20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
HSN-Árlegar bólusetningar að hefjast
Árlegar bólusetningar við inflúensu og Covid-19 hefjast hjá HSN eftir miðjan október. Bólusett verður samtímis við inflúensu og Covid-19 á öllum heilsugæslustöðvum. Hægt verður að velja um að fá annað hvort eða bæði bóluefnin í sömu heimsókn.
Sóttvarnalæknir mælir með því að eftirtaldir áhættuhópar fái forgang við bólusetningar við Covid-19:
-
Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
-
Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, offitu, sykursýki, illkynja sjúkdómum eða eru ónæmisbæld af völdum lyfja eða sjúkdóma.
-
Barnshafandi konur.
-
Heilbrigðisstarfsfólk sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
Tímasetningar á hverri starfsstöð verða auglýstar fljótlega.
Frá þessu segir i tilkynningu frá HSN