Opið lengur í sund og á skíði fram yfir páska
Ákveðið hefur verið að lengja afgreiðslutímann í Hlíðarfjalli og Sundlaug Akureyrar í aðdraganda páska
Ákveðið hefur verið að lengja afgreiðslutímann í Hlíðarfjalli og Sundlaug Akureyrar í aðdraganda páska
Mánaðarlegar hádegiskynningar á STEM tengdri starfsemi á Húsavík
Markús Orri Óskarsson vann öruggan sigur á Skákþingi Akureyrar í yngri flokkum sem fór fram um liðna helgi. Sigþór Árni Sigurgeirsson varð annar og Tobias Matharel þriðji. Efstur í barnaflokki, þ (f. 2012 og síðar) varð Valur Darri Ásgrímsson. Alls voru þátttakendur 20 talsins og tefldu sjö atskákir á tveimur dögum.
Alls tóku 20 börn fædd 2007 eða síðar þátt í Skákþingi Akureyrar í yngri flokkum.
Mánudaginn 20. mars kl. 14 verður fræðslufundur í félagsmiðstöðinni Birtu í Bugðusíðu 1 á Akureyri, þar sem fjallað verður um ellilífeyri frá Tryggingastofnun. Fundurinn er á vegum fræðslunefndar Félags eldri borgara.
Kjaramál snerta okkur öll og öll höfum við þurft að taka afstöðu um okkar kjör, hvort sem er með undirritun ráðningarsamnings í nýju starfi, greiðslu atkvæðis um kjarasamninga eða þegar sótt er um launahækkun eða betri kjör hjá atvinnurekendum. Verkefni stéttarfélaga í komandi framtíð er að verja áunnin réttindi sinna félagsmanna og tryggja að kjarasamningar fylgi þróun starfa og breyttum áherslum í samfélaginu. Stærsta verkefnið er þó án efa að tryggja jafna dreifingu lífsgæða og að félagsfólk njóti ávaxta vinnu sinnar til jafns við fyrirtækjaeigendur.
Haldið var upp á 30 ára afmæli leikskólans Álfaborgar í Svalbarðstrandarhreppi í gær, en hann tók til starfa 15. mars árið 1993. Hann var til að byrja með í húsnæði kaupfélagsins sem þá var hætt rekstri. Tillögur um nafn leikskólans voru gerðar meðal foreldra og varð Álfaborg fyrir valinu. Á fyrstu árunum var rými fyrir 20 börn í leikskólanum. Starfsemin var flutt í gamla grunnskólann árið 1995.
Bryndís Hafþórsdóttir leikskólastjóri á Álfaborg segir að í fyrstu hafi ein deild verið starfandi við leikskólann og var hún fyrir tveggja til sex ára börn. Haustið 2005 var 150 fermetra nýbygging tekin í notkun við Álfaborg og urðu í kjölfarið miklar breytingar til batnaðar í starfsemi skólans. Ári síðar var ráðist í endurbætur á eldri hluta skólahúsnæðisins og skólarnir, leik- og grunnskóli m.a. aðskildir með sérinngöngum í hvorn skóla auk þess sem ný gólfefni voru lögð og hiti settur í gólf auk fleiri lagfæringa. Þá nefnir Bryndís að um áramót 2005 og 2006 hafi breyting verið gerði á inntökualdri barna og hann færður niður í 18 mánaða aldur. Frá haustinu 2016 var farið að taka inn börn strax eftir fæðingarorlof á sérstakri ungbarnadeild við leikskólann. Leik- og grunnskóli í Svalbarðsstrandarhreppi voru sameinaðir í eina stofnun árið 2015
„Við erum með tvær deildir við skólann núna, Hreiður fyrir börn frá 12 mánaða aldri og Lundur er fyrir börn frá 2ja ára aldri, en sú deild skiptist upp í tvær heimastofur og er önnur fyrir tveggja til fjögurra ára börn og hin fyrir þau eldri, fjögurra til sex ára,“ segir Bryndís. Tæplega 40 börn eru á Álfaborg um þessar mundir.
Samtök um verndun í og við Skjálfanda, Samtök um Náttúruvernd á Norðurlandi og framkvæmdastjóri Landverndar skrifa:
AMS lynx snjókrossið fór fram í Mývatnsveit um helgina á Vetrarhátið Mývatnssveitar
Á heimasíðu Norðurorku er i dag pistill sem svarar spurningu sem margir eru að velta fyrir sér eða hvort allir geti hlaðið rafbíla við heimili sitt?
Tekin hefur verið ákvörðun um að semja við Fjölumboð ehf., sem hefur séð um framkvæmd hátíðarinnar undanfarin ár, um að skipuleggja Mærudaga 2023.