GÖTUGANGA Á MORGUN LAUGARDAG - VIRK EFRI ÁR
Laugardaginn 7. október, kl. 14, verður Götuganga virkra efri ára - fyrir 60 ára og eldri íbúa haldin hér á Akureyri í fyrsta sinn. Vonandi sér fjöldinn allur sér fært að mæta. Frítt er í gönguna og gaman fyrir göngugarpa bæjarins að hittast og ganga annað hvort 2,5 km eða 5,0 km.
Gönguleið
Gengið verður í suðurátt frá Hofi og snúið við þegar leiðin er hálfnuð og gengið til baka. Brautarverðir verða á leiðinni til að leiðbeina þátttakendum og hvetja þá til dáða.
Rásmark er á göngustígnum rétt sunnan við Hof, og þar er einnig endamarkið.
Gönguleiðin í 2,5 km hlaupinu liggur frá rásmarki, rétt sunnan við Hof, langleiðina að Leirunesti, þar er snúningspunktur og gengið er aftur til baka, sama leið í mark.
Rásmark er á göngustígnum rétt sunnan við Hof, og þar er einnig endamarkið.
Gönguleiðin í 2,5 km hlaupinu liggur frá rásmarki, rétt sunnan við Hof, langleiðina að Leirunesti, þar er snúningspunktur og gengið er aftur til baka, sama leið í mark.
Gönguleiðin í 5 km hlaupinu liggur frá rásmarki, rétt sunnan við Hof og um 100 m lengra en Mótorhjólasafnið þar er snúningspunktur og gengið er aftur til baka, sama leið í mark.
Tímataka
Tími allra þátttakenda verður skráður og birtur hér á síðunni skömmu eftir götugönguna.
Verðlaun
Nokkrir heppnir þátttakendur verða dregnir út og hljóta verðlaun.
Skráning og keppnisnúmer
Skrá þarf þátttöku fyrir kl. 23 föstudaginn 6. október, til að eiga möguleika á útdráttarvinningi. Sækja þarf keppnisnúmer í Hof á götugöngudag (7.okt) kl. 11-13. Göngugarpar verða svo beðnir um að skila númeri að göngu lokinni svo endurnýta megi þau.
Skráningarsíðan er hér