Fréttir

Hver á að borga fyrir ferminguna

Það getur verið flókið að ganga í gegnum skilnað, sér í lagi þegar fólk á börn saman. Í daglegu lífi þegar sérstök útgjöld tengdu barni eru framundan líkt og til dæmis vegna fermingar getur ágreiningur skapast milli foreldra. Í slíkum tilvikum getur lögheimilisforeldri óskað eftir úrskurði sýslumanns til að umgengnisforeldri greiði framlag þegar kemur að sérstökum útgjöldum s.s. vegna skírnar, ferminga, tannréttinga, gleraugnakaupa, sjúkdóma, greftrunar o.s.frv

Lesa meira

Sannkölluð veisla fyrir vélsleðafólk

Þórir Tryggvason hefur myndað viðburði á Akureyri í 25 ár.

Lesa meira

Akureyrarbær styður við framkvæmd Andrésar Andar leikanna

Skrifað hefur verið undir samning milli Akureyrarbæjar og Skíðafélags Akureyrar um Andrésar andar leikana 2023.

Lesa meira

Þá er ballið byrjað í Eyjafjarðará

Það er brostið á með veiði í Eyjafjarðará eða eins og góður maður segir  ,,þar tifa blöðkur.“  Á Facebooksíðu árinnar má lesa þessi tíðindi af ferðum Benjamíns Þorra  Bergssonar.

Lesa meira

Vel heppnað málþing um Eflingu byggðar á Norðausturhorninu

Í gær, 3. apríl héldu SSNE og Austurbrú málþing á Þórshöfn undir merkjum Eflingar byggðar á Norðausturhorninu - orka - náttúra - ferðaþjónusta, en málþingið var styrkt af Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.

Lesa meira

Graskögglaverksmiðja í burðarliðnum

„Næsta skref er að stofna félagið formlega og það verður gert fljótlega eftir páska. Eins erum við að hefja leit að fjárfestum til að taka þátt í þessu með okkur,“ segir Haukur Marteinsson formaður Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga en félagið ásamt Fjárfestingafélagi Þingeyinga kynnti áform um þurrkstöð við Húsavík á fjárfestingahátíð Norðanáttar sem fram fór á Siglufirði á dögunum. Þurrkstöðinni við Húsavík mun auk þess að framleiða grasköggla, þurrka korn og eins er ætlunin að þurrka grisjunarvið og framleiða m.a. undirburð.

Lesa meira

Verk eftir 23 myndlistarmenn valin á sýninguna Afmæli

Í janúar síðastliðnum auglýsti Listasafnið á Akureyri eftir umsóknum um þátttöku í samsýningu norðlenskra myndlistarmanna, Afmæli, sem mun standa yfir 2. júní - 24. september næstkomandi.

Lesa meira

Eðlilegt að viðskiptavinir viti hvaðan maturinn kemur

„Það er eðlilegt að viðskiptavinir veitingastaðanna viti hver uppruni þess matar sem þeir kaupa og borða er, en á því hefur verið talsverður misbrestur,” segir Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Sambandið hefur hvatt félagsmenn í Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði að geta uppruna þeirra landbúnaðarvara sem þeir bjóða upp á matseðlum sínum.

Lesa meira

Hver verður Akademón vefsíðunnar?

AkureyrarAkademían hefur tekið í notkun nýja vefsíðu, sjá á akak.is. Í tilefni af því bjóðum við upp á skemmtilegan leik sem felst í því að leysa lauflétta krossgátu sem er á forsíðu nýju síðunnar. Til þess að gera það þarftu að setja þig í spor Sherlock Holmes, skoða upplýsingar á síðunni og ráða krossgátuna og finna lausnarorðið, og senda það inn með því að smella á textahnappinn fyrir neðan krossgátuna. Við ætlum að draga úr réttum innsendum lausnarorðum, þriðjudaginn 11. apríl nk. Einn heppinn einstaklingur verður Akademón vefsíðunnar og fær verðlaun að auki.

Lesa meira

Þór í efstu deild í körfubolta kvenna

Stelpurnar i Þór tryggðu sér  sæti í Subway deild  (efsta deild) í körfubolta í gærkvöldi þegar þær  lögðu lið Snæfells frá Stykkishólmi í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni 1 deildar en leikið var í Íþróttahúsinu á Stykkishólmi.  Lokatölur  voru 100 - 90 eftir framlengdan leik, en staðan eftir venjulegan leiktíma var 81-81.  Þeir vann þetta einvígi  því 3-1 og tryggðu sér sæti i efstu deild eins og áður sagði en það eru 45 ár frá því að félagið átti lið í deild þeirra bestu.

Glæsilegt hjá Þórsstelpum  og fram undan er barátta um gullið við lið Stjörnunnar og  fer fyrsti leikur  liðanna fram á morgun 4 apríl kl. 19:15 í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ, þær taka svo á móti andstæðingum sína í Íþróttahöllinni þann 8 apríl en vinna þarf  3 leiki til þess að tryggja sér gullið og efsta sæti fyrstu deildar.

Til hamingju Þórsarar. 

 

 

Lesa meira