30. október - 6. nóember - Tbl 44
Flugsamgöngur til umræðu á Húsavík í dag
Forsvarsmenn Flugfélagsins Ernis hafa fundað stíft með heimamönnum hér norðan heiða í dag. Fundað hefur verið með fulltrúum Framsýnar, Norðurþings, Þingeyjarsveitar, Húsavíkurstofu og Mývatnsstofu. Auk þess sem aðilar á svæðinu sem koma að byggða- og atvinnumálum hafa verið kallaðir til enda um mikið hagsmunamál að ræða.
Mikil vilji er til þess meðal heimamanna að tryggja flug til Húsavíkur í sessi með aðkomu stjórnvalda og í góðu samstarfi við Flugfélagið Erni.
Áfram verður unnið að málinu á næstu vikum og mánuðum enda verulega mikill þrýstingur meðal Þingeyinga að áætlunarfluginu verði fram haldið eftir áramótin. Kallað hefur verið eftir stuðningi frá ríkinu og þá hefur verið skorað á þingmenn kjördæmisins að koma að málinu með beinum hætti.
Einar Leifsson fjármálastjóri og Einar Hermannsson sölu- og markaðsstjóri hjá Flugfélaginu Erni hafa setið á fundum með fulltrúum hagsmunasamtaka í Þingeyjarsýslum í dag, þar á meðal Aðalsteini Árna formanni Framsýnar. Umræðuefni, flugsamgöngur milli Húsavíkur og Reykjavíkur.