Af hröfnum og Flókum - Spurningaþraut #7
Hér er spurt um allt milli himins og jarðar
Hér er spurt um allt milli himins og jarðar
Rauði krossinn við Eyjafjörð heldur kynningu á skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiði næsta miðvikudag kl. 16:30 í húsnæði sínu við Viðjulund 2 á Akureyri. Þar verður farið yfir hvað felst í þjónustu Frú Ragnheiðar og notkun á Naloxone nefúða verður kynnt, en nefúðinn getur veitt lífsbjargandi neyðaraðstoð við ofskömmtun.
Rauði krossinn á Íslandi rekur skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiður á þremur stöðum á landinu, á Höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum og á Akureyri. Frú Ragnheiður vinnur eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði sem gengur út á að takmarka skaðann og áhættuna sem getur fylgt vímuefnanotkun í æð og að bæta lífsgæði og heilsufar notenda, fremur en að reyna að fyrirbyggja notkunina sjálfa. Þannig má takmarka skaðann sem fylgir þessari notkun, bæði fyrir notendur og samfélagið í heild.
Líknarmiðstöð Sjúkrahússins á Akureyrar hefur formlega verið stofnuð og var af því tilefni efnt til fræðsludags um málefnið. Ein af áætlununum sem heilbrigðisráðuneyti gaf úr 2021 var að komið yrði á fót tveimur líknarmiðstöðum á landinu, á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri.Á SAk hefur verið farið í greiningarvinnu um stöðu líknarþjónustu innan stofnunarinnar og rýnt í það hlutverk sem stofnuninni er ætlað að veita út frá aðgerðaráætluninni.
Anna María Alfreðsdóttir endaði í 2 sæti í liðakeppni og 7 sæti í einstaklings keppni á Evrópubikarmóti ungmenna sem haldið var í Catez Slóveníu í síðustu viku.
Kári Páll Jónasson er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem stundað hefur almenningsíþróttir af miklu kappi, raunar mun lengur en þessi tvö hugtök; lýðheilsa og almenningsíþróttir rötuðu inn í almenna umræðu.
„Þetta verkefni hefur gengið dásamlega vel,“ segir María Pálsdóttir stjórnarmaður í Ferðamálafélagi Eyjafjarðarsveitar, en verklokum á stóru og miklu verkefni, smíði á risakúnni Eddu var fagnað hjá Beate Stormo eldsmið og bónda í Kristnesi. Fjölmenni mætti heim á hlað í Kristnesi og skoðaði gripinn sem um ókomin ár verður eitt af kennileitum Eyjafjarðarsveitar.
Jennýjarstofa var opnuð á Safnasafninu á Svalbarðsströnd í dag samhliða opnun á sumarsýningum safnsins.
Laust fyrir kl 16 í dag laugardag kom dráttarbáturinn Grettir sterki með flutningaskipið Wilson Skaw í drætti til Akureyrar frá Steingrímsfirði og var skipinu lagt að syðri bryggju í Krossanesi með aðstoð Grettis og dráttarbátsins Seifs.
Iðjuþjálfunarfræðideild Háskólans á Akureyri og Iðjuþjálfafélag Íslands hafa tekið höndum saman í að hvetja starfandi iðjuþjálfa til að taka bæði á móti nemendum í stuttar vettangsheimsóknir og bjóða fram vettvangsnámspláss í iðjuþjálfun – starfsrétttindanámi.
„Hátíðin í ár verður tileinkuð listakonunni Huldu og undurfallega Skjálfandaflóa. Una Stef mun loka hátíðinni með nýju samstarfsverkefni sínu sem ber heitið Huldumál – Ný íslensk sönglög við ljóð Huldu,“ segir Harpa ánægð með að Skjálfandi sé að snúa aftur.