20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Viðamikil flugslysaæfing á Húsavíkurflugvelli
Á laugardag fór fram viðamikilli flugslysaæfingu á flugvellinum á Húsavík.
Rétt um 100 manns manns tóku þátt í æfingunni sem hófst rétt fyrir klukkan 11 að morgni laugardags. Líkt var eftir því að flugvél með 17 farþega hlekktist á í lendingu og brotlendir við brautarenda. Viðbragðsaðilar á svæðinu, starfsfólk heilbrigðisstofnunar og starfsfólk flugvallarins tóku þátt í æfingunni.
Flugslysaæfingar eru haldnar reglulega á öllum áætlunarflugvöllum á Íslandi. Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að æfingin hafi gengið mjög vel og leystu þátttakendur fjölda verkefna. Æfingar af þessu tagi séu afar mikilvægar til að skerpa á samvinnu allra viðbragðsaðila og æfa þau handbrögð sem viðhöfð eru í stærri hópslysum. Mikill metnaður og vinna var lagður í að gera æfingarvettvang sem raunverulegastan til að gera aðstæður krefjandi og lærdómsríkari fyrir þátttakendur.