Frá Norðurþingi vegna Húsavíkurflugs og flugstöðvar á Húsavíkurflugvelli.
Málefni Húsavíkurflugvallar hafa verið á til umfjöllunar hjá byggðarráði Norðurþings vegna ástands flugstöðvarbyggingarinnar sem hefur verið í langvarandi viðhaldssvelti. Í nóvember 2022 komu fulltrúar Isavia á fund byggðarráðs til að ræða málefni Húsavíkurflugvallar. Eftirfarandi var bókað: „Byggðarráð Norðurþings skorar á ríkisvaldið og ISAVIA að sinna viðhaldi flugstöðvarbyggingarinnar á Húsavíkurvíkurflugvelli. Ljóst er að húsnæði er komið á viðhald en því hefur ekki verið sinnt í árafjöld. Árið 2012 hófst flugrekstur aftur eftir hlé frá aldamótum. Nú er reglubundið flug um völlinn, í byggingunni starfar fólk og um hana fara þúsundir farþegar á ársgrundvelli. Því er það eðlileg og skýlaus krafa byggðarráðs Norðurþings að viðhaldi verði sinnt.“
Á samgönguáætlun, sem var í samráðsgátt stjórnvalda í sumar, eru áætlaðar 80 millj.kr á árunum 2024 og 2025 í byggingar og búnað á Húsavíkurflugvelli. Von er á stjórn ISAVIA til samtalsfundar með byggðarráði Norðurþings síðar í október ef áætlanir ganga eftir.