Freydís og Jakob íþróttafólk ársins hjá Skautafélagi Akureyrar

Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir og Jakob Ernfelt Jóhannesson voru valin íþróttafólk Skautafélags …
Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir og Jakob Ernfelt Jóhannesson voru valin íþróttafólk Skautafélags Akureyrar fyrir árið 2023.

Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir og Jakob Ernfelt Jóhannesson voru valin íþróttafólk Skautafélags Akureyrar fyrir árið 2023 og voru þau heiðruð í gærkvöld í nýjum félagssal Skautafélagsins. Freydís var einnig valin skautakona ársins hjá listskautadeild SA á dögunum og Jakob íshokkímaður íshokkídeildar SA árið 2023. Bæði tvö eru tilnefnd af Skautafélagi Akureyrar til Íþróttafólks Akureyrar.

Freydís var stiga hæst skautara hjá listskautadeild SA árið 2023 en hún vann til silfurverðlauna á Íslandsmeistaramótinu 2023. Á erlendri grundu keppti hún á  Eyof (European Youth festival) sem fram fór í Friouli á Ítalíu þar sem hún hafnaði hún í 27. sæti og í haust tók hún þátt á Diamond Spin í Katowice í Póllandi fyrir Íslandshönd þar hafnaði hún í 15.sæti.

Jakob  spilaði stórt hlutverk í liði SA Víkinga sem urðu deildarmeistarar á árinu og náðu þeim eftirtektarverða árangri að vinna alla nema einn leik á tímabilinu. Jakob var lykilmaður í þessum árangri en hann var með marvörslu upp á 94.5 % á tímabilinu sem er eitt hæsta hlutfall markvörslu sem nokkur markvörður hefur náð frá upphafi deildarkeppninnar á Íslandi. Jakob spilaði 4 landsleiki með íslenska landsliðinu á HM á Spáni og átti stóran þátt í frábærum sigri Íslands á Ástralíu þar sem hann var valinn maður leiksins. Jakob er með hæstu markvörsluprósentu allra markvarða í deildinni á núverandi tímabili og lið SA Víkinga ósigrað, liðið hefur einfaldlega ekki tapað deildarleik með Jakob í markinu á öllu árinu 2023.

Nýjast