Fréttir

Sögufélag Eyfirðinga Fjölbreytt efni í nýju riti Súlna

 Rit Sögufélags Eyfirðinga, Súlur, er komið út og færir fjölbreytt efni að venju. Kristín Aðalsteinsdóttir ræðir við listakonuna Rósu Kristínu Júlíusdóttur, Jón Ingi Cæsarsson rifjar upp Oddeyri æsku sinnar og hinn kunni hestamaður og söngvari, Þór Sigurðsson, fer með okkur um fjallgarðinn mikla sem skilur að Eyjafjörð og Fnjóskadal.

Lesa meira

Nemendur Hríseyjarskóla heimsóttu hollensku eyjuna Vlieland

Nemendur í 6. – 10. bekk Hríseyjarskóla hafa undanfarin 3 ár tekið þátt í Erasmus+ verkefninu Islands Schools ásamt Háskólanum á Akureyri og öðrum menntastofnunum í Hollandi, Grikklandi, Skotlandi og á Spáni. Tilgangur verkefnisins er að tengja litla eyjaskóla um alla Evrópu saman og finna í sameiningu leiðir til nýsköpunar og leitað lausna á vandamálum eyjasamfélaga og skapa um leið spennandi námstækifæri. Hríseyjarskóli hefur unnið náið með grunnskólanum De Jutter sem er á hollensku eyjunni Vlieland, á síðasta skólaári voru unnin verkefni um plastefni í hafi og komu hollensku nemendurnir ásamt kennurum sínum í heimsókn til Hríseyjar í maí 2022. Núna í mars hófst 8 vikna samvinna milli skólanna og var sjálfbær ferðaþjónusta tekin fyrir og hafa nemendur fræðst um sjálfbærni og unnið fjölbreytt verkefni með hollenska skólanum. Hápunktur verkefnisins var svo þegar Hríseyjarskóli heimsótti hollenska skólann 8.-10. maí sem var jafnframt lokaáfangi verkefnisins hvað nemendur varðar. Í framhaldinu munu háskólarnir fimm funda og taka saman helstu niðurstöður og útbúa heimasíðu þar sem aðrir fámennir eyjaskólar allstaðar í heiminum geta parað sig saman og unnið verkefnin sem við tilraunaskólarnir 5 erum búin að prófa.

Lesa meira

VMA - Vélstjórnarnemar gera upp 50 ára mótor úr Bangsa

Eins  og sagt var frá í janúar sl.tóku vélstjórnarnemar á sjöttu önn og Jóhann Björgvinsson, kennari þeirra, að sér það verðuga verkefni að gera upp mótorinn í Bangsa - hinum hálfrar aldar gamla og sögulega snjóbíl í eigu Sigurðar Baldurssonar á Akureyri, og freista þess að fá hann til þess að ganga á ný. Bangsi hefur staðið óhreyfður í mörg ár en Sigurður eigandi hans er kominn á fullt við að gera hann upp og endurnýja. Einn af mikilvægustu þáttum í uppgerð Bangsa er vitaskuld vélin og þar kom til kasta vélstjórnarnema og Jóhanns kennara í áfanganum Viðhald véla.

Lesa meira

„Nemendurnir hafa svo sannarlega auðgað mitt líf“

Nemendur útskrifast af heilsunuddbraut Framhaldsskólans á Húsavík

Lesa meira

Beate Stormo eldsmiður og bóndi í Kristnesi Hrærð yfir jákvæðum viðbrögðum

„Það er góð tilfinning að hafa lokið þessu verki,“ segir Beate Stormo eldsmiður og bóndi í Kristnesi í Eyjafjarðarsveit, en hefur undanfarin tvö ár verið önnum kafin við að smíða risakúnna Eddu, sem verður nýtt kennileiti í sveitinni sem er eitt helsta framleiðsluhérað mjólkur hér á landi. Kýrin er 3 metrar á hæð, 5 á lengd og 140 á breiddina.

Beate segir að verkið hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð og hún sé hrærð yfir því hve fólk hafi tekið verkinu vel og hrósað smíðinni. „Kýr eru fallegar skepnur, hver og ein hefur sinn karakter og þær eiga líka langa sögu með mannfólkinu, nánast frá upphafi vega og eiga líka sínar sterku rætur í norrænni goðafræði. Það er því svolítið leiðinlegt hvað margir eru farnir að níða kúnna niður. Mitt mat er að kýrin sé stórbrotin skepna og ég vildi umfram allt skapa fallega kú.“

Lesa meira

Varaformaður Byggiðnar um smíðakennslu í Oddeyrarskóla Skapandi greinar lenda oft utangarðs í skólakerfinu

„Það er forkastanlegt en því miður alltof algengt að handverks- og listgreinar lendi utangarðs í skólakerfinu,“ segir Heimir Kristinsson varaformaður Byggiðnar, félags byggingarmanna.

Tilefnið er sú hugmynd að nýta smíðastofa í Oddeyrarskóla undir leikskóladeild til að mæta brýnni þörf fyrir leikskólapláss á Akureyri. Gert er ráð fyrir að ný leikskóladeild verði opnuð í endurbættri smíðastofu Oddeyrarskóla síðsumars.

Lesa meira

Gul viðvörun vegna veðurs!

Veðurstofa íslands hefur gefið út viðvörun vegna veðurs sunnudag  og mánudag og má segja hreint út að framundan sé hreint skítaveður sem gengur ekki niður fyrr en sinni hluta mánudagsins.

Lesa meira

Þankar gamals Eyrarpúka

Sjálfsbjargarviðleitni var í hávegum höfð hjá okkur strákunum á Eyrinni um miðja síðustu öld. Við biðum ekki eftir því að bálkestir yrðu hlaðnir fyrir gamlárskvöld heldur hlóðum þá sjálfir, við biðum ekki eftir að fá vopn og verjur að gjöf heldur smíðuðum þau sjálfir og við biðum heldur ekki eftir að bærinn opnaði fótboltavelli handa okkur en gerðum þá sjálfir.

Lesa meira

Velferðarráð Sjá fram á skerðingu á þjónustu í sumar því ekki fæst starfsfólk

Velferðarráð hefur þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem er komin upp varðandi mönnunarvanda stuðningsþjónustu Akureyrarbæjar og sér fram á skerðingu á þjónustu í sumar vegna þess. 

Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður velferðarráðs segir að ekki hafi gengið vel að ráða fólk í sumarafleysingu á velferðarsviðið og enn vanti þar nokkur stöðugildi til að unnt verði að halda uppi fullnægjandi þjónustu í sumar.

Lesa meira

„Við hlökkum til að tengjast, kynnast og læra“

-Segir Huld Hafliðadóttir, forstöðukona STEM Húsavík sem fagnar ársafmæli verkefnisins með áfangasigri

Lesa meira