Nýtt gagnaver atNorth var vígt að Hlíðarvöllum á Akureyri
Nýtt gagnaver atNorth var vígt að Hlíðarvöllum á Akureyri í gær, að viðstöddu lykilfólki sem kom að undirbúningi, framkvæmdum og fjármögnun verkefnisins. Bygging gagnaversins gekk vonum framar, en aðeins eru um 11 mánuðir frá því framkvæmdir hófust.
Fyrsti áfangi gagnaversins að Hlíðarvöllum er um 2.500 fermetrar í tveimur samtengdum byggingum og nemur kostnaður við framkvæmdina vel á þriðja milljarð króna. Fullbyggt verður gagnaverið í fimm byggingum, auk þess sem þrjár nýjar skrifstofu- og þjónustubyggingar verða á athafnasvæði atNorth