Fréttir

Tækifæri fólgin í einstökum námsleiðum

„Ég veit ekki hvort allir gera sér grein fyrir tækifærinu sem felst í því að ljúka tveimur háskólagráðum á aðeins fjórum árum. Eftir að hafa lokið sjávarútvegsfræðinni var ekki spurning fyrir okkur að bæta viðskiptafræðinni við en það styrki stöðu okkar til muna,“ segir Telma Rós, sem starfar í dag sem fjármálasérfræðingur hjá PCC BakkiSilicon en Sæþór er innkaupastjóri hjá GPG Seafood.

Lesa meira

Öryggi á ferðamannastöðum verði bætt

Landsþing Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, sem haldið var á Akureyri skorar á stjórnvöld og fyrirtæki í ferðaþjónustu að taka höndum saman um aðgerðir til að bæta til muna öryggi á ferðamannastöðum.

Lesa meira

Skipsbjalla Harðbaks EA 3 komin til varðveislu á Akureyri, 44 árum eftir að skipið var selt í brotajárn

Útgerðarfélag Akureyringa keypti togarann Harðbak EA 3 frá Aberdeen í Skotlandi árið 1950. Á þessum tíma átti félagið fyrir tvo togara, Kaldbak EA 1 og Svalbak EA 2.

Lesa meira

Af hröfnum og Flókum - Spurningaþraut #7

Hvað getur þú svarað mörgum?

Lesa meira

Blóðbankinn óskar eftir innleggjendum

Nú er svo komið að Blóðbankanum  vantar  sárlega blóðgjafa og er rík ástæða til þess að taka undir með þeim bankastarfsmönnum þar og hvetja nú alla sem tök hafa á að  drífa sig  með innlegg sem fólk gengur með á sér. 

Innleggjendum er vel tekið í Blóðbankanum og  þennan banka viljum við ekki hafa innistæðulausan því  enginn veit hvenær hann eða einhver nákominn kann að hafa  þörf fyrir  innlegg þaðan.

 

Lesa meira

Smíðar likan af Stellunum

Á hádegi i dag var skrifað undir samning um smiði líkans af ,,Stellunum“ en svo voru Svalbakur  og Sléttbakur skuttogarar ÚA sem félagið festi kaup á frá Færeyjum  æði oft nefndir.  Í haust eru 50 ár liðin frá því að togararnir komu til nýrrar heimahafnar á Akureyri  og í tilefni þessara tímamóta  var sett á laggirnar söfnun  til að fjármagna smíði á líkani af skipunum.

Sigfús Ólafur Helgason forsvarsmaður söfnunarinnar  og  fyrrum sjómaður á skipum ÚA skrifaði undir samning um smíði líkansins við Elvar Þór Antonsson frá Dalvík.

Lesa meira

Á ábyrgð eigenda húsa að öryggismál séu i lagi

„Okkar tilfinning er sú að ástandið sé ekki verra en það var,“ segir Maron Berg Pétursson varaslökkviliðsstjóri hjá Slökkviliðinu á Akureyri um svonefnda óleyfisbúsetu á starfssvæði liðsins. Ástandið var kannað á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og í skýrslu sem kom út árið 2021 kom fram að um 80 manns á Norðurlandi eystra búi í ósamþykktu húsnæði.

Lesa meira

Ern eftir aldri og listamannaspjall í Listasafninu á Akureyri

Sunnudaginn 21. maí næstkomandi kl. 15 verður heimildarmynd Magnúsar Jónssonar, Ern eftir aldri, frá 1975, sýnd í Listasafninu á Akureyri.

Lesa meira

Fossar, lækir, unnir, ár

Það er góður siður að fagna tímamótum,   kannski sérstaklega afmælum og það er einmitt  kveikjan að tónleikum Hymnodíu sem fram fara í Listasafninu á Akureyri annað kvöld (miðvikudagskvöld) kl 20. 

Lesa meira

Kontiki býður vetrarferðir frá Zurich til Norðurlands

Svissneska ferðaskrifstofan Kontiki hefur ákveðið að bjóða upp á vetrarferðir til Norðurlands næsta vetur, í beinu flugi frá Zurich. Þetta er í fyrsta sinn sem ferðaskrifstofan býður ferðir beint til Norðurlands, en hún hefur töluverða reynslu af því að selja ferðir til Íslands allt árið um kring. Boðið verður upp á vikulegar ferðir í febrúar og mars á næsta ári og því ljóst að um töluverða innspýtingu er að ræða fyrir norðlenska vetrarferðaþjónustu yfir vetrartímann, sem er í takti við þær áherslur sem Markaðsstofa Norðurlands hefur unnið að á undanförnum árum.

Lesa meira