Fréttir

Nýtt gagnaver atNorth var vígt að Hlíðarvöllum á Akureyri

Nýtt gagnaver atNorth var vígt að Hlíðarvöllum á Akureyri í gær, að viðstöddu lykilfólki sem kom að undirbúningi,  framkvæmdum og fjármögnun verkefnisins. Bygging gagnaversins gekk vonum framar, en aðeins eru um 11 mánuðir frá því framkvæmdir hófust.

Fyrsti áfangi gagnaversins að Hlíðarvöllum er um 2.500 fermetrar í tveimur samtengdum byggingum og nemur kostnaður við framkvæmdina vel á þriðja milljarð króna. Fullbyggt verður gagnaverið í fimm byggingum, auk þess sem þrjár nýjar skrifstofu- og þjónustubyggingar verða á athafnasvæði atNorth

Lesa meira

Amtsbókasafnið ekki bara bækur

Það er óhætt að segja að starfsfólkið á Amtsbókasafninu á Akureyri sé fullkomlega ófeimið við að fara út fyrir hefðbundið starfssvið bókasafna og tekst þeim með því að auðga starfið mjög.

Lesa meira

Margvíslegt hlutverk bráðamóttöku SAk

Markmið bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri er að veita bestu mögulegu þjónustu hverju sinni. Öllum sem þangað leita er forgangsraðað samkvæmt ESI-kerfi (e. Emergency Severity Index). Markmiðið með forgangsflokkuninni er að meta ástand sjúklinga sem leita á bráðamóttöku fljótt og á kerfisbundinn hátt.

Lesa meira

Þórir Tryggvason heiðraður með gullmerki ÍBA á formannafundi ÍBA þann 8.júní 2023

Formannafundur ÍBA var haldinn í Teríunni í Íþróttahöllinni á Akureyri 8.júní 2023 þar sem saman komu formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaga ÍBA ásamt stjórn ÍBA, fulltrúum fræðslu- og lýðheilsuráðs og forstöðumanni íþróttamála á Akureyri. Við fengum til okkar nokkra góða gesti sem fræddu okkur um áhugaverð málefni og verkefni sem framundan eru og loks var Þórir Tryggvason ljósmyndari heiðraður fyrir hans óeigingjarna starf sem ljósmyndari í þágu íþrótta á svæðinu. 

Lesa meira

Rask en kemur okkur til góða

Á heimasíðu Norðurorku eru framkvæmdir sem nú standa yfir í  Löngumýri útskýrðar með einföldum og skýrum  hætti.  Niðurstaðan eftir lesturinn er,  jú rask en kemur okkur til góða.

Lesa meira

Villi Páls heiðraður af Landsbjörgu

Á aðalfundi björgunarsveitarinnar var Villa Páls veitt heiðursviðurkenning Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fyrir störf sín í þágu björgunarstarfa og slysavarna.

Lesa meira

Breytingaskeiðið – kvennaviðburður í Stórutjarnaskóla

Grein eftir Maríu Sigurðardóttur

Lesa meira

Fjórir gerðir að heiðursfélaga Þórs á 108 ára afmæli félagsins

Árni Óðinsson, Páll Jóhannesson, Þóroddur Hjaltalín og Þröstur Guðjónsson voru í gær allir sæmdir heiðursfélaganafnbót í Íþróttafélaginu Þór á samkomu í tilefni af 108 ára afmæli félagsins.

Lesa meira

Áslaug Ásgeirsdóttir er ötul við kjólasaum

Kjólar sem Áslaug Ásgeirsdóttir hefur saumað vöktu óskipta athygli á vorsýningu eldri borgara í Sölku, félagsmiðstöð í Víðilundi nýverið.  Áslaug á talsvert af kjólum sem hún hefur saumað, líklega á milli 30 og 40 og gengur í þeim við hin ýmsu tækifæri. Hún gerir gjarnan nýjan kjól til að klæðast áður en hún fer á tónleika.

Lesa meira

Kvennakórinn Embla flytur perlur frá barrokktímanum ásamt hljómsveit og einsöngvurum nk. laugardagskvöld

Laugardagskvöldið 10 .maí 2023 verður Stabat mater eftir Pergolesi og Gloria eftir Vivaldi flutt á tónleikum í Glerárkirkju.

Flytjendur eru Kvennakórinn Embla, Barrokksveit Akureyrar og einsöngvarar eru Helena Guðlaug Bjarnadóttir, Erla Dóra Vogler og Sigrún Hermannsdóttir.
Stjórnandi er Roar Kvam.

Lesa meira