Fréttir

Viðburðaríkt sumar á Bakkafirði

Það stefnir í einstaklega skemmtilegt og viðburðaríkt sumar á Bakkafirði. Bæjar- og menningarhátíðin Bakkafest, sem sleit barnskónum sumarið 2021, brestur á í þessari viku

Lesa meira

Birkið í vanda

Það vekur athygli að laufblöð á birkitrjám í bæjarlandinu eru æði mörg brúnleit og  virðist sem að meira beri á þessu í ár  en s.l. ár  Pétur Halldórsson kynningarstjóri hjá Skógræktinni er fróður um allt sem tengist skógrækt.  Vefurinn leitaði til hans í sambandi við það hvað væri að gerast með birkið.

Lesa meira

Áhyggjur af umferðarhraða við Þelamerkurskóla

Hámarkshraði við Þelamerkurskóla er 90 km/klst, skólalóðin liggur að þjóðvegi 1 og eru þar börn að leik allan ársins hring.  Foreldrafélag skólans sendi inn erindi til sveitarfélagsins fyrr á þessu ári þar sem þau lýsa yfir áhyggjum af miklum umferðarhraða í nágrenni skólans.

Lesa meira

Tónlistarbandalag Akureyrar stofnað að nýju

Tónlistarbandalag Akureyrar/TBA hefur verið endurstofnað til að vinna að bættri aðstöðu fyrir frjálsa tónlistarhópa - til fastra æfinga og til að koma upp hagkvæmu húsnæði til viðburðahalds og tónleika sem veita áhugamannafélögum verðskulduð tækifæri

Lesa meira

Gránufélagsgata 22 og 24 á Akureyri - Tveggja hæða einbýli og fjölbýli á lóðunum

Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt tillögu Teiknistofu Arkitekta að breytingu á deiliskipulagi lóðanna við Gránufélagsgötu 22 og 24.

Lesa meira

Vilja setja upp fjórar hraðhleðslustöðvar á Húsavík

Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings tekur jákvætt í erindið og hefur falið sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að ganga til samninga við HS Orku og InstaVolt Iceland ehf.

Lesa meira

Akureyri - Miðhúsabraut lokuð í dag 21. júní og á morgun

Þá er komið það því að malbika þann kafla Miðhúsabrautar sem fræstur var í fyrradag. Þetta þýðir að götunni verður lokað á sama kafla kl. 13 í dag 21. júní og hún verður lokuð fram eftir degi á morgun líka. Lokuninn nær milli hringtorga við Naustabraut og Dalsbraut, hjáleiðir verða um Naustabraut, Naustagötu og Kjarnagötu í Naustahverfi og um Dalsbraut og Þórunnarstræti.

Lesa meira

Áframhaldandi framkvæmdir við Kaupvangsstræti

Endurgerð gönguleiðarinnar yfir Kaupvangsgilið, austan við Kaupvangstorgið (það sem er í daglegu tali stundum kallað KEA-hornið), lauk í síðustu viku. Vegna hátíðarhalda helgarinnar var hlé gert á framkvæmdum en nú er verkið hafið að nýju. Að þessu sinni er það gönguleiðin vestan torgsins sem tekin er upp og endurnýjuð (rauða svæðið á meðfylgjandi skýringarmynd).

Lesa meira

Fjölskyldusigling á Eyjafirði í blíðskaparveðri

Landherji, sem er Starfsmannafélag innan Samherja, efndi í gær til fjölskyldusiglingar á Eyjafirði með uppsjávarveiðiskipinu Vilhelm Þorsteinssyni EA 11.  Áhöfnin tók vel á móti hópnum, sýndi skipið og svaraði fjölmörgum spurningum gesta og kokkurinn sá um að grilla pylsur handa öllum.  Blíðskaparveður var fyrir norðan í gær, þannig að allar aðstæður til að njóta siglingarinnar í góðra vina hópi voru ákjósanlegar.

Alls tók siglingin um tvær klukkustundir, þannig að gestum gafst kostur á að skoða hið glæsilega skip og njóta veitinga um borð.

Lesa meira

Einar Óli er Listamaður Norðurþings 2023

Einar er nýorðinn þrítugur, hann er fæddur 29. apríl árið 1993 og er Húsvíkingur í húð og hár. Hann er söngvari og lagahöfundur og hefur lokið námi á skapandi braut hjá Tónlistarskóla Akureyrar. Hann starfar sem tónlistarkennari við Tónlistarskólann á Húsavík auk þess sem hann starfar hjá félagsþjónustu Norðurþings

Lesa meira