst á ferð til Kaupmannahafnar um helgina með Niceair
Súlur flugvél félagsins er i reglubundinni skoðun í Portúgal  og mun stærri flugvél leysir Súlur af.  Það þótti því kjörið að bjóða ,,næs" tilboð eða eins  og segir i tilkynningu frá félaginu í morgun:
Lesa meira

Húsavík-Stétttarfélögin semja við Flugfélagið Erni um framhald á flugi fyrir félagsfólk

Stéttarfélögin hafa undanfarið átt í viðræðum við Flugfélagið Erni um áframhaldandi samstarf um sérkjör á flugmiðum fyrir félagsmenn milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Í gær var gengið frá samningi milli aðila sem gildir út árið 2023 og tryggir félagsmönnum sama verð á flugmiðum/kóðum og verið hefur síðustu mánuði eða kr. 15.000,- per flugferð.

Samkomulagið byggir á því að Framsýn greiðir fyrirfram ákveðinn fjölda flugmiða sem ætlað er að endast út árið en tæplega 200 miðar/kóðar eru að meðaltali seldir til félagsmanna á mánuði. Að sjálfsögðu ber að fagna þessum samningi enda um mikla kjarabót að ræða fyrir félagsmenn.   

Lesa meira

Fimmti og síðasti áfangi nýrrar Hjalteyrarlagnar

Undanfarin ár hefur verið stöðugur vöxtur í heitavatnsnotkun Akureyringa og á árunum 2000-2020 tvöfaldaðist orkuþörf hitaveitunnar. Á síðustu árum hefur hitaveitan þurft að vera á fullum afköstum yfir köldustu vetrardagana og því hefur lítið mátt útaf bregða í rekstrinum. Hvað nýja Hjalteyrarlögn varðar, er um að ræða gríðarlega stórt verkefni og mikla fjárfestingu eða rúma tvo milljarða í heild með borunum og dælubúnaði. Verkefninu er áfangaskipt og er nú komið að loka áfanganum. 

Lesa meira

Alútboð heilsugæslustöðvar á Akureyri kynnt byggingaraðilum

FSRE og Ríkiskaup efna til kynningarfundar um alútboð á hönnun og byggingu 1700 fermetra heilsugæslustöðvar við Þingvallastræti  á Akureyri

Lesa meira