Fréttir

Hafdís Sigurðardóttir HFA tvöfaldur Íslandsmeistari um helgina.

Hafdís Sigurðardóttir afrekskona í hjólreiðum,  margfaldur Íslandsmeistari og Íþróttakona Akureyrar 2022, gerir það svo sannarlega ekki endasleppt.

Lesa meira

Mikilvægt að fjölga leiguíbúðum

„Mikilvægt er að fjölga félagslegum leiguíbúðum á viðráðanlegu verði þar sem töluverður fjöldi er á biðlista,“ segir í bókun frá fulltrúum S-V- B og F lista í Velferðarráði en þar vísuðu þeir í lista frá síðustu áramótum. Á fundi ráðsins var lagt fram til kynningar minniblað frá því í byrjun júní með stöðu leiguíbúða Akureyrarbæjar, útleigu á árinu og biðlista eftir húsnæði.

“Biðtími er óásættanlegur og mikilvægt er að gert verði ráð fyrir fjármagni í uppbyggingu á félagslega húsnæðiskerfi Akureyrarbæjar í næstu fjárhagsáætlun. Enda væri það í samræmi við þær áherslur sem þegar hafa verið settar fram í húsnæðisáætlun sem nýlega var samþykkt í bæjarstjórn,“ segir enn fremur.

Lesa meira

Skjálfandaflói fullur af hval og stefnir í gott sumar

Vertíð ferðaþjónustunnar á Húsavík fer vel af stað

Lesa meira

Litli Leyningshóladagurinn er á morgun sunnudag

Skógræktarfélög á Íslandi standa fyrir viðburðum nú um helgina undir merkjum Líf í lundi . Beggi og Billa munu leiða skógar/pöddugöngu þar sem skordýragildra verður vitjað og flottasti lerkiteigur Eyjafjarðar skoðaður.

Lesa meira

Fallið frá viðbyggingu við íþróttahöllina fyrir Frístund

Bygging nýs húsnæðis undir Frístund og félagsmiðstöð á Húsavík er nú í uppnámi en áform um að byggja nýtt húsnæði við Íþróttahöllina hafa verið slegin út af borðinu eftir athugasemdir frá aðstandendum arkítekts

Lesa meira

Framkvæmdir við flughlað og flugstöð á Akureyrarflugvelli ganga vel.

Malbikun nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli hófst í þessari viku og er búist við verkið standi yfir næstu þrjár vikur. Nýja flughlaðið er 32 þúsund fermetrar. 

Lesa meira

Hlökkum til sumarsins með góðri viðbót við okkar starfsemi -segir Haraldur Þór Egilsson safnstjóri

„Við hlökkum til sumarsins með þessari góðu viðbót við okkar starfsemi,“ segir Haraldur Þór Egilsson safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri en samkomulag hefur verið gert milli safnsins og Eyjafjarðarsveitar um að Minjasafnið taki að sér rekstur Smámunasafnsins sem staðsett er í Sólgarði. Gildir samningurinn út þetta ár. Smámunasafnið verður opnað í dag, fimmtudaginn 22. júní og verður opið í sumar fram til 20. ágúst frá miðvikudegi til sunnudags frá kl. 13 til 17.

Lesa meira

Samþykkja framtíðarsýn fyrir skíðasvæði Húsvíkinga

Helena Eydís Ingólsfsdóttir, D-lista sagði að koma þurfi þessu máli áfram núna þegar hönnun liggi fyrir þannig að það komist í farveg

Lesa meira

Norðurþing hækkar laun í Vinnuskólanum

Laun ungmenna í Vinnuskóla Norðurþings hækka um 9% á milli ára í takt við almennar launahækkanir starfsmanna sveitarfélaga 

Lesa meira

Föstudagsfréttir úr Hrísey

Gróðurinn í Hrísey fagnaði þessa vikuna þó mannfólk og dýr gerðu það kannski ekki. Við erum jú mishrifin af bleytu.

Við vorum harkalega minnt á það að við búum á Íslandi í byrjun viku þar sem hiti fór undir 10 gráðurnar og himnarnir grétu. Nú þegar styttir upp og sólin fer aftur að skína má gera ráð fyrir röð við bensíndæluna og örlitlum hávaða í þorpinu því nú þurfa allir út að slá sprettuna sem rigningunni fylgdi.

Lesa meira