Vorboðarnir láta ekki á sér standa
Sauðburður hófst með fyrra fallinu á Laxamýri nyrst í Reykjahverfi þetta vorið. Atli Vigfússon bóndi á Laxamýri var með myndavélina á lofti enda löngu landskunnur fyrir myndir sínar af búfénaði á 25 ára ferli sem fréttaritari Morgunblaðsins. Þess má geta að ljósmyndasýning Atla; „Kýrnar kláruðu kálið“ var opnuð laugardaginn 1. apríl sl. í Safnahúsinu á Húsavík. Undirtitill sýningarinnar er Bændur og búfé – samtal manns og náttúru – óður til sveitarinnar. Sýningin er opin þriðjudaga-laugardaga til 29. apríl. Þessa sýningu ætti engin að láta fram hjá sér fara.