„Stoltur af uppruna mínum“
-Segir Daníel Annisius sem var ættleiddur frá Kalkútta til Húsavíkur árið 1990
-Segir Daníel Annisius sem var ættleiddur frá Kalkútta til Húsavíkur árið 1990
Kynningarfundur vegna úthlutunar lóða í fyrsta áfanga Móahverfis fer fram í Ráðhúsinu n.k. fimmtudag 16 mars og stendur yfir í klukkustund frá kl 14-15. Útboðsgögn verða klár til afhendingar sama dag.
Gert er ráð fyrir að uppbygging hverfisins hefjist úr suðri en það svæði er í um 400 metra göngufjarlægð frá Síðuskóla. Reiknað er með ellefuhundruð íbúðum í hverfinu öllu.
Ætlunin er að streyma frá fundinum á TEAMS og mun hlekkur verða birtur á heimasíðu Akureyrarbæjar og á Facebooksíðu bæjarins.
Tveir vinnuhópar eru nú að störfum sem tengjast málefnum eldri borgara á Akureyri, vinna við seinni hluta aðgerðaáætlunar í málefnum eldri borgara og endurskoðun á íbúabyggð aðalskipulags. Af þessu tilefni óskuðum við bæjarfulltrúar Framsóknar eftir umræðu um málefni eldri borgara á bæjarstjórnarfundi þann 7. mars síðastliðinn. Gunnar Már birti grein um áherslur okkar í skipulagsmálum eldri borgara https://www.akureyri.net/is/frettir/husnaedismal-eldri-borgara-a-akureyri-1 en hér ætla ég að reyna að stikla á stóru og taka saman helstu punkta úr ræðu minni um einmanaleika og félagslega einangrun eldri borgara.
Lögreglan á Akureyri biðlar til fólks að vera nú ekki að ganga út á lagnaðarísinn sem á Pollinum er. Ísinn er stórhættulegur , svikull og fari svo illa að gangandi falli niður þá eins og segir í tilkynningu Lögreglunnar ,,það verður ekki aftur tekið”
Guðmundur Ævar Oddson, dósent við HA og einn meðlima ráðstefnunefndarinnar, segir afar mikilvægt að rýna til gagns í þetta viðfangsefni
Margrét EA 710, nýtt uppsjávarskip í flota Samherja, landaði á Eskifirði í gær um tvö þúsund tonnum af loðnu. Skipið, sem smíðað var í Noregi árið 2008 var keypt í Skotlandi og hét áður Christina S.
Margrét kom til Reykjavíkur síðasta miðvikudag eftir siglingu frá Skotlandi og í kjölfarið var hafist handa við að uppfylla tilskilin leyfi samkvæmt íslenskum reglugerðum um fiskiskip. Margrét hélt á loðnumiðin út af Reykjanesi á föstudagsmorgun og nokkrum klukkustundum eftir að komið var á miðin var búið að dæla úr nótum fjögurra skipa um borð í Margréti, sem sigldi með hráefnið austur til vinnslu.
Umhverfis- og atvinnumálanefnd Svalbarðsstrandarhrepps hafa valið þá sem hljóta Umhverfisviðurkenningu Svalbarðsstrandarhrepps fyrir árið 2022. Veitt var viðurkenning í tveimur flokkum, annars vegar í flokki heimila og hins vegar í flokki fyrirtækja.
Það fer ekki fram hjá nokkrum að á Norðurlandi er ansi kalt en sem betur fer er hægur vindur léttskýjað og margir kalla þetta fallegt verður en þeir finnast líka sem sjá enga fegurð í öllum þessum kulda. Samkvæmt því sem lesa má á heimasíðu Veðurstofu íslands fór frostið í nótt niður í tæpar 19 gráður á Akureyri á meðan kvikasilfrið seig niður i tæpar 17 gráður á Húsavik um sjöleitið í morgun.
KA stelpur tryggðu sér rétt í þessu sigur í Kjörísbikarkeppni Blaksambands Íslands þegar liðið sigraði lið HK örugglega 3-0 í hrinum en úrslit í hverri hrinu voru sem hér segir 25-15, 25-8 og 25 23. Þetta er annað árið í röð sem lið KA hrósar sigri i bikarkeppninni
Vefurinn óskar KA innilega til hamingju.
„Eggjabændur eru um þessar mundir á lokametrunum að uppfylla mjög kostnaðarsamar aðgerðir við bú sín, en miðað er við að búið verði að uppfylla allar reglur sem snúa að aðbúnaði og hollustuháttum eggjaframleiðslunnar fyrir mitt þetta ár,“ segir Halldóra Kristín Hauksdóttir nýkjörinn formaður deildar eggjabænda. Hún rekur ásamt fleirum eggjabúið Grænegg í Sveinbjarnargerði á Svalbarðsströnd.