Fréttir

Uppgangur í hjólreiðum með tilkomu rafhjóla

,,Akureyri hentar  ekki til hjólreiða” var oft sagt og var þá verið að vísa til Gilsins og Þórunnarstrætis sem ekki voru á allra færi að hjóla upp. Svo sannfærðir voru menn um þessa ,,staðreynd” að þegar hjólreiðar fóru að aukast með tilkomu ,,hjólað í vinnuna” komst hjólalyfta upp Gilið í kosningaloforðalista stjórnmálaflokka, þetta var fyrir aðeins en 10 árum.

Lesa meira

Líkan af Húna afhent - Líf og fjör í Sandgerðisbót

Sjómannadagurinn verður haldin hátíðlegur á Akureyri með fjölbreyttri dagskrá sem hefst við Iðnaðarsafnið í dag föstudag kl. 15. Þar verður nýtt líkan af Húna II afhent og afhjúpað og boðið upp á veitingar í tilefni dagsins en þennan dag eru 60 ár liðin frá því eikarbáturinn Húni var smíðaður í Skipasmíðastöð KEA á Akureyri.

Lesa meira

Bæjarráð ósátt með samgöngur við Grímsey

Á fundi bæjarráðs Akureyrar  i morgun var ma rætt um samgöngur við Grímsey en Sæfari,  ferjan sem siglir á milli lands  og eyja fór i slipp  þann 17 mars og  er enn þar.  

Lesa meira

Gámakortin nú í síma

Löngum var svo að  til þess að henda rusli á gámasvæðinu við Réttarhvamm þurfti að hafa  meðferðis  klippikort og  ef það var fullnýtt  var ekki um annað að ræða en  fara á bæjarskrifstofurnar og fá nýtt.  

Lesa meira

Þrjár sýningar opnaðar á föstudagskvöld

Föstudagskvöldið 2. júní kl. 20 verða þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Samsýning norðlenskra myndlistarmanna – Afmæli, Ásmundur Ásmundsson – Myrkvi, og Inga Lísa Middleton – Hafið á öld mannsins. Boðið verður upp á listamannaspjall með Ásmundi og Ingu Lísu kl. 21 og er stjórnandi Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins.

Lesa meira

Reynslumiklir skipstjórar samstíga í land eftir 22 ára samvinnu

Skipstjórarnir á Kaldbak EA 1, þeir Angantýr Arnar Árnason og Sigtryggur Gíslason, hafa látið af störfum vegna aldurs. Báðir eiga þeir að baki langt og farsælt starf hjá Samherja og Útgerðarfélagi Akureyringa

Lesa meira

ÁFL konur sýna í Listigarðinum

Í tólfta sinn bjóða ÁLFkonur, í samvinnu við Lystigarðinn á Akureyri og LYST kaffihús uppá ljósmyndasýningu við útsvæðið og veitingasöluna í garðinum.
Að þessu sinni takast þær á við vetrarríki, -birtu og form sem fanga augað yfir köldustu mánuðina. Sýning hefst um sjómannadagshelgina og ÁLFkonur tileinka sýninguna íslenskum sjómönnum sem öðrum fremur kljást við vetrarstorma og veðrabrigði í störfum sínum.

Lesa meira

Fréttatilkynning Betadeild heiðrar Helgu Hauksdóttur

Delta, Kappa, Gamma, eru alþjóðasamtök kvenna í fræðslustörfum. Ísland hefur átt aðild að samtökunum síðan 1975 og eru 13 deildir starfandi á landsvísu með um 330 félagskonum. Tvær deildir starfa á Akureyri og er Betadeild önnur þeirra. Verkefni deildarinnar eru margvísleg en árlega styrkir Betadeild m.a. stúlkur til menntunar undir merkjum UNICEF.

Sú hefð hefur skapast í Betadeild að heiðrað konu á starfssvæði deildarinnar fyrir framúrskarandi og markverð störf að mennta- eða menningarmálum. Fyrsta konan var heiðruð á 20 ára afmæli deildarinnar og síðan á fimm ára fresti eftir það. Með þessu vill Betadeild vekja athygli á konum sem vinna að mikilvægum störfum í þágu menningar og menntunar.

Lesa meira

Afskipti af tveimur sem voru að belta pening við verslanir

Lögreglan á Akureyri hafði í gærkvöld afskipti af tveimur karlmönnum af erlendum uppruna, en þeir voru við verslanir í bænum að betla peninga af fólkiundir því yfirskini að þeir væru að safna fé til styrktar heyrnardaufum.

Lesa meira

Hreinsunarátak starfsfólks Norðurorku

 blíðskaparveðri eftir vinnu síðasta fimmtudag tók hópur starfsfólks Norðurorku, auk maka, barna og barnabarna, til hendinni við höfuðstöðvar Norðurorku á Rangárvöllum sem og við dælustöðina í Þórunnarstræti, við aðveitustöðina í Þingvallastræti og við hitaveituna á Laugalandi í Eyjafirði.

Lesa meira