Fréttir

Götuhornið- Um upplysingalæsi landans og meira

Ég get ekki stillt mig um að reyna að fá að nota Götuhornið ykkar til að vekja athygli á fjölmiðlafræði sem áhugaverðu námsvali. Ég held að fólk átti sig ekki á því hve mikil framtíð er í fréttamennsku á Íslandi.

Lesa meira

Um 2000 manns sóttu fjölbreytt helgihald jóla og aðventu í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli

Í kringum 1500 manns komu í Akureyrarkirkju, um 400 sóttu þjónustu í kirkjunum frammí firði og aðrir á viðburðum hér og þar á svæðinu. Samtals sóttu 5336 viðburði, þjónustu og starf í prestakallinu í desember þannig að næg voru verkefnin hjá prestum og starfsfólki Akureyrarkirkju.

Lesa meira

Verkmenntaskólinn á Akureyri 40 ára á þessu ári

Liðin verða 40 ára frá því kennsla hófst í Verkmenntaskólanum á Akureyri nú í ár, en kennsla hófst fyrst við skólann haustið 1984. Þess verður minnst með ýmsum hætti á afmælisárinu og er skipulag afmælisviðburða í höndum sérstakrar afmælisnefndar sem í eiga sæti bæði starfsmenn og nemendur skólans. Þá er verið að hanna afmælismerki skólans. Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA gat þess við brautskráningu fyrir jól að skólinn ætlaði sér að vera áberandi í umræðunni og úti í samfélaginu á afmælisárinu.

Fram kom einnig í máli hennar að nú væri svo komið að byggja þyrfti við skólann til að koma til móts við aukna aðsókn í iðn- og starfsnám. Ákveðið hefði verið að fara í hönnun og nýbyggingu við fjóra starfsnámsskóla á landinu og er VMA á meðal þeirra. Undirbúningur er hafinn og vonir standa til að hægt verði að taka fyrstu skóflustungu á afmælisárinu.

Löng byggingarsaga

Byggingarsaga skólahúsanna í VMA er löng. Hún er rifjuð upp á vefsíðu skólans en  fyrstu skóflustunguna að grunni fyrsta skólahússins var tekin á Eyrarlandsholti af Ingvari Gíslasyni þáverandi menntamálaráðherra á afmælisdegi Akureyrarbæjar 29. ágúst 1981. Á fyrri hluta tuttugustu aldar var á Eyrarlandsholti jarðræktarland og síðar nýtti Golfklúbbur Akureyrar landið fyrir golfvöll áður en starfsemin fluttist upp á Jaðar, þar sem GA hefur í tímans rás byggt upp framtíðaraðstöðu sína. Upphaflega var gert ráð fyrir að skólahús VMA yrðu reist á sex árum en þær áætlanir fuku út í veður og vind.

Þrír skólameistarar á 40 árum

Fyrsti áfangi skólans var aðstaða málmsmíðadeildar og var hún afhent Iðnskólanum á Akureyri 21. janúar 1983 til notkunar þar til Verkmenntaskólinn tæki til starfa. Nokkrum vikum síðar var auglýst eftir skólameistara hins nýja skóla og sóttu sjö um stöðuna. Þrír voru teknir í viðtal, Aðalgeir Pálsson, skólastjóri Iðnskólans á Akureyri, Bernharð Haraldsson, kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri, og Tómas Ingi Olrich, konrektor við MA. Fimm manna skólanefnd VMA samþykkti samhljóða að veita Bernharð stöðuna og var hann settur skólameistari frá 1. júní 1983. Hann gegndi stöðu skólameistara til 1999 þegar Hjalti Jón Sveinsson var ráðinn skólameistari. Sigríður Huld Jónsdóttir, núverandi skólameistari, tók síðan við keflinu af Hjalta Jóni.

Það hefur verið gæfa VMA í gegnum tíðina að starfsmannavelta hefur verið lítil. Vert er að geta þess að tveir af núverandi starfsmönnum skólans, kennararnir Erna Gunnarsdóttir og Hálfdán Örnólfsson, hafa starfað við hann frá því að skólahaldinu var ýtt úr vör haustið 1984.

Lesa meira

Krónan eykur þjónustu á Norðurlandi eystra

Húsvíkingar bætast nú við hóp Norðlendinga sem geta pantað matinn sinn heim í Snjallverslun Krónunnar. Opnað verður fyrir pantanir á Húsavík í dag, fimmtudag og munu fyrstu pantanir berast bæjarbúum mánudaginn 15. janúar. Mikil eftirspurn hefur verið eftir þjónustunni á svæðinu og nú þegar hefur Krónan hafið heimsendingar á Akureyri, Dalvík, Ólafsfjörð og Siglufjörð.

 

Lesa meira

Skóflustunga á reitnum við Skarðshlíð 20

Framkvæmdir að hefjast við byggingu nýs fjölbýlishús við Skarðshlíð á Akureyri en þar verða 50 íbúðir.

Lesa meira

Leiklestur á And Björk, of course

Fyrsti leiklestur af And Björk, of course.. fór fram í Samkomuhúsinu á Akureyri í liðinni viku.  Verkið verður frumsýnt 23. febrúar. 

And Björk, of course.. er eftir Akureyringinn Þorvald Þorsteinsson heitinn. Þorvaldur var myndlistarmaður og rithöfundur og einna þekktastur fyrir barnaverkið Skilaboðaskjóðan og bækurnar um Blíðfinn. 

Leikstjóri And Björk, of course.. er Gréta Kristín Ómarsdóttir. Leikhópurinn samanstendur af Jóni Gnarr, Sverri Þór Sverrissyni (Sveppa), Eygló Hilmarsdóttur, Örnu Magneu Danks, Davíð Þór Katrínarsyni, Maríu Pálsdóttur og Maríu Hebu Þorkelsdóttur. Um leikmynd og búninga sér Brynja Björnsdóttir. 

Lesa meira

„Ég hef fengið mjög mikil viðbrögð og vona að það leiði til góðs á endanum,“

 „Ég hef fengið mjög mikil viðbrögð og vona að það leiði til góðs á endanum,“ segir Sigrún María Óskarsdóttir sem í liðinni viku vakti athygli á því að lyfta fyrir fólk í hjólastól og er í Sambíóinu á Akureyri er biluð og hefur verið um alllangt skeið.

Lesa meira

„Fiskvinnsluhús Samherja eru vel búin í kæli- og frystitækni“

Jakob Björnsson vélstjóri í fiskvinnsluhúsi Útgerðarfélags Akureyringa á Akureyri hefur svo að segja alla tíð starfað við frysti- og kælikerfi í sjávarútvegi, bæði til sjós og lands. Vinnsluhús ÚA er afkastamikið og vel útbúið tæknilega fullkomnum búnaði, sem er nokkuð flókinn, þar sem mörg kerfi þurfa að virka saman eins og til er ætlast.

Lesa meira

Alice Harpa yfirsálfræðingur hjá HSN

Alice Harpa Björgvinsdóttir hefur verið ráði  í starf yfirsálfræðings hjá HSN. Pétur Maack Þorsteinsson sem gengt hefur stöðinni er að fara í leyfi vegna annarra verkefna.

Alice Harpa hefur yfirgripsmikla reynslu af starfi sem sálfræðingur og stjórnandi. Hún starfaði síðast sem framkvæmdastjóri lyflækningasviðs á SAk samhliða því að reka og starfa á eigin stofu. Hún var einnig áður yfirsálfræðingur á SAk.

Hjá sálfélagslegri þjónustu HSN starfa nú 15 starfsmenn auk þess sem gengið hefur verið frá ráðningu tveggja sálfræðinga sem hefja störf nú á nýju ári. Sálfræðingar HSN veita börnum og fullorðnum sálfræðimeðferð. Þjónusta er veitt bæði í stað- og fjarviðtölum, einstaklings – og hópameðferð.

Lesa meira

Rönning gaf rafiðnaðardeild töfluefni

 Stuðningur atvinnulífsins á Akureyri er dýrmætur fyrir VMA, en eitt þeirra fyrirtækja sem hafa verið óspör á slíkan stuðning er fyrirtækið Johann Rönning sem m.a. selur allt sem þarf til raflagna. Á dögunum komu fulltrúar þess færandi hendi með töfluefni sem kemur að góðum notum á  vorönn þegar Guðmundur Geirsson kennir nemendum á annarri önn í grunndeild rafiðna uppsetningu á raftöflum og tengingar við hana.

Áfangi í uppsetningu á töflum hefur verið kenndur á fjórðu önn í grunnnáminu en færist núna á aðra önn. Guðmundur segir mikilvægt að hafa samfellu í nám frá fyrstu önn yfir á aðra. Á fyrstu önninni sé farið í grunnatriðin í raflögnum og rökrétt sé að halda áfram með nemendur í næsta skref núna á vorönninni sem sé að setja upp töflur og leggja í þær. Í þessa kennslu þarf að sjálfsögðu heilmikinn búnað sem Guðmundur segir kærkomið að fá frá Rönning. Ofan á kennsluna núna á vorönn í uppsetningu á töflum verði síðan byggt á síðari stigum segir á vefsíðu skólans.

Lesa meira