Áform um uppbyggingu ríflega 130 íbúða á vegum Búfestis við Þursaholt eru í uppnámi vegna nýrra lánaskilyrða Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS. Hluta íbúðanna átti að reisa í samvinnu við Félag eldri borgara á Akureyri. Með nýjum lánaviðmiðum HMS er ljóst að bróðurpartur félagsmanna, tveir þriðju hlutar, falla ekki undir núverandi tekju- og eignamörk. Mikil óánægja er meðal félagsmanna með þetta útspil HMS. Búfesti er í biðstöðu með framkvæmdir á svæðinu og er þess freistað á HMS til að breyta nýju lánaskilyrðunum.
“Okkur þykir þetta mjög miður,” segir Karl Erlendsson formaður Félags eldri borgara á Akureyri. Unnið er að því á vegum félagsins að fá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til að endurskoða afstöðu sína til verkefnisins, enda segir hann að það sér grundvallaratriði að hagstæðar íbúðir séu í boði fyrir alla félagsmenn, en ekki bara suma.
Félagið hefur í góðri samvinnu við Búfesti unnið að verkefninu við Þursaholt og tekið þátt í hönnun íbúðanna með sérstöku tilliti til þarfa eldra fólks. Búfesti er óhagnaðardrifið húsnæðissamvinnufélaga sem á og rekur um 260 íbúðir á Akureyri og Húsavík. Hefur búsetum verið gert mögulegt að eiga 10 til 30% eignarhlut í íbúðunum.