20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Bókun 35 og fullveldi íslensku þjóðarinnar
Innleiðing 3. orkupakka ESB í íslensk lög eyðilagði Sjálfstæðisflokkinn. Nú liggur fyrir frumvarp um innleiðingu Bókunar 35 við EES samninginn sem framselur löggjafarvald Alþingis til ESB. Hvað er að gerast? Er verið endanlega verið að rústa flokknum?
Hvað eftir annað hefur landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktað gegn aðild að ESB og framsali fullveldis Íslands í orkumálum til ESB. Það er því ljóst að forysta flokksins gengur nú þvert á vilja meirihluta sjálfstæðismanna í landinu með því að leggja fram frumvarp um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, þar sem ætlunin sé að setja inn nýtt lagaákvæði. Lagaákvæðið felur í sér að „ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiði skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum sé ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skuli hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað“. Þetta gengur einfaldlega ekki því Alþingi hefur enga heimild til þess að setja slíkt í lög. Ísland er fullvalda ríki og í því felst eins og segir í 2. gr. stjórnarskrárinnar að Alþingi og forseti Íslands fari saman með löggjafarvaldið og það sé enginn afsláttur gefin á því. Ef frumvarpið verður samþykkt á Alþingi en þá muni reyna á það fyrir dómstólum hvort lögin standist ákvæði stjórnarskrárinnar.
Tilgangurinn með Bókun 35 er að setja ákvæði inn í íslensk lög til þess að geta tekið evrópskar reglur fram yfir íslenskar lagareglur. Það er því augljóst að frumvarpið er lagt fram til þess að koma til móts við ESB og samhæfa íslenskar reglur við evrópskar reglur án þess að það sé heimilt. Það er leikur enginn vafi á því að hér er verið að lauma Íslandi inn í ESB „bakdyramegin“. Ef ætlunin er breyta lögum til að koma Íslandi inn í ESB þá eiga menn að gera það þá hreint og beint en með ekki blekkingu og ekki fara eins og kettir með það í kringum heitan graut. Það er afar mikilvægt að löggjafinn tali skýrt og dulbúi ekki hlutina eins og gert er með þessu frumvarpi. Á hverju ári hellast yfir landsmenn fleiri hundruð tilskipana og reglugerða frá ESB sem Alþingi stimplar sem lög á íslandi, algjörlega mótþróalaust þó svo ýmislegt eigi alls ekki við aðstæður í okkar fámenna og strjálbýla landi. Alþingi hefur þó enn löggjafarvaldið í sínum höndum. Verði Bókun 35 innleidd í íslensk lög, hverfur allur fyrirsjáanleiki laganna, sem geta breyst á augabragði með nýjum tilskipunum frá ESB.
Er það þetta sem við viljum?
Opinn fundur verður um Bókun 35 á Múlabergi, mánudaginn 16. október kl 19:00 til 20:00.
Innleiðing 3. orkupakka ESB eyðilagði Sjálfstæðisflokkinn. Bókun 35 grefur hann endanlega.
Höfundur er í stjórn Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál