Fréttir

Bæjarráð Akureyrar - Hótel á Jaðarsvelli auglýsing lóðar

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í gær 17. janúar lið 22 í fundargerð skipulagsráðs frá 10 jan. s.l. en þar var lögð fram tillaga að útboði og úthlutunarskilmálum vegna hótellóðar á Jaðarsvelli

Þórhallur Jónsson varaformaður skipulagsráðs fagnar  þessari samþykkt á Facebook.  ,,Stór dagur á miðvikudaginn þegar Skipulagsráð samþykkti að auglýsa 150 herbergja hótel lóð við Golfskálann á Jaðri, en áður var Akureyrarbær búinn að gera uppbyggingasamning við Golfklúbinn um uppbyggingu heilsársaðstöðu fyrir æfingar og afþreyingu. Góðir hlutir gerast hægt en þetta er eitt af þeim málum sem við Sjálfstæðismenn settum á dagskrá fyrir sl. bæjarstjórnar kosningar og er nú að raungerast, svo er bara að sjá hvort að það sé áhugi hjá fjárfestum að fara í þessa framkvæmd eins og vaxtastigið og verðbólgan er núna.

Þegar ég viðraði hugmyndina fyrir að verða 2 árum síðan þá höfðu allnokkrir samband við mig og skipulagssvið Akureyrarbæjar og lýstu yfir áhuga. En nú er tækifærið og verður lóðin auglýst á næstu dögum“  skrifar Þórhallur.

 

Lesa meira

FVSA - Samtök atvinnulífsins hafna nálgun Breiðfylkingar um Þjóðarsátt

Á heimasíðu FVSA er  að finna í dag  yfirlýsingu  frá fjölmennustu stéttarfélögum og landssamböndum sem  á almennum vinnumarkaði eru um stöðuna sem nú er uppi i viðræðum um nýjan kjarasamning.

Lesa meira

Magnað - Tæp hálf öld á milli aðstoðardómara!

Í frétt á vef Knattspyrnusambands Íslands er að finna þessa skemmtilegu frétt.   

,,Í leik á Kjarnafæðismótinu í knattspyrnu nú á dögunum var heldur betur áhugavert dómarateymi að störfum.

Lesa meira

GJALDTÖKU Á BÍLASTÆÐUM INNANLANDSFLUGVALLA FRESTAÐ

Stjórnendur og stjórn Isavia Innanlandsflugvalla hafa ákveðið að fresta gjaldtöku á bílastæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum þar til síðar á þessu ári

Lesa meira

Gaukshreiðrið í Freyvangsleikhúsinu: Góð blanda af hlátri og gráti og öllu þar á milli

Æfingar eru hafnar á Gaukshreiðrinu hjá Freyvangsleikhúsinu og stefnt á frumsýningu 16. febrúar næstkomandi. 

Lesa meira

Óánægja með einu stóru matvöruverslunina á Húsavík

Miklar umræður urðu um verslun og þjónustu á félagssvæðinu á aðalfundi Deildar verslunar- og skrifstofufólks Framsýnar. Óánægju gætir með einu stóru matvörubúðina á Húsavík sem Samkaup reka.

Lesa meira

Freydís og Jakob íþróttafólk ársins hjá Skautafélagi Akureyrar

Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir og Jakob Ernfelt Jóhannesson voru valin íþróttafólk Skautafélags Akureyrar fyrir árið 2023

Lesa meira

„Skapar tækifæri til að nýta innviði í ferðaþjónustu lengur“

-segir Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra

Lesa meira

Mikil gróska í nýsköpun fyrir norðan

Masterclass í frumkvöðlakeppni Gulleggsins fer fram um komandi helgi.Boðið verður upp á opna vinnusmiðju bæði í Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri

Lesa meira

Líkur á talsverðri svifryksmengun á Akureyri í dag

 Búast má við að svifryksmengun á Akureyri fari hækkandi í dag og gæti farið yfir heilsuverndarmörk. Spáð er auknum vindi og úrkomu á morgun sem ætti að draga úr svifryksmengun.

Lesa meira