Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála Ógilti þrjár ákvarðanir um efnistöku í Hörgá

Tilefni kæru Náttúrugriða til úrskurðarnefndar var efnistaka fyrirtækisins Skútabergs í Hörgá síðast…
Tilefni kæru Náttúrugriða til úrskurðarnefndar var efnistaka fyrirtækisins Skútabergs í Hörgá síðastliðið vor. Mynd aðsend

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur ógilt þrjár ákvarðanir sveitarstjórnar Hörgársveitar og eina ákvörðun Fiskistofu um leyfi til efnistöku í Hörgá. Náttúruverndarsamtökin Náttúrugrið kærðu í vor leyfin sem sneru að afar umfangsmikilli efnistöku úr farvegi Hörgár neðan hringvegarins við Krossastaði.

Með leyfisveitingum Hörgársveitar voru margháttuð lög brotin, bæði skipulags- og umhverfismatslög þar sem sveitarstjórnin leit ekki til umhverfismats við ákvarðanir sínar segir í tilkynningu frá Náttúrugriðum. Lög um stjórn vatnamála voru brotin og skipulagsfulltrúi braut sveitarstjórnarlög er hann endurútgaf framkvæmdaleyfi í heimildarleysi. 

„Hörgá er eitt aðalvatnsfalla Eyjafjarðar og hýsir bleikjustofn sem hefur átt mjög undir högg að sækja undanfarin ár. Náttúrugrið telja að umgangast beri straumvatnslífríki af sérstaklega mikilli virðingu og aðgát og setja strangar skorður við malartekju í ám sem Hörgá. Við framkvæmdirnar í vor var farvegi árinnar umbylt á mörg hundruð metra kafla á grófan hátt

Nýjast