Fréttir

Ríflega 200 nemendur útskrifaðir frá Sjúkraflutningaskóla Íslands

Alls voru 206 nemendur útskrifaðir frá Sjúkraflutningaskóla Íslands, eftir skólaárið 2022 til 2023. Athöfnin var haldin í Flugsafninu á Akureyri.

Lesa meira

Þróunarfélag Hríseyjar í burðarliðnum

Eins og komið hefur fram hér á heimasíðunni stendur til að stofna Þróunarfélag Hríseyjar. Til stóð að halda stofnfund í byrjun júní en því var frestað svo hægt væri að gefa tíma til þess að kynna félagið. Var því haldinn kynningarfundur þess í stað laugardaginn 3.júní.

Lesa meira

Sjúkraflutningaskólinn útskrifaði 206 nemendur

Útskrift Sjúkraflutningaskólans var haldin á Flugsafni Íslands á Akureyri föstudaginn 2. júní sl. 

Lesa meira

Batterísferð Rafhjólaklúbbsins í dag 14. júní

Rafhjólaklúbburinn er ört vaxandi félagsskapur fólks hér i bæ sem fer um víðan völl á raffjallahjólum sínum.  Þau stefna á ferð í dag eins  og fram kemur í tilkynningu frá félagsskapnum hér að neðan og í þeirri tilkynningu  koma fram ráð frá þeim um það hvernig gott sé að spara hleðsluna á  rafhlöðu hjólsins.   Ekki þarf að efast um að þessi ráð koma sér vel því margir eru að stíga sín fyrstu ástig á rafhjólum þessa dýrðardagana og öll ráð því gulls í gildi.

Lesa meira

Stærsti brautskráningarárgangur Háskólans á Akureyri frá upphafi

Í fyrsta skipti brautskráð úr fagnámi fyrir sjúkraliða

Lesa meira

Hafdís sigraði í Bláalónsþrautinni

Um helgina fór fram elsta og fjölmennasta fjallahjólakeppni landsins, Bláalónsþrautin. Keppnin fer þannig fram að ræst er í Hafnarfirði og hjólað eftir malarvegum að Bláalóninu um 60 km. leið.

Nokkrir norðlendingar voru  mættir á ráslínu og má þar helst  nefna Íþróttakonu Akureyrar, Hafdísi Sigurðardóttir úr HFA sem gerði sér lítið fyrir og sigraði í kvennaflokki með nokkrum yfirburðum á sínu fyrsta fjallahjólamóti. Það gerði hún þrátt fyrir að hafa þurft að laga sprungið dekk á leiðinni en 13 mínútur liðu þar til  næsti keppandi kom í mark.  

Lesa meira

Verið undirbúin fyrir flugtak

Það er fagnaðarefni að eitt af þeim málum sem varð að lögum á Alþingi Íslendinga í síðustu viku hafi verið frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um varaflugvallagjald. Í því felst að lagðar eru 200 krónur á flugfargjöld og munu þær renna til uppbyggingar varaflugvalla landsins. Alls er búist við því að gjaldið skili 1,3 milljörðum króna í ríkissjóð á næsta ári sem mun nýtast vel í brýna uppbyggingu flugvallanna á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík.

Lesa meira

Rætt við Hauk Svansson í hlaðvarpi um heilsu

Heilsa er flókið hugtak og í þættinum eru ýmsir fletir á hugtakinu ræddir

Lesa meira

Miklar framkvæmdir á og við Grenivík í sumar og næstu misseri

Miklar framkvæmdir eru í gangi á og við Grenivík.  Verður svo í sumar og líklega næstu misseri

Höfði Lodge vinnur nú að gerð hjólastíga í Höfðanum.  Stígagerð er unnin í samráði við sveitarfélagið og verða stígarnir opnir öllum þegar þeir verða tilbúnir.  Áfram verður unnið að stígagerð í fjöllum hér í kring þegar lokið verður við verkið í Höfðanum og gilda mun hið sama, stígar verða opnir almenningi þó Höfði Lodge muni nýta þá fyrir sína starfsemi.

Lesa meira

690 ár í kvenfélagi

Þrjú kvenfélög eru starfandi í Eyjafjarðarsveit og hittust konur innan þeirra á óformlegum en mjög skemmtilegum fundi nýverið. Þar röðuðu konur sér upp eftir því hvað þær höfðu starfað lengi í kvenfélagi. 

Stysti starfsaldur konu sem mætti var þrjú á en þær tvær sem lengst hafa starfað höfðu verið í kvenfélagi í 63 ár. Það voru þær Vilborg Guðrún Þórðardóttir og Guðrún Finnsdóttir, báðar í kvenfélaginu Öldunni. Auk Öldunnar starfa kvenfélögin Hjálpin og Iðunn í sveitarfélaginu

Lesa meira