20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Styrkur til Kvennaathvarfs á Akureyri
„Þetta er eðlilega mikið gleðiefni, því frá því athvarfið var opnað hefur það sýnt sig það er sannarlega þörf fyrir Kvennaathvarf á svæðinu. Nú getum við veitt konum og börnum sem flýja þurfa heimili sín sökum ofbeldis þann stuðning og utanumhald sem við teljum nauðsynlegan,” segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.
Samtök um Kvennaathvarf hlutu á dögunum styrk frá félags- og vinnumarkaðssráðuneytingu til að efla starfsemi Kvennaathvarfsins á Akureyri. Styrkurinn er til eins árs en Linda Dröfn segir að vonir standi til þess að árið 2025 fáist fastur fjárstuðningur frá ráðuneytinu vegna rekstursins.
Samtök um Kvennaathvarf mun leggja til mótframlag við styrkinn til þess að hægt verði að ráða fleira starfsfólk og efla starfsemina. „Við erum að leita leiða til að brúa bilið til ársins 2025, en samtökin hafa ákveðið að fara af stað og koma athvarfinu í fulla þjónustu strax í næsta mánuði,“ segir hún.
Samtökin mun einnig ráðast í aukna fræðslu og vitundavakningu á svæðinu, en Linda Dröfn segir að sú umræða sem skapaðist vegna millibilsástands hafi því miður orðið til þess að aðsókn í athvarfið hefði minnkað til muna. Frá því í apríl var vegna fjárskorts ekki hægt að taka á móti nema einni konu og hennar börnum í einu. „Við munum nú á næstunni bjóða upp á fræðslu um okkar þjónustu og ólíkar birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum.“