Flug til Húsavíkur tryggt út árið
Einar Hermannsson sölu- og markaðsstjóri flugfélagsins Ernis segir að flugi til Húsavíkur verði haldið áfram til áramóta, verið sé að leggja drög að samningi er varðar aðkomu Vegagerðarinnar og innviðaráðuneytisins að málinu. Þetta kemur fram á mbl.is í dag. Einar vill ekki segja með hvaða hætti stuðningur hins opinbera verður, um sé að ræða fjárhagslega aðkomu.
Eins og fram hefur komið í Vikublaðinu hefur flugfélagið boðað að óbreyttu að hætta flugi milli þessara staða um áramótin. Heimamenn hafa bent á mikilvægi flugleiðarinnar og kallað eftir fjárhagslegum stuðningi ríkisins.