Hlíðaskóli Akureyri - Þemadagar um Afríku
14. október, 2023 - 10:42
Margrét Þóra Þórsdóttir gunnar@vikubladid.is
Þemadagar voru haldnir í Hlíðarskóla nýverið og var viðfangsefnið í ár Afríka. Fjórir hópar voru að störfum og gerði hver þeirra kynningu um sitt land eða sín lönd. Fjölluðu hóparnir um menningu, mat og nauðsynjar og aðra skemmtilega punkta ásamt því að efna til kahoot spurningakeppni.
Einnig unnu hóparnir listaverk með sýnum kynningum, eins og píramída, landakort eða fána. Að lokum var hver hópur með mat frá sínum löndum sem bragðaðist yndislega að því er fram kemur á vefsíðu Hlíðarskóla.
Nýjast
-
Tónlistarskóli Eyjafjarðar sá fyrsti sem fer í Græn skref
- 04.11
Tónlistarskóli Eyjarfjarðar hefur náð þeim einstaka áfanga að vera fyrsti tónlistarskólinn á Íslandi til að fara í Græn skref „og mega þau vera stolt af því,“ segir á vefsíðu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, SSNE. -
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst 7 nóvember
- 04.11
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar við embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra hefst 7. nóvember n.k. Alls hafa 31.039 atkvæðarétt í kjördæminu, flestir þeirra og það kemur ekki á óvart frá Akureyri eða 15.057 manns. -
Pólarhestar eru fyrirtæki ársins
- 04.11
Markaðsstofa Norðurlands veitir viðurkenninguna Fyrirtæki ársins til fyrirtækis sem er búið að slíta barnsskónum og hefur skapað sér sterka stöðu á markaði. Fyrirtækið hefur unnið að stöðugri uppbyggingu, vöruþróun og nýsköpun og er með höfuðstöðvar á Norðurlandi. -
Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn
- 04.11
Að refsa einstaklingi fyrir alvarleg afbrot með fangelsisvist, er eitthvað sem flestir geta verið sammála um að sé nauðsynlegt. Fæstir átta sig hins vegar á hve frelsissviptingin ein og sér hefur gríðarleg áhrif á einstakling sem dæmdur hefur verið til vistar í fangelsi og ef betrunarúrræðin eru ekki til staðar er næsta öruggt að sá einstaklingur er lýkur afplánun, kemur út í samfélagið aftur í verra ástandi en hann var í þegar afplánun hófst. Stundum held ég að þessi hópur samfélags okkar sé álitinn hin skítugu börn Evu sem flestir vita af en enginn vill af þeim vita. Eins og að vandamálin hverfi um leið og kveðinn er upp dómur. Allir þeir einstaklingar sem fá á sig dóma eru synir, dætur, bræður, systur og barnabörn einhverra. Að afplána dóm hefur ekki bara gríðarleg áhrif á fangann heldur líka hans nánustu aðstandendur sem ég tel vera algjörlega týndan hóp innan kerfisins. Kerfis sem fyrir löngu er molnað í sundur. Kerfi sem nær ekki að eiga samskipti. Kerfi sem þarf að taka alvarlega til í og snýst hreinlega um líf eða dauða fólksins okkar. -
KOSNINGARÉTTUR
- 03.11
Við vanmetum oft það sem þykir sjálfsagt! Árið 1843 rak kosningaréttur fyrst á fjörur okkar Íslendinga með tilskipun Kristjáns VIII, en eingöngu til karlmanna eldri en 25 ára sem áttu jörð. Það var um 2% íslensku þjóðarinnar. Árið 1857 var ekki lengur þörf á að eiga jörð, nægjanlegt að búa á eigin heimili og borga skatta. Konur virtust ekki vera landsmenn á þessum tíma. -
Afleitt að Sæfari verði í slipp í apríl
- 03.11
Grímseyingar óska eftir aðstoð við að fá aðra tímasetningu en nú er þegar fyrirhugað er að ferjan Sæfari sem siglir milli lands og eyjar fer í slipp, sem er „afleit tímasetning bæði hvað varðar sjávarútveg og sérstaklega slæmt fyrir ferðaþjónustu í eynni,.“ segir í bókun frá íbúafundi sem haldinn var í eyjunni. -
Framkvæmdir að hefjast við innisundlaugina
- 03.11
Framkvæmdir eru hafnar við talsvert umfangsmiklar breytingar á innisundlaugin í Sundlaug Akureyrar. Umhverfis- og mannvirkjaráð hefur samþykkt að taka lægstu tilboðum í lagnir, raflagnir og múrverk en hafnaði aftur á móti tilboðum sem bárust í útboði á verkefnum í húsasmíði og blikksmíði þar sem þau voru hátt yfir kostnaðaráætlun. -
Nytjamarkaður Norðurhjálpar er eins árs
- 03.11
„Þetta var dásamlegur dagur og við erum þakklátar öllu því góða fólki sem styður við bakið á okkur, við erum eiginlega alveg vissar um að við er með langbesta fólki í kringum okkur,“ segir Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir ein þeirra fjögurra kvenna sem reka nytjamarkaðinn Norðurhjálp. -
Fjármagn í hugmyndavinnu við 50 metra innilaug áætluð árið 2028
- 02.11
Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ segir að í framkvæmdaáætlun Akureyrarbæjar sé gert ráð fyrir fjármagni árið 2028 til að fara í formlega vinnu við að skoða möguleika og hugmyndir um 50 metra innisundlaug á Akureyri. „Það verður spennandi og skemmtilegt verkefni,“ segir hann. Um tíðina hafi af og til verið umræður við og innan Akureyrarbæjar um hugmyndir um nýja 50 metra innisundlaug.