Fréttir

Áramótapistill Finnur Yngvi Kristinsson 05 01 ´24

Ég vakna að morgni, tölti út og anda að mér fersku lofi froststillunnar, dreg inn orkuna sem liggur yfir öllu og glitrar á hélaðri jörð Eyjafjarðarsveitar.

Samfélagið hér býr yfir miklum krafti sem hefur í gegnum aldirnar byggst upp og mótast af frumkvöðlum bændastéttarinnar. Við sem hér búum í dag njótum góðs af ósérhlífinni vinnu fyrri kynslóða sem lagt hafa mikið af mörkum við að byggja upp sín heimili, sín bú og sína atvinnustarfsemi. Frjósöm jörðin hefur skapað eina allra gjöfulustu sveit landsins, þar sem umtalsvert magn allrar mjólkur í landinu er framleidd.  Hér er líka ræktað korn, kartöflur og grænmeti, alin svín, naut, íslenskt sauðfé og veiddur fiskur. Hér er framleiddur ís og hér eru framleiddar sultur og egg, svo fátt eitt sé nefnt. Við getum verið stolt af því ríka hlutverki sem samfélagið gegnir í fæðuöryggi þjóðarinnar og sjálfbærni Íslands þegar að matvælum kemur.

Lesa meira

Drengurinn sló öll met

 Fyrsta barn ársins sem fæddist á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri leit dagsins ljós  kl. 15.01 á nýjársdag. Það var drengur,  3036 grömm og 50 sentímetrar. Foreldrar hans eru Arna Ingimundardóttir og Jóhann Helgason. Þau eru búsett á Sauðárkróki en svo skemmtilega vill til að Arna er starfandi ljósmóðir á fæðingardeildinni á Akureyri.

 „Öllum heilsast vel og drengurinn dásamlegur,“ segir Arna og bætir við að ekki hafi verið von á drengnum í heiminn á nýjársdag. „Ég á tvö börn sem fædd eru eftir 34 vikna meðgöngu, síðan misstum við lítinn dreng eftir 21 vikna meðgöngu. Það bjuggust því allir við að þessi drengur yrði fyrirburi líka. En hann sló öll met og kom öllum verulega á óvart og náði 37 vikna meðgöngu, þá ekki fyrirburi, og um leið náði hann yfir á nýtt ár. Þannig að við erum afskaplega hamingjusöm,“ segir Arna

Eisn og fram hefur komið fæddust heldur færri börn árið 2023 miðað við árið á undan, fæðingar nýliðið ár  voru 404 og þar af voru 6 tvíburafæðingar þannig að börnin urðu í allt 410. Árið 2022 voru fæðingar 429 talsins. Drengir voru heldur fleiri en stúlkur, 213 en stúlkur 197.

 

Lesa meira

Samningur um samræmda móttöku flóttafólks

„Það hefur vissulega verið áskorun að finna húsnæði, en hefur tekist og kannski ekki síst þar sem fjöldinn hefur ekki verið meiri,“ segir Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá Akureyrarbæ. Í byrjun árs 2023 var skrifað undir samning um samræmda móttöku flóttafólks á Akureyri sem kvað á um að Akureyrarbær í samstarfi við stjórnvöld myndi taka á móti allt að 350 flóttamönnum það ár.

Lesa meira

Fékk hluta úr breskri sprengju í trollið

Hluti úr breskri sprengju sem notuð var í seinni heimsstyrjöldinni kom í veiðarfæri ísfisktogarans Bjargar EA 7 í gær er skipið var við veiðar á Rifsbanka, norður af Melrakkasléttu.

Lesa meira

Villist á Blönduósi en getur teiknað útlínur Langaness fríhendis

Vísindafólkið okkar  er mánaðarleg kynning á vísindafólki Háskólans á Akureyri. Eftir svolitla pásu er kominn tími til að hefja leika aftur á Vísindafólkinu okkar. Nýársvísindamanneskjan er Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, doktorsnemi í félagsvísindum, sem mun verja doktorsritgerð sína 21. júní næstkomandi. Samhliða doktorsnáminu sinnir hún stundakennslu við Félagsvísindadeild. Gréta var einmitt fyrsti doktorsneminn til að undirrita formlegan samning um doktorsnám við háskólann.   

Lesa meira

Bras með lyftu í Sambíó á Akureyri

Sigrún María Óskarsdóttir sem notar hjólastól skorar á Sambíóin í færslu á Facebook að laga lyftu í bíóinu á Akureyri.

Sigrún María gaf samþykki sitt fyrir því að vefurinn birti færslu hennar. 

,,Milli jóla og nýárs ákvað ég að skella mér í bíó með bróður mínum að sjá Wonka. Á Akureyri er núna bara eitt bíóhús, Sambíóin í miðbænum og því var ferðinni heitið þangað. Í húsinu er lyfta (svona lyfta á stiganum) og eiga því allir að geta farið á mynd hvort sem að hún er uppi eða niðri. Nema hvað að þessi blessaða lyfta virkar mjög takmarkað, nánast aldrei. Í þetta skipti virkaði hún auðvitað ekki, þannig að bróðir minn og starfsmaður bíósins þurftu að lyfta mér í stólnum upp stigann, sem fer illa með bakið á þeim og sem mér finnst mjög óþægilegt. Ég fór inn í salinn að utan og upp stigann inni i bíósalnum, sem er að einhverju leyti auðveldari en stóri stiginn frammi en samt sem áur enn stigi og ruslatunnur staðsettar í stiganum í þokkabót.

Ástandið er búið að vera svona í mörg, mörg ár og aldrei gert neitt í því. Þetta fer að verða þreytandi. Í stað þess að leysa vandann og kaupa nýja lyftu er alltaf verið að bíða eftir aukahlutum í lyftuna sem gera nákvæmlega ekki neitt, kannski virkar lyftan í nokkrar vikur en svo fer allt í sama farið. Á Akureyri búa margir sem nota hjólastól og einnig fólk sem á erfitt með gang, og ég er viss um að allir væru til í að geta farið í bíó þegar þeim langar.

Ég vil skora á Sambíóin Akureyri að gera eitthvað í málunum sem fyrst!

(Megið endilega deila :) )

Lesa meira

Götuhornið - Gamall góðkunningi lögreglunnar skrifar

Við sem eru eldri en tvævetra munum eftir því þegar lögreglan var hluti af samfélaginu og skipuð mönnum sem leystu fleiri vandamál en þeir sköpðu.  Lögregluþjónar gengu um á meðal fólks í svörtum jakkafötum með gyllta flautu hangandi í keðju framan á búningnum, vinsamlegir og kurteisir en þó albúnir og fullfærir um að grípa inn í af fullu afli ef nauðsyn var. Þeir voru alls ekki óvopnaðir því að innan við hægri buxnaskálmina og niður með lærinu var allþung trékylfa sem ekki var þægilegt að vera á hinum endanum á.  Sumar drottningar næturinnar töldu reyndar að þarna væri falið annarskonar verkfæri en ekki verður farið nánar út í það hér.

Lesa meira

Allt til enda í Listasafninu á Akureyri

Þriðja og síðasta listvinnustofan undir yfirskriftinni Allt til enda fer fram í Listasafninu á Akureyri dagana 6.-7. janúar 2024. Þá mun Selma Hreggviðsdóttir, myndlistarmaður, leiða börn í 1.-4. bekk gegnum ferli listamannsins, allt frá því að fá hugmynd, vinna listaverk og finna bestu leiðina til að setja verkið fram á sýningu. Notast verður við sýningar Listasafnsins sem innblástur fyrir gerð listaverka. Hugmyndum um skala og afstöðu verður velt upp og hvernig stærð okkar hefur áhrif á upplifun á umhverfinu. Vinnustofan er óvissuferð þar sem þátttakendur skapa og hafa áhrif á framvindu og niðurstöðu samverunnar í Listasafninu. Eitt er víst að allt saman endar þetta með allsherjar sýningu sem þátttakendur skipuleggja sjálfir, þar sem listaverkin verða afhjúpuð með pompi og prakt. Sýningin stendur til 4. febrúar 2024. 

Lesa meira

Slökkvilið Akureyrar - Árið 2023 í tölum

 

Sjúkraflug:

Árið 2023 voru flogin 903 sjúkraflug með 974 sjúklinga.

-          45% af sjúkraflugum ársins 2023 voru í forgangi F1 eða F2, sem teljast sem bráðatilvik. F1 er lífsógn/bráðatilvik sjúklings og F2 er möguleg lífsógn/bráðtilvik sjúklings.

-          Í 7% tilfella er verið að fljúga með erlenda ferðamenn.

-          1% af flugunum eru með upphafs eða endastað erlendis.

Til samanburðar voru flogin 891 sjúkraflug og í þeim  fluttir 934 sjúklingar árið 2022.

 Sjúkraflutningar:

 Árið 2023 voru 3285 sjúkraflutningar.

 -          28% voru í forgangi F1 og F2.

-          9% sjúklinga voru erlendir ferðamenn.

-          8% flutninga voru millistofnanaflutningar í önnur sveitarfélög á Norður- og Austurlandi.

 Útköll á dælubíla:

 Heildarútköll á dælubíla voru 138.

 -          49% þeirra voru F1 eða F2 útköll.

 

Lesa meira

Húsnæðisskortur í Grímsey yfir háannatímann - Jákvætt tekið í að bjóða lóðir undir smáhýsi

Hverfisráð Grímseyjar hefur óskað eftir að boðið verði upp á lóðir fyrir smáhýsi í eynni sem leyst gætu tímabundinn húsnæðisvanda yfir háannatíma. Skipulagsráð Akureyrar hefur tekið jákvætt í erindið.

Lesa meira