20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Ályktanir frá Kjördæmaþingi Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi
Kjördæmisþing Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi var haldið á Stóru Laugum í Reykjadal, í gær laugardaginn 14.október 2023.
Fundurinn samþykkti tvær ályktanir sem hér má sjá.
Stríðsátök í heiminum.
Fundurinn fordæmir árásir og morð á almennum borgurum skilyrðislaust, hvar sem er í
heiminum. Ein af grunnstoðum Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs er alþjóðleg friðarhyggja.
Stríð og hernaður leysa engin vandamál, þótt hernaðarsinnar haldi því fram að barist sé fyrir friði
og mannréttindum. Auk þess er vígvæðing og hernaður gegndarlaus sóun lífa og auðlinda.
Ekkert er jafn skaðlegt fyrir umhverfið, velferð og heilsu fólks og hernaður. Ísland var fyrsta
vestræna ríkið til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu árið 2011, en hernám Ísraels á landi
Palestínu hefur staðið yfir í rúma hálfa öld. Íslensk stjórnvöld ættu að hvetja til þess að
alþjóðalögum sé beitt til að vernda íbúa Palestínu og fordæma yfirstandandi stríðsglæpi
Ísraelshers, rétt eins og yfirgangi Rússlands í Úkraínu.
Öryggi íbúa á landsbyggðunum.
Fundurinn ítrekar mikilvægi þess að þyrla á vegum Landhelgisgæslunnar sé með starfsstöð á
Akureyri. Fundurinn hvetur því Alþingi til þess að samþykkja þingsályktunartillögu þess efnis að
dómsmálaráðherra beiti sér fyrir því að svo verði, í samstarfi við hagaðila á Akureyri. Mun það
enn frekar tryggja öryggi íbúa landsins.
Frá þessu segir i tilkynningu frá VG