20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Akureyrarbær Engar úrbætur gegn umferðarhávaða
„Það hafa engar úrbætur verið gerðar af hálfu Akureyrarbæjar varðandi umferðarhávaða, þrátt fyrir að í 10 ár hafi legið fyrir að hávaði á tilteknum svæðum er yfir reglugerðarmörkum,“ segir Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.
Heilbrigðisnefnd óskaði eftir svörum frá Akureyrarbæ varðandi úrbætur þegar kemur að umferðarhávaða. Í svari kemur fram að bærinn hefur ekki gripið til neinna aðgerða til að draga úr hávaða frá umferð á þeim svæðum þar sem hljóðstig reiknast hvað hæst. Þrátt fyrir að aðgerðir á þessum svæðum hafi átt að vera í forgangi samkvæmt aðgerðaráætlunum sem hafa verið í gildi frá árinu 2013.
Að mati heilbrigðisnefndar þjóna aðgerðaráætlanir gegn umferðarhávaða afar takmörkuðum tilgangi ef þeim fylgja ekki aðgerðir af neinu tagi. Nefndin beinir því til Akureyrarbæjar að án frekari tafa verði gripið til raunverulegra aðgerða til þess að draga úr umferðarhávaða á þeim svæðum sem hávaðinn er mestur