Fréttir

Opnun ársins í Menningarhúsi í Sigurhæðum á Akureyri

Dagskrá opnunarinnar hefst klukkan 13 með ávarpi Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns

Lesa meira

Ófremdarástand á leigumarkaði á Akureyri

Algert ófremdarástand ríkir á leigumarkaði á Akureyri um þessar. Mikil eftirspurn er eftir íbúðum en framboðið lítið sem leiðir til þess að verð hefur hækkað umtalsvert að undanförnu. Fasteignasalar fá fjölda fyrirspurna frá fólki og einnig opinberum aðilum, ríki og bæ sem leita eftir íbúðum m.a. fyrir flóttafólk.

Lesa meira

Ár frá sveitarstjórnarkosningum

Hjálmar Bogi Hafliðason forseti sveitarstjórnar Norðurþings skrifar

Lesa meira

Akureyri - 500. rampurinn vígður

500. rampurinn í átakinu ,,Römpum upp Ísland“ var vígður í dag á Akureyri.  Það hefur væntanlega ekki farið framhjá bæjarbúum að sl. viku eða svo hafa staðið yfir framkvæmdir út um allan bæ við að gera rampa og nú var komið að því að víga þann númer 500. 

Lesa meira

Kröfuganga við Borgarhólsskóla á Húsavík

Í þessari viku heimsótti listasmiðjan Barnabærinn 4.bekk í Borgarhólsskóla og unnu í samstarfi við þau hugmyndir krakkanna um hvernig Húsavík yrði ef krakkarnir réðu þar öllu!

Lesa meira

Úti er ævintýri Þorvaldur Lúðvik Sigurjónsson skrifar

Þorvaldur Lúðvik Sigurjónsson birtir eftirfarandi pistil á Facebókarvegg sínum nú í kvöld.  Vefurinn fékk góðfúslegt leyfi hjá höfundi fyrir birtingu þessara skrifa.

Lesa meira

Niceair í greiðsluþrot

Stjórn Niceair sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu rétt í þessu

Lesa meira

Golfklúbbur Akureyrar tekur við rekstri golfvallarins á Siglufirði

Á dögunum var undirritaður samningur milli Golfklúbbs Akureyrar og Siglo Golf um rekstur golfvallarins á Siglufirði. Golfklúbbur Akureyrar mun reka golfvöllinn eins og hér segir og mun hann vera einn af völlum félagsins. Samið hefur verið við Barðsmenn ehf um daglega umhirðu vallarins svo sem slátt og þess háttar. Barðsmenn munu einnig sjá um rekstur golfskálans og taka þar vel á móti gestum vallarins. 

Lesa meira

Föstudagsfréttir frá Hrísey

Þá er tuttugustu viku ársins 2023 að ljúka hér í Hrísey.

Veður hefur verið með besta móti hjá okkur og hefur sést til eyjaskeggja á ferð með slátturvélar í görðum. Gróður virðist almennt koma vel undan vetri og eyjan að verða alveg fagur græn. Hreiður má finna á ólíklegustu stöðum, bæði hér í byggð og uppi á ey, svo við minnum enn á að fara varlega á ferðum okkar. Hrísey er þekkt fyrir mikið og spakt fuglalíf. 

Lesa meira

Æskunni og hestinum í Léttishöllinni: Fjölbreytt og skemmileg atriði frá flottum krökkum

Ungir hestamenn frá fjórum hestamannafélögum tóku þátt í sýningunni Æskan og hesturinn sem haldin var í Léttishöllinni á Akureyri að þessu sinni. Vel tókst til og gleðin skein úr hverju andliti. Þátttökufélög voru Léttir, Akureyri, Skagfirðingur í Skagafirði, Hringur á Dalvík og Neisti á Blönduósi.

Lesa meira