Nýr þáttur í hlaðvarpi Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar
Heilsu -og sálfræðiþjónustan heldur úti öflugu hlaðvarpi en að bakvið það stendur fagfólk hjá fyrirtækinu. Starfsmenn Heilsu og sálfræðiþjónustunnar hafa víðtæka reynslu, kunna vel til verka og fræða hlustendur um ýmis málefni sem tengjast heilbrigði.
Nú er 2. sería í hlaðvarpinu heilsaogsal.is farin af stað og í fyrsta þætti ræðir Elísabet Ýrr, fjölskyldufræðingur, um áskoranir í starfi sínu. Hún fer yfir hvað einkennir góð parasambönd, segir frá parasambandshúsnu og gefur pörum góð ráð til að vinna í og bæta sambandið.
https://open.spotify.com/episode/7AH0J8ZpPa6TrPukXA5bgO?si=b3f8711d54f54a29