„Uppbygging ferðaþjónustu er ótvíræður valkostur“
Ársskýrsla Betri Bakkafjarðar fyrir árið 2022 er komin út. Í skýrslunni er að finna yfirlit yfir veitta styrki á árinu og önnur framfaramál í þágu eflingar byggðar í Bakkaflóa.
Ársskýrsla Betri Bakkafjarðar fyrir árið 2022 er komin út. Í skýrslunni er að finna yfirlit yfir veitta styrki á árinu og önnur framfaramál í þágu eflingar byggðar í Bakkaflóa.
Síminn hefur sett upp 4G farsímasendi í landi Þverár í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu í samstarfi við Neyðarlínuna
SSNE kynnti nú í upphafi ársins verkefni sem snýr að því að aðstoða sveitarfélögin á svæðinu við innleiðingu Grænna skrefa enda ljóst að óþarfi er fyrir hvert og eitt sveitarfélag að finna upp hjólið í innleiðingu umhverfis- og loftslagsstarfi sínu.
Stjórnir Sparisjóðs Höfðhverfinga ses. og Sparisjóðs Austurlands hf. hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu sjóðanna til að skapa grundvöll til sóknar.
Með sameiningu munu þeir áfram geta stutt vel við einstaklinga og fyrirtæki á sínum starfssvæðum sem eru aðallega í Eyjafirði og á Austfjörðum. Staða hvors sjóðs um sig er sterk, eiginfjárhlutföll þeirra eru traust sem og lausafjárstaða. Sameining sjóðanna er fyrst og fremst til að skapa grundvöll til stækkunar og sóknar.
Stærstu eigendur Sparisjóðs Höfðhverfinga eru KEA og Sænes ehf. en stærstu eigendur Sparisjóðs Austurlands eru Ríkissjóður og Fjarðabyggð. Gangi sameiningin eftir mun KEA leggja sameinuðum sjóði til umtalsvert nýtt eigið fé á næstu árum til frekari vaxtar. Þannig verður til traustur og vel fjármagnaður sparisjóður.
Vegagerðin hefur framlengt í annað sinn samning við Andey ehf. sem mun gilda frá 1. apríl til og með 31. desember 2023, um að halda uppi siglingum milli Hríseyjar og Árskógsands. Þetta er gert til að ekki verði þjónustufall á siglingum Hríseyjarferju en það myndi valda mikilli röskun á samgöngum við Hrísey.
Í dag, þriðjudaginn 21. mars, klukkan 17 til 17.40 heldur Stefán Þór Sæmundsson, rithöfundur og íslenskukennari, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Tungumál og tákn. Aðgangur er ókeypis.
Annars vegar er um að ræða sýningu Söru Bjargar Bjarnadóttur, Tvær eilífðir milli 1 og 3, og hins vegar sýning Guðjóns Gísla Kristinssonar, Nýtt af nálinni, sem er hluti af listahátíðinni List án landamæra.
Langlíft og farsælt ástarsamband Síríus súkkulaðisins og íslenska lakkríssins er vel þekkt meðal þjóðarinnar. Nú hefur þetta samband getið af sér nýtt og gómsætt afkvæmi, Eitt Sett Drumba. Drumbarnir eru ljúffengir, súkkulaðihjúpaðir karamelludrumbar með lungamjúkum lakkrískjarna.
Akureyringurinn Selma Sigurðardóttir er vörumerkjastjóri hjá Nóa Síríus: „Það er ofboðslega gaman að vinna með svona rótgróið vörumerki eins og Eitt Sett, og finna á því nýja fleti. Ég heyrði oft sögur af því frá mér eldra fólki hér áður að fólk hafi farið út í sjoppu á Akureyri til að kaupa Síríuslengju og mjúkan lakkrísborða til að borða þetta tvennt saman. Það er skemmtileg staðreynd að sá siður varð svo til þess að Eitt Sett fæddist.“ segir Selma og bætir við að það séu vissulega forréttindi að fá að halda utan um sumar af eftirlætisvörum þjóðarinnar.
Eins og Selma kemur inn á þá hófu íslensk ungmenni tóku að para saman Síríuslengjur og lakkrísborða fyrir margt löngu síðan. Sú uppfinningasemi var kveikjan að Eitt Sett fjölskyldunni sem nú telur fimm vörur: Hina klassísku Síríuslengju með lakkrísborðanum, Eitt Sett súkkulaðiplötuna, Eitt Sett Töggur og Eitt Sett bita í endurlokanlegum pokum. Að lokum er það svo nýjasti fjölskyldumeðlimurinn, Eitt Sett Drumbar. Þessa súkkulaðihjúpuðu karamelludrumba með lungamjúkum lakkrískjarna má nú finna í öllum helstu verslunum norðan heiða.
„Chicago er án efa stærsta sýning LA í mörg ár og hefur aðsókn og eftirspurn farið fram úr björtustu vonum. Sýningin hefur algjörlega slegið í gegn hjá áhorfendum,“ segir Marta Nordal leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar.
Til stóð að hætta sýningum í byrjun apríl næstkomandi, en Marta segir að í ljósi mikillar eftirspurnar hafi það hreinlega ekki verið hægt.
„Aðsóknin á Chicago hefur góð áhrif á allan bæinn því sýningin dregur að sér gesti frá öðrum sveitarfélögum og þeir nýta sér þá ýmsa þjónustu sem í boði er í bænum í leiðinni, svo sem veitingastaði, gistingu og fleira. Þetta kemur sér því vel fyrir marga og sýnileiki bæjarins eykst. Við erum afar stolt af þessari sýningu og þakklát fyrir stuðninginn,“ segir Marta.
Óskuðu eftir 4 milljónum, fengu 3
Menningarfélag Akureyrar, MAk óskaði eftir viðbótarframlagi frá Akureyrarbæ upp á fjórar milljónir króna til að hægt sé að framlengja sýningartímabil söngleiksins Chicago. Bæjarráð tók erindið fyrir og samþykkti að veita MAk þrjár milljónir króna.
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista lagði á fundi bæjarráðs fram bókun þar sem hún fagnar því að bæjarráð veiti Menningarfélagi Akureyrar viðbótarframlag.
„Mér finnst þó miður að ekki hafi verið hægt að verða við ósk Menningarfélags Akureyrar um viðbótarframlag að upphæð kr. 4.000.000, en beiðnin var vel rökstudd og forsendur hennar skýrar.“
Höldur - Bílaleiga Akureyrar tók á dögunum við fimmhundraðasta rafbílnum í bílaflota sinn. Hreinum rafbílum fyrirtækisins hefur fjölgað hratt síðustu ár og er það í takt við áherslur fyrirtækisins um að vera ávallt í fararbroddi í umhverfismálum og leiðandi í orkuskiptum.