Fréttir

Síldarvinnslan hf. kaupir helmingshlut í Ice Fresh Seafood ehf.

Samherji og Síldarvinnslan hafa gengið frá kaupum þess síðarnefnda á helmingshlut í sölufyrirtækinu Ice Fresh Seafood en með því lýkur viðræðum sem fyrst var tilkynnt um í lok mars á þessu ári.

Verðmæti Ice Fresh Seafood í viðskiptunum er metið 42,9 milljónir evra sem jafngildir 1,76 sinnum bókfært virði eigin fjár þess hinn 31. desember 2022. Viðskiptin felast annars vegar í kaupum á núverandi hlutum af Samherja hf. fyrir 10,7 milljónir evra, og hins vegar útgáfu nýs hlutafjár í Ice Fresh Seafood að fjárhæð 21,5 milljónir evra. Heildarvirði Ice Fresh Seafood verður 64,4 milljónir evra eftir hlutafjáraukninguna og fjárfesting Síldarvinnslunnar nemur 32,2 milljónum evra.

Lesa meira

Fyrsta skóflustunga að Móahverfi tekin í morgun

Á Akureyri var í morgun tekin fyrsta skóflustungan að nýju hverfi sem nefnist Móahverfi og er nyrst og vestast í bænum. Gert er ráð fyrir að í hverfinu verði um 1.100 íbúðir og sem hýsa munu 2.300-2.400 manns. Strax í dag hefjast framkvæmdir við gatnagerð og lagnavinnu

Lesa meira

Hafnasamlag Norðurlands Fjármunir nýttir í uppbyggingu innviða

Skemmtiferðaskip sem hafa viðkomu hér á landi skilja eftir sig um 30 milljarða króna.  Áætlað er að tekjur Hafnasamlags Norðurlands af komum skemmtiferðaskipa nú í sumar fari yfir 800 milljónir króna en það er yfir 300 milljón króna aukning milli ára. Þessir fjármunir nýtast vel til að byggja upp sterkari innviði, svo sem varðandi rafvæðingu og Torfunefssvæðið. En það er ekki aðeins HN sem nýtur góðs af komum skipanna, reikna má með að þau skilji eftir sig um það bil 810 milljarða inn í hagkerfi svæðisins. Fjöldi fólks, einhver hundruð hafa atvinnu af því að þjónusta skipin þannig að segja má að um sé að ræða hálfgerða stóriðju fyrir svæðið hér um kring.

Lesa meira

Rekstarniðurstaða Akureyrarbæjar betri en búist var við

„Róðurinn hefur verið þungur síðustu árin en með samhentu átaki er okkur að takast að snúa dæminu við og ég sé ekki betur en að nú horfi allt til betri vegar. Með ráðdeild og styrkri fjármálastjórn skilum við betri niðurstöðu en á horfðist og það er auðvitað af hinu góða," segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri á vefsíðu sveitarfélagsins.

Lesa meira

Bókasafn VMA fær pólskar bækur að gjöf

Pólsku sendiherrahjónin á Íslandi, Gerard Pokruszyński og Margherita Bacigalupo Pokruszainska, komu færandi hendi á bókasafn VMA á dögunum og færðu skólanum að gjöf nokkrar pólskar bækur sem hugsaðar eru til lesturs fyrir pólska nemendur í VMA.

Lesa meira

Þyrlureykur og kynjaveislur

Spurningaþraut Vikublaðsins #25

Lesa meira

Velheppnaður þjóðbúningadagur í Safnasafninu

„Fjöldi fólks mætti og mikil gleði meðal þess,“ segir Níels Hafstein sem rekur Safnasafnið á Svalbarðseyri ásamt eiginkonu sinni Magnhildi Sigurðardóttur og fimm öðrum í stjórn. Í ár var boðið upp á þjóðbúningadag á síðasta degi sumarsýninganna og var hann einkar vel heppnaður.

Lesa meira

SAk Bráðalæknar á vakt í gegnum tölvu

Erfiðlega hefur gengið að fá bráðalækna til starfa á Sjúkrahúsið á Akureyri þrátt fyrir auglýsingar og alls kyns mannaveiðar. Nú eru rúmlega þrjú stöðugildi sérfræðinga við bráðamóttöku setin og til að hafa mannskap í klíníska vinnu 12 klukkustundir á sólarhring fimm daga vikunnar var ákveðið að gera tilraun með fjarvaktir.

Lesa meira

Stúdentar við HA sigurvegarar á hugmyndavinnudegi

Fyrstu stúdentarnir í iðnaðar- og orkutæknifræði við Háskólann á Akureyri, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, hófu nám í ágúst. Í HA hlýða stúdentar á fyrirlestra í beinu streymi á sama tíma og kennsla fer fram í HR. Þá sér aðstoðarkennari um dæmatíma og aðstoðar stúdenta á staðnum í kennslustofu í HA.

Lesa meira

Fræðslustund um álegg á Amtinu

Kristín Aðalsteinsdóttir fjallaði um álegg á fræðslustund sem efnt var til á Amtsbókasafninu. Hún er iðin við brauðbakstur og býður gestum sínum ævinlega upp á þrjú ólík en ljúffeng heimagerð álegg með brauði sínu. Það er að hennar sögn sívinsælt.

Lesa meira