Fréttir

Fundur - Starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri

Sjálfstæðisfélagið á Akureyri boðar til fundar á miðvikudaginn kemur klukkan 20:00 (15.nóvember) á Flugsafninu á Akureyrarflugvelli um þingsályktun sem Njáll Trausti er fyrsti flutningsmaður að þar sem:
,,Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að beita sér fyrir því að Landhelgisgæslan komi upp fastri starfsstöð fyrir eina af þyrlum sínum á Akureyri í samstarfi við hagaðila á Akureyri“.
 
Öflugur hópur fyrirlesara verður á fundinum:

Björn Gunnarsson yfirlæknir sjúkraflugs og dósent við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri.
Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.
Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.
Reimar Viðarsson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita í Eyjafirði.
Auðunn Kristinsson framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.
 
Fundarstjóri verður Njáll Trausti Friðbertsson
 
Öll velkomin
Lesa meira

Vilji til skólahalds í Grímsey fyrir þrjá nemendur á vorönn

Fræðslu- og lýðheilsuráð hefur fyrir sitt leyti samþykkt að endurvekja skólahald í Grímsey á vorönn 2024 að því gefnu að þrír nemendur hefji þar skólagöngu. Endurmeta á stöðuna í maí á næsta ári.

Lesa meira

Verðskrá Norðurorku hækkar frá 6,6% upp í 12% um áramót

Verðskrá Norðurorku hækkar um áramót á bilinu frá 6,6% og upp í 12%. Norðurorka rekur fráveitu, vatnsveitu, rafveitu og hitaveitu.

Lesa meira

Nýr þáttur í hlaðvarpi Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar

Heilsu -og sálfræðiþjónustan heldur úti öflugu hlaðvarpi en að bakvið það stendur fagfólk hjá fyrirtækinu.  Starfsmenn Heilsu og sálfræðiþjónustunnar hafa víðtæka reynslu,  kunna vel til verka og fræða hlustendur um ýmis málefni sem tengjast  heilbrigði. 

Lesa meira

Alþjóðadagur sykursýki er í dag

14.nóvember ár hvert er alþjóðlegur dagur sykursýki. Sykursýki er langvinnur sjúkdómur sem leiðir til of mikils sykurs (glúkósa) í blóðinu þegar líkaminn getur ekki brotið niður sykur á eðlilegan hátt.

Lesa meira

Bergið Headspace kemur norður

Akureyrarbær og Bergið Headspace hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér aukna þjónustu við ungt fólk sem þarf stuðning og ráðgjöf, þróun á geðheilbrigðisþjónustu við ungt fólk, þjónustu sem byggir á snemmtækri íhlutun.

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri gestgjafi erlendra sérfræðinga í sjávarútvegi

 Fulltrúar Auðlindadeildar tóku á dögunum á móti 15 gestum á vegum Sjávarútvegsskóla GRÓ Þekkingarmiðstöðvar Þróunarsamvinnu. [SJÁH1] Skólinn var áður undir merkjum Háskóla Sameinuðu þjóðanna og færðist þaðan árið 2020 yfir í Sjávarútvegsskólann GRÓ sem rekinn er af Utanríkisráðuneytinu sem hluti af þróunarsamstarfi Íslands.  

 
Lesa meira

Hjóluðu sem nemur fimm ferðum til Noregs

Lið Heilsuverndar Hjúkrunarheimila stóð sig vel  í hjólkeppninni Road World for Seniors sem fram fór nýverið en liðið endaði í sjöunda sæti.

Heilsuvernd Hjúkrunarheimili tóku þátt líkt og undanfarin ár en það er starfsfólk sjúkraþjálfunar sem heldur utan um þátttakendur og skipulag. Markmið keppninnar er að hvetja fólk til að auka hreyfingu og þá sérstaklega með því að hjóla. Hjúkrunarheimilin hafa verið mjög framarlega í keppninni í mörg ár og hefur verið mikill metnaður og keppnisskap hjá þátttakendum og skipuleggjendum.

Lesa meira

Jólabókin Höfuðdagur – spjall um bók

Ástæðan fyrir því að þessi bók var skrifuð.  ,,Hin síðari ár hefur mér sífellt verið hugsað til lífshlaups móður minnar sem sex
ára gömul hafði misst báða foreldra sína og hreppurinn setti niður hjá ókunnu fólki á Stokkseyri fyrir tæpum eitt hundrað árum,"  segir Ingólfur Sverrisson, höfundur bókarinnar.

 

Lesa meira

Fiskehátíðin í Grímsey s.l laugardag

Á laugardaginn var haldið upp á Fiskehátíðina í Grímsey, eins og siður er ár hvert.  Boðið var upp á girnilegt kvöldverðarhlaðborð í félagsheimilinu Múla og síðan slegið upp balli. Alls dvelja tæplega 30 manns út í eyju um þessar mundir og fögnuðu deginum saman. 

Lesa meira