Alls 117 einstaklingar í einangrun á Norðurlandi eystra

Frá sýnatökubiðröð á Akureyri fyrr í vetur. Mynd/MÞÞ
Frá sýnatökubiðröð á Akureyri fyrr í vetur. Mynd/MÞÞ

Covid 19 smitum hefur fjölgað umtalsvert á Norðurlandi eystra en alls fjölgaði um 44 einstaklinga sem komnir eru í sóttkví eða einagrun eftir sýnatökur gærdagsins.

Hlutfallslega eru hafa flest smit greinst á Húsavík en þar eru nú 26 einstaklingar í einangrun og 19 í sóttkví. Það er fjölgun um 14 frá því í gær.

Lögreglan á Norðurlandi eystra hvetur fólk til að fara varlega og huga að sóttvörnum.

„Eins og öllum er ljóst þá hefur Covid stungið niður fæti með hastarlegum hætti þessa dagana. Hvetjum við alla til að gæta sín í samskiptum og forðast hópamyndanir og fylgja þeim sóttvarnarreglum sem eru í gildi.

Þá hvetjum við alla sem eru að veita einhverskonar þjónustu að vera með spritt og grímur eftir atvikum í boði eins og kostur er,“ segir í færslu á fjasbók lögreglunnar.

Nýjast