Fréttir

Frá Norðurþingi vegna Húsavíkurflugs og flugstöðvar á Húsavíkurflugvelli.

Málefni Húsavíkurflugvallar hafa verið á til umfjöllunar hjá byggðarráði Norðurþings vegna ástands flugstöðvarbyggingarinnar sem hefur verið í langvarandi viðhaldssvelti. Í nóvember 2022 komu fulltrúar Isavia á fund byggðarráðs til að ræða málefni Húsavíkurflugvallar. Eftirfarandi var bókað: „Byggðarráð Norðurþings skorar á ríkisvaldið og ISAVIA að sinna viðhaldi flugstöðvarbyggingarinnar á Húsavíkurvíkurflugvelli. Ljóst er að húsnæði er komið á viðhald en því hefur ekki verið sinnt í árafjöld. Árið 2012 hófst flugrekstur aftur eftir hlé frá aldamótum. Nú er reglubundið flug um völlinn, í byggingunni starfar fólk og um hana fara þúsundir farþegar á ársgrundvelli. Því er það eðlileg og skýlaus krafa byggðarráðs Norðurþings að viðhaldi verði sinnt.“

Á samgönguáætlun, sem var í samráðsgátt stjórnvalda í sumar, eru áætlaðar 80 millj.kr á árunum 2024 og 2025 í byggingar og búnað á Húsavíkurflugvelli. Von er á stjórn ISAVIA til samtalsfundar með byggðarráði Norðurþings síðar í október ef áætlanir ganga eftir.

Lesa meira

Framsýn Stéttarfélag - Stjórnvöld, vegagerðin og fjárveitingavaldið hysji upp um sig buxurnar

„Á sama tíma og ákveðnir þingmenn Norðausturkjördæmis tala fyrir styttingu þjóðvegarins frá Akureyri til Reykjavíkur, fer lítið fyrir áhuga þeirra á að tryggja eðlilegar samgöngur austan Vaðlaheiðar til Akureyrar. Nú er svo komið að brúin yfir Skjálfandafljót við Ófeigsstaði í Kinn, sem verið hefur aðal samgönguæðin til Húsavíkur, Kópaskers, Raufarhafnar, Þórshafnar og nærsveita, þolir ekki frekari þungaumferð og hefur henni verið lokað fyrir umferð stærri ökutækja. Þess í stað hefur þungaflutningum verið beint á einbreiða brú á þjóðvegi 1. við Fosshól, sem einnig er löngu hætt að svara kröfum tímans. Umferð þar um er þung og myndast ítrekað langar raðir ökutækja beggja vegna brúarinnar með tilheyrandi slysahættu fyrir vegfarendur. Það bætir ekki úr skák að brúin við Ófeigsstaði hefur að mestu verið lokuð undanfarið fyrir almennri umferð, þar sem nú standa yfir á henni bráðabirgðaviðgerðir.

Lesa meira

Góðir styrkir til Krabbameinsfélags Akureyrar

Krabbameinsfélagi Akureyrar hafa undanfarið borist nokkrir styrkir frá fyrirtækjum, félögum og einstaklingum. Þessir styrkir koma sér einstaklega vel þar sem félagið er alfarið rekið fyrir sjálfsaflafé. þ.e. stuðning frá félagsmönnum, einstaklingum og fyrirtækjum á svæðinu, ásamt rekstrarstyrk og verkefnastyrkjum frá Velunnurum Krabbameinsfélags Íslands.

Lesa meira

VMA - Frístundahúsið rís

Á heimasíðu Verkmenntaskólans  er sagt frá skemmtilegu verkefni sem nemendur á þriðju önn í húsasmíði eru að vinna að þ.e bygginu  frístundahús.  Um er að ræða árlegt verkefni  fyrir nema á þriðju önn  og hefur vel til tekist gegnum tíðina en liklega er þetta amk í tíunda árið í röð sme þessi háttur er hafður á við VMA.  Á senni stigum koma svo verðandi pípulagningamenn  og rafvirkjar að verkefninu svo að segja má sem sanni að þarna sé á ferð frábært verkefni fyrir verðandi iðnaðarmenn.  

Lesa meira

„Við erum ótrúlega stolt af þessu verkefni“

Rokkað gegn sjálfsvígum í Húsavíkurkirkju

 

Lesa meira

Á Norðausturland að vera utan þjónustusvæðis?

Nú er útlit fyrir að flug til og frá Húsavík leggist af um mánaðamótin verði ekkert að gert.

Flugfélagið Ernir hefur lengi sinnt þjónustu við svæðið án ríkisstyrkja en breytt úthlutun flugleiða, faraldurinn og annað hefur sett flugið í uppnám.

Byggðarráð Norðurþings hefur lagt til lausn sem fæli í sér 15 milljóna króna stuðning ríkisins í 8 mánuði til að brúa bilið þar til hægt verði að halda fluginu áfram án utanaðkomandi stuðnings.

Lesa meira

Enn mikið álag á legudeildum SAk

Enn er mikið álag legudeildum á Sjúkrahúsinu á Akureyri líkt og verið hefur allt þetta ár. Rúmanýting á lyflækningadeild það sem af er ársins er 99,6% og litlu lægri á skurðlækningadeild, 98,5%. Einnig hefur verið þungt á geðdeild á árinu en rúmanýting á þeirri deild er 88,8% samanborið við 70% fyrir sama tímabil í fyrra.

Lesa meira

Landtengingar við rafmagn mjakast áfram

Mjög líklegt er að hægt verði að tengja minni skemmtiferðaskip við rafmagn á Akureyri sumarið 2024 .Þetta kemur fram í minnispunktum Péturs Ólafssonar hafnastjóra Hafnasamlags Norðurlands sem voru til umfjöllunar í bæjarráði á dögunum.

Lesa meira

Útilífsmiðstöðin Hömrum Mikill vöxtur í heimsóknum gesta yfir vetrarmánuðina

Gestum á tjaldsvæðinu að Hömrum hefur það sem af er ári fjölgað í heild um rúmlega 8% miðað við sama tímabili í fyrra, þ.e. frá janúar til ágústloka. Þar vegur hlutfallsleg aukning erlendra ferðamanna meira en þeim fjölgaði um tæp 15% á meðan innlendum ferðamönnum fjölgaði um rúm 5%. Mikil ánægja er með nýjan göngu- og hjólastíg sem lagður var í sumar meðfram Kjarnagötu en hann bætir mjög umferðaröryggi. Ekki voru til peningar til að ljúka verkefninu. Þá er unnið að lausn varðandi það þegar blásið er til hátíðahalda á Akureyri sem skapar aukið álag á tjaldsvæðinu.

Lesa meira

Svifryk á Akureyri - Malbik er stærsta einstaka efnið í svifryki

Svifryk hefur verið til vandræða á Akureyri undanfarin ár og reglulega mælist styrkur þess yfir þeim hámarksgildum sem tiltekin eru í reglugerð. Þessi hái styrkur svifrykstoppa hefur valdið áhyggjum og kallað eftir viðbrögðum til að bregðast við og draga út svifryksmengun.

Lesa meira