Fréttir

Þakkir til starfsfólksins á Hlíð frá Kidda Gunn

Enn einu sinni varð höfundur þessa pistils vitni að ótrúlegri manngæsku og fórnfýsi starfsfólks í heilbrigðisgeiranum á Norðurlandi.   Í þetta sinn var það starfsfólk Öldrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri sem skaraði fram úr og svo hressilega að ég hefði ekki trúað því að óreyndu.

Lesa meira

Afl til allra átta

Margs konar tækifæri og áskoranir fylgja aukinni ferðaþjónustu. Áherslur hafa breyst og uppbygging hefur á sér ýmsar myndir líkt og fjölbreytt verkefni hringinn í kringum landið bera með sér. Við getum nú skoðað fleiri minjar, höfum aðgengi að nýjum stöðum og aðkoma að dýrmætum náttúruperlum hefur bæst til muna. Ásamt þessu hefur aðstaða fyrir gesti aldrei verið betri.

Lesa meira

Vinnukvöld í Vaðlaskógi

Á morgun, fimmtudag, verður Skógræktarfélag Eyfirðinga með vinnudag í Vaðlaskógi gegnt Akureyri þar sem félagar eru boðnir velkomnir til að leggja sitt af mörkum til að fegra skóginn.  Hreinsað verður til við nýja stíginn gegnum skóginn sem liggur frá Skógarböðunum og norður, allt að Vaðlaheiðargöngum.

Lesa meira

Góður heyfengur eftir sumarið

„Heilt yfir hefur heyskapur gengið vel hér á svæðinu og heyfengur eftir sumarið er góður,“ segir Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar.

„Hlýindunum var nú ekki fyrir að fara í júlí,“ segir Sigurgeir en veðurfar í þeim mánuði var ekki upp á það besta, mánuðurinn frekar kaldur, en hann segir flesta bændur hafa lokið fyrri slætti þegar halla fór undan fæti og kuldatíð gekk í garð.  „Sumir eru búnir að slá tvisvar og bíða eftir að slá þriðja sinni, en á einstaka bæjum þarf að slá hluta af túnum þrisvar, sprettan er svo mikil,“ bætir hann við en slíkt eigi einkum við um bæi frammi í Eyjafirði.

Lesa meira

Grunnskólar verða settir í næstu viku

Grunnskólar Akureyrarbæjar verða settir þriðjudaginn 22. ágúst, en alls eru 2.561 barn  skráð í grunnskóla bæjarins nú í upphafi skólaárs.

Lesa meira

Unnið að tillögu um 6 gjaldskrárlausa tíma í leikskólum

Unnið er að tillögum um að bjóða upp á frá og með næstu áramótum 6 klukkutíma, frá 8 til 14 gjaldfrjálsa á leikskólum á Akureyri. Gjaldskrá verður tekjutengd.

 

Lesa meira

Verður í meðallagi gott berjaár

„Það vantar svona á að giska viku upp á, þá verða berin tilbúin,“ segir Nataya Sripasong  ötul berjatínslukona sem hefur þegar farið um móana í nágrenni Akureyrar til að skoða berjasprettuna.

„Mér sýnist að þetta muni verða í meðallagi gott ár, ég hef oft séð meira af berjum en líka stundum minna,“ segir hún. Fyrstu berin eru þegar komin í hús og þau hefur hún fundið í kringum Þelamörk. „Víðast hvar eru berin ekki alveg fullþroskuð og ekki nægilega góð, það er enn talsvert mikið um grænjaxla sem þurfa nokkra daga til víðbótar.“

Lesa meira

Jarðlokar taka við af hitaveitubrunnum

Starfsfólk Norðurorku hefur smám saman verið að fjarlæga og þar með fækka hitaveitubrunnum á Akureyri. Nýverið varð einum færra í bænum þegar fjarlægður var einn slíkur brunnur við Langholt.  Framkvæmdir við gatnagerð eru nú í gangi á svæðinu á vegum Akureyrarbæjar og því voru samlegðaráhrif falin í því að fjarlægja gamla hitaveitubrunninn á sama tíma.

Það að fjarlægja hitaveitubrunn er stórt og tímafrekt verk sem krefst þess meðal annars að vatn sé tekið af ákveðnum svæðum á meðan vinna stendur yfir. Í hitaveitukerfi Norðurorku er töluverður fjöldi af gömlum hitaveitubrunnum, en eitt af stóru viðhaldsverkefnum fyrirtækisins er að fjarlægja þessa brunna úr kerfinu og bæta þannig afhendingaröryggi, vinnuaðstæður og öryggi starfsfólks segir í frétt á vef Norðurorku.

Umræddir hitaveitubrunnar eru steinsteypt jarðhýsi þar sem ýmsar tengingar lagna koma saman. Með breyttri tækni og fjölbreyttari efnum eru þessir brunnar orðnir úreltir og gera langtímaáætlanir Norðurorku ráð fyrir því að brunnarnir verði lagðir af með tíð og tíma. Í stað hitaveitubrunns eru settir jarðvegslokar sem gera það að verkum að starfsfólk þarf ekki lengur að fara ofan í hættulegan brunninn til að skrúfa fyrir loka komi upp bilanir á aðliggjandi lögnum eða ef tengja þarf ný hús inn á þær. 

Lesa meira

Aldrei fleiri gistinætur á hótelum í júní á Norðurlandi

Aldrei hafa skráðar gistinætur á hótelum verið fleiri í júní á Norðurlandi en á þessu ári. Alls voru þær 54.236, sem er 8% fjölgun frá síðasta ári. Nýting hótelherbergja hefur ekki verið betri og helst stöðug á milli ára sem er sérstaklega jákvætt í ljós þess að hótelum fjölgaði um tvö og herbergjum um 71.  Þróunin í nýtingu herbergja í þessum mánuðum hefur verið á uppleið síðustu ár, ef frá eru talin árin 2020 og 2021 vegna heimsfaraldurs, og ljóst er að tækifærin til að gera enn betur eru til staðar.

Þegar tölur fyrir maí mánuð eru skoðaðar sést að sumartímabilið er að lengjast, sem er afar jákvætt. Skráðum gistinóttum fjölgaði um 27% frá síðasta ári og voru samtals 39.883 talsins. Eins og sést hér að neðan er fjölgunin veruleg frá því sem var fyrir heimsfaraldur og það sama má segja um júnímánuð.

Sem fyrr segir er þessi aukning í maí-mánuði jákvæð með tilliti til þess markmiðs ferðaþjónustunnar á Norðurlandi að jafna árstíðarsveifluna eins og kostur er. Vísbendingar eru um að sumartímabilið sé einnig að teygja sig lengra inn í september og október, sé miðað við síðasta ár og góða bókunarstöðu á þessu ári, samkvæmt upplýsingum frá samstarfsfyrirtækjum MN.

Lesa meira

Hátt í 7000 manns skoðuðu fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík s.l. laugardag

Fiskidagurinn mikli fór fram s.l laugardag  á Dalvík og að venju með miklum glæsibrag.  Þetta var  í tuttugasta sinn og er áætlað að nokkuð á fjórða tug þúsunda hafi heimsótt Dalvík þessa helgi.  Samherji sem ætíð hefur  stutt vel við bakið á Fiskideginum mikla fagnar á þessu ári fjörtíu ára afmæli og þar á bæ gripu menn tækifærið og opnuðu fiskvinnsluhúsið nýja fyrir gestum og gangandi.    Óhætt er að segja að áhugi fyrir því að skoða húsið  hafi verið mikill því hátt í 7000 manns litu við.

Á heimasíðu Samherja segir frá þessu: 

,,Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir að afar ánægjulegt hafi verið að sýna húsið á þessum degi.  Stemningin á Dalvík er einstök á Fiskideginum mikla, samstaða íbúanna er mikil og hlýhugur og gleði allsráðandi. Í mínum huga undirstrikar hátíðin með skýrum hætti að Dalvíkingar eru stoltir af því að sjávarútvegur er helsta atvinnugreinin, enda eru þeir sjómenn og fiskvinnslufólk í fremstu röð.

Samherji er stór vinnuveitandi í sveitarfélaginu og við bjóðum gestum hátíðarinnar að smakka afurðir okkar með mikilli ánægju og stolti.
Ég þakka þeim sem sjá um framkvæmd hátíðarinnar kærlega fyrir einstaklega farsæla samvinnu í gegnum árin en fyrst og fremst er Fiskidagurinn mikli risastórt heimboð íbúanna og þökkum við Dalvíkingum fyrir óviðjafnanlegar móttökur."

Lesa meira