Fréttir

Chicago vann tvenn verðlaun á Grímunni og hlaut alls 7 tilnefningar!

Björgvin Franz Gíslason leikari var valinn söngvari ársins á Grímunni, íslensku sviðslistaverðlaununum,  sem haldin var við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Verðlaunin hlaut Björgvin fyrir söng í hlutverki sínu sem Billy Flynn í söngleiknum Chicago, sem frumsýndur var í Samkomuhúsinu í byrjun árs og gekk fyrir fullu húsi fram á vor.  Danshöfundurinn Lee Proud hlaut einnig verðlaun fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins fyrir Chicago.

Lesa meira

Raflínur: Leit eftir því sammannlega og því einstaka

Arna G. Valsdóttir og Karl Guðmundsson bjóða gestum að ganga inn í myndbands innsetningu/lifandi málverk í Deiglunni. Í verkinu mætir rafmagnshjólastóll rafrænni myndsköpun og dansandi línum. Sýningin opnar 17.júní í Deiglunni á Akureyri og er viðburðurinn hluti af Listasumri á Akureyri.

Lesa meira

Rafbíllinn sparar kostnað

Búnaðarsamband Eyjafjarðar keypti fyrir mánuði síðan nýjan rafknúin bíl til nota fyrirAndra Má frjótækni sem fer víða um og er á ferðinni alla daga.

Lesa meira

Ferðamenn aðstoðaðir úr sjálfheldu á Hlíðarfjalli í Mývatnssveit

Fólkið hafði valið hefðbundna gönguleið á fjallið, en þegar þau voru komin nokkuð upp í fjallið, fóru þau út af leiðinni og stefndu undir klettabelti sem þau töldu færa leið

Lesa meira

Aðgengi barna að íþróttastarfi- Stuðningur í skólakerfinu en enginn í tómstundum

„Það er mikið kappsmál að halda þeim krökkum sem eiga við fjölþættan vanda í virkni, en þá þurfa þau líka á stuðningi að halda og sömuleiðis íþróttafélögin,“ segir Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Lesa meira

Eldra fólk – stefna til framtíðar

Á nýliðnu þingi var samþykkt þingsályktunartillaga um aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk til fjögurra ára, árin 2023-2027. Áætlunin hefur fengið nafnið Gott að eldastog er á ábyrgð heilbrigðisráðuneytis og félags- og vinnumarkaðsráðuneytis. Tilgangurinn með áætluninni er að tryggja eldra fólki þjónustu við hæfi, hvort sem um ræðir heimaþjónustu á vegum sveitarfélaga eða heilbrigðisþjónustu. Markmiðið er að þjónustan sé veitt þegar hennar er þörf, á forsendum fólksins sjálfs og á réttu þjónustustigi. Á tímabilinu verður farið í þróunarverkefni og prófanir semkoma til með að nýtast til ákvarðanatöku um þjónustu við eldra fólk til framtíðar. Nú þegar hafa ráðuneytin auglýst eftir samstarfi við sveitarfélög og heilbrigðisstofnanir sem vilja vinna að þróunarverkefnum um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum

Lesa meira

Umsóknum fjölgaði um 11% á milli ára

Umsóknarfrestur um nám við Háskólann á Akureyri rann út mánudaginn 5. júní síðastliðinn. Samtals barst 1.891 umsókn, sem er 11% fjölgun umsókna frá því í fyrra. Flestar umsóknir í grunnnám bárust í viðskiptafræði eða 261.

Lesa meira

Kýrin Edda flytur í Sólgarð

Framkvæmdaráð Eyjafjarðarsveitar lagði á dögunum til við sveitarstjórn að sótt verði um heimild hjá Ríkiseignum til að staðsetja listaverkið Eddu við Sólgarð.

Lesa meira

Hringferð um Gjögraskaga - leiðarlýsing

Bókaútgáfan Hólar var að gefa út bókina HRINGFERÐ UM GJÖGRASKAGA, eftir Björn Ingólfsson á Grenivík. Hér er á ferðinni traustur og skemmtilegur leiðarvísir gönguleiðarinnar um Fjörður og Látraströnd á Gjögraskaga. 

Lesa meira

Dysnes hentug staðsetning fyrir líforkugarða

Starfsfólk SSNE og Vistorku hafa unnið ötullega að undirbúningi fyrsta fasa líforkuvers undanfarna mánuði með stuðningi Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og voru niðurstöður þeirrar vinnu kynntar á Teams-fundi með sveitarstjórnarfólki þann 9. júní síðastliðinn. 

Lesa meira