Fréttir

Alþjóðlegur dagur ljósmæðra

Á heimasíðu SAK er sagt frá því að alþjóðlegur dagur ljósmæðra sé í dag 5. maí en markmið dagsins er að vekja athygli um heim allan á því mikilvæga starfi sem ljósmæður sinna.

Lesa meira

Samstarfssamningur Akureyrarbæjar og Samtakanna ´78 var undirritaður í dag

Í dag var undirritaður sérstakur samstarfssamningur Akureyrarbæjar og Samtakanna ´78 um þjónustu og fræðslu sem samtökin veita í sveitarfélaginu. Samninginn undirrituðu Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri og Daníel E. Arnarson framkvæmdastjóri Samtakanna ´78.

Lesa meira

Flóttaleiðir

 Í ágætu viðtali við Andra Teitsson bæjarfulltrúa í síðasta Vikudegi var honum tíðrætt um nauðsyn þess að koma á flóttaleiðum í núverandi ráðhúsi bæjarins. Þetta er laukrétt hjá honum og ekki seinna vænna að uppfylla lágmarkskröfur í þeim efnum ekki síst ef ætlunin er að halda áfram núverandi starfsemi í húsinu.  Slíkt verkefni ætti ekki að vefjast fyrir bæjarfulltrúum okkar því mín reynsla síðustu áratugina sýnir að þeir hafa náð undragóðum árangri við að útbúa og nýta sér fjölbreyttar flóttaleiðir í málefnum bæjarins. Sá flótti snýst um að komast hjá að framkvæma það sem búið er að ákveða í bæjarstjórn og gildir þá einu hvort þær ákvarðanir voru samþykktar með naumum meirihluta eða að um þær hafi verið algjör samstaða. Aðalatriðið er að forðast framkvæmdir ef nokkur                        kostur er og hefur hugmyndaflugið oft verið óviðjafnanlegt.

Nefna má nokkur dæmi um þennan sífellda flótta.

Lesa meira

Föstudagsfréttir úr Hrísey

Maí er mættur með fyrstu þrastarungana, grænkandi gras og frostlausar nætur.

Það hefur verið töluvert um gesti í eyjunni í dagsferðum og veðrið hefur hjálpað okkur að taka vel á móti þeim. Það voru ekki margir eyjaskeggjar sem tóku þátt í plokkdeginum mikla, en það er nú bara vegna þess að við höfum okkar eiginn hreinsunardag hér í Hrísey og nú fer að styttast í hann. Það er þó alltaf góður siður að taka upp rusl ef maður getur á gönguferðum sínum og setja í næstu tunnu eða gám. Sést hefur til fólks prófa frisbígolfvöllinn og er hann að koma góður undan vetri.

Lesa meira

Varaflugvallagjaldið og uppbygging flugvallakerfisins

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar

Lesa meira

Ópíóðafaraldur - Faraldur sársaukans? Hvað kom fyrir þig?

Hvers vegna tekur fólk lyf? 

Oftast vegna þess að það er eitthvað að, því líður ekki vel. 

Hvers vegna tekur fólk verkjalyf?

Oftast vegna þess að það er með verki, eða að glíma við sársauka

 

Lyf geta verið lífsnauðsynleg

Ég mun aldrei ráðleggja einstaklingi að hætta að taka lyf án samráðs við lækni

Ég hef ekkert á móti lyfjum, en lyf lækna ekki áföll og streitu   

Lesa meira

Verið að rampa bæinn upp

Nú standa yfir i miðbænum á Akureyri framkvæmdir við að setja upp rampa  en eins og kunnugt er þá tilgangur verkefnisins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi  Haraldur Þorleifsson  er hvatamaður verkefnisins. 

Lesa meira

Akureyrarveikin og Covid-19

Nú eru rétt 75 ár frá því að sjúkdómur sem fékk nafnið Akureyrarveikin geisaði hér á landi.

Lesa meira

Vinabæjarheimsókn til Álasunds í Noregi

Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, og Halla Björk Reynisdóttir, formaður bæjarráðs, tóku í síðustu viku þátt í norrænu vinabæjarmóti sem fram fór í Álasundi í Noregi. Þar hittust kjörnir fulltrúar og bæjar- og borgarstjórar vinabæjanna fimm, sem eru auk Akureyrar og Álasunds; Randers í Danmörku, Västerås í Svíþjóð og Lahti í Finnlandi

Lesa meira

Vantar húsnæði fyrir fatlaða, en lítið að gerast annað en að biðlistar lengjast

„Við höfum velt því upp hvort það sé eðlilegt að einstaklingur með stuðningsþarfir sé þvingaður til að búa í foreldrahúsum fram yfir þrítugt en á meðan málum er þannig háttað eru foreldrar í ólaunaðri vinnu hjá hinu opinbera við að sinna fullorðnum börnum sínum sem búa heima. Miðað við hvernig hefur gengið undanfarin ár ættu foreldrar kannski að panta sér aukaherbergi á elliheimilinu fyrir fötluðu börnin sín,“ segja þær Sif Sigurðardóttir formaður Þroskahjálpar og Elín Lýðsdóttir gjaldkeri og fyrrverandi formaður. Þær segja Akureyrarbæ ekki standa sig þegar kemur að húsnæðismálum fatlaðra.

Lesa meira