Viðburðaríkt sumar á Bakkafirði
Það stefnir í einstaklega skemmtilegt og viðburðaríkt sumar á Bakkafirði. Bæjar- og menningarhátíðin Bakkafest, sem sleit barnskónum sumarið 2021, brestur á í þessari viku
Það stefnir í einstaklega skemmtilegt og viðburðaríkt sumar á Bakkafirði. Bæjar- og menningarhátíðin Bakkafest, sem sleit barnskónum sumarið 2021, brestur á í þessari viku
Það vekur athygli að laufblöð á birkitrjám í bæjarlandinu eru æði mörg brúnleit og virðist sem að meira beri á þessu í ár en s.l. ár Pétur Halldórsson kynningarstjóri hjá Skógræktinni er fróður um allt sem tengist skógrækt. Vefurinn leitaði til hans í sambandi við það hvað væri að gerast með birkið.
Hámarkshraði við Þelamerkurskóla er 90 km/klst, skólalóðin liggur að þjóðvegi 1 og eru þar börn að leik allan ársins hring. Foreldrafélag skólans sendi inn erindi til sveitarfélagsins fyrr á þessu ári þar sem þau lýsa yfir áhyggjum af miklum umferðarhraða í nágrenni skólans.
Tónlistarbandalag Akureyrar/TBA hefur verið endurstofnað til að vinna að bættri aðstöðu fyrir frjálsa tónlistarhópa - til fastra æfinga og til að koma upp hagkvæmu húsnæði til viðburðahalds og tónleika sem veita áhugamannafélögum verðskulduð tækifæri
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt tillögu Teiknistofu Arkitekta að breytingu á deiliskipulagi lóðanna við Gránufélagsgötu 22 og 24.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings tekur jákvætt í erindið og hefur falið sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að ganga til samninga við HS Orku og InstaVolt Iceland ehf.
Þá er komið það því að malbika þann kafla Miðhúsabrautar sem fræstur var í fyrradag. Þetta þýðir að götunni verður lokað á sama kafla kl. 13 í dag 21. júní og hún verður lokuð fram eftir degi á morgun líka. Lokuninn nær milli hringtorga við Naustabraut og Dalsbraut, hjáleiðir verða um Naustabraut, Naustagötu og Kjarnagötu í Naustahverfi og um Dalsbraut og Þórunnarstræti.
Endurgerð gönguleiðarinnar yfir Kaupvangsgilið, austan við Kaupvangstorgið (það sem er í daglegu tali stundum kallað KEA-hornið), lauk í síðustu viku. Vegna hátíðarhalda helgarinnar var hlé gert á framkvæmdum en nú er verkið hafið að nýju. Að þessu sinni er það gönguleiðin vestan torgsins sem tekin er upp og endurnýjuð (rauða svæðið á meðfylgjandi skýringarmynd).
Landherji, sem er Starfsmannafélag innan Samherja, efndi í gær til fjölskyldusiglingar á Eyjafirði með uppsjávarveiðiskipinu Vilhelm Þorsteinssyni EA 11. Áhöfnin tók vel á móti hópnum, sýndi skipið og svaraði fjölmörgum spurningum gesta og kokkurinn sá um að grilla pylsur handa öllum. Blíðskaparveður var fyrir norðan í gær, þannig að allar aðstæður til að njóta siglingarinnar í góðra vina hópi voru ákjósanlegar.
Alls tók siglingin um tvær klukkustundir, þannig að gestum gafst kostur á að skoða hið glæsilega skip og njóta veitinga um borð.
Einar er nýorðinn þrítugur, hann er fæddur 29. apríl árið 1993 og er Húsvíkingur í húð og hár. Hann er söngvari og lagahöfundur og hefur lokið námi á skapandi braut hjá Tónlistarskóla Akureyrar. Hann starfar sem tónlistarkennari við Tónlistarskólann á Húsavík auk þess sem hann starfar hjá félagsþjónustu Norðurþings