Chicago vann tvenn verðlaun á Grímunni og hlaut alls 7 tilnefningar!
Björgvin Franz Gíslason leikari var valinn söngvari ársins á Grímunni, íslensku sviðslistaverðlaununum, sem haldin var við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Verðlaunin hlaut Björgvin fyrir söng í hlutverki sínu sem Billy Flynn í söngleiknum Chicago, sem frumsýndur var í Samkomuhúsinu í byrjun árs og gekk fyrir fullu húsi fram á vor. Danshöfundurinn Lee Proud hlaut einnig verðlaun fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins fyrir Chicago.