Fréttir

Áframhaldandi stuðningur við markaðssetningu flugvalla á Akureyri og Egilsstöðum

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra hefur undirritað saming við Íslandsstofu um áframhaldandi stuðning við markaðssetningu á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Samningurinn er til tveggja ára og nemur árlegt framlag til hans 15 milljónum króna.

Lesa meira

Norðurorka - 10 áramótaheit

Á nýju ári lítum við gjarnan yfir farinn veg en íhugum jafnframt það sem framundan er. Áramótin marka nýtt upphaf sem oft veitir drifkraft og mörg nýta tækifærið og strengja áramótaheit.

Stundum hefur því verið haldið fram að áramótaheit skili engum árangri. Rannsóknir hafa þó sýnt fram á þau sem strengja áramótaheit eru mun líklegri til að ná markmiðum sínum innan sex mánaða borið saman við þau sem garnan vilja bæta sig en strengja engin heit. Eins getur orðalag haft áhrif á árangur því rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að þeim gengur betur sem setja sér heit um að taka upp ákveðnar venjur borið saman við þau sem ætla að láta af ákveðnum venjum. Þannig getur reynst árangursríkara að setja sér markmið um að hjóla í vinnuna tvisvar í viku í stað þess að heita því að sleppa bílnum tvisvar í viku þó hvort tveggja beri að sama brunni.

Hér koma tillögur að eldheitum áramótaheitum sem koma sér einstaklega vel fyrir veiturnar okkar, umhverfið, heilsuna og veskið. Gerist ekki mikið betra. Gleðilegt nýtt ár!

Lesa meira

Íþróttafólk KA 2023 Helena Kristín Gunnarsdóttir og Hallgrímur Mar Steingrímsson

Kjöri íþróttafólks KA  fyrir árið 2023 var lýst í afmæliskaffi  sem fram fór í KA heimilinu i dag.  Það voru  þau Helena Kristín Gunnarsdóttir blakdeild  og Hallgrímur Mar  Steingrímsson knattspyrnudeild  sem sæmdarheitin hlutu.

Lesa meira

Ráðhúsið á Akureyri Flóttastigi settur upp á norðurhlið

Áætlað er að byggja flóttastiga á norðurhlið Ráðhússins á Akureyri en engar flóttaleiðir eru til staðar í norðurhluta hússins, frá annarri og upp á fjórðu hæð.

Tvö tilboð bárust í gerð flóttastigans, annað frávikstilboð án uppsetningar. Hagstæðasta tilboðið kom frá Vélsmiðju Steindórs upp ár tæpar 19,3 milljónir króna. Tilboðið felur í sér stigann og uppsetningu hans. Stiginn verður einfaldur hringstigi, byggður úr stál og er  heildarhæð um 11 metrar.

Utan tilboðsins er nýjar hurðar og gluggar í flóttaleiðirnar ásamt ísetningu þeirra, lóðafrágangur, jafnframt þarf að gera ráðstafanir varðandi glugga á jarðhæð sem þurfa að lokast sjálfkrafa við brunaboð. Heildarkostnaður framkvæmdarinnar er áætlaður um 35 milljónir króna sem er í samræmi við kostnaðaráætlun sem kynnt var  á liðnu hausti.

Lesa meira

Bílstjórar SBA-Norðurleiðar á akstursöryggisnámskeiði í Þýskalandi

Bílstjórar SBA-Norðurleiðar luku í upphafi desembermánaðar akstursöryggisnámskeiði í Þýskalandi á vegum Ökulands í samstarfi við Mercedes-Benz / Daimler Truck. Námskeiðið er nýtt sem hluti þeirrar endurmenntunnar sem atvinnubílstjórar þurfa að gangast undir á fimm ára fresti áður en ökuréttindi eru endurnýjuð. 

Lesa meira

Sundfólk ársins hjá Sundfélaginu Óðni 2023

Örn Kató Arnarsson og Alicja Julia Kempistry voru valin sundfólk ársins hjá Sundfélaginu Óðni.

Lesa meira

Lambadagatal komið út í tíunda sinn

Lambadagatal Ragnars Þorsteinssonar sauðfjárbónda og ljósmyndara með meiru í Sýrnesi Aðaldal er nú komið út í tíunda skiptið. Ragnar tekur myndirnar á sauðfjárbúi sínu í Sýrnesi og allar myndirnar í lambadagatölin  eru teknar á sauðburði frá árinu áður þ.e.a.s. á Lambadagatali 2024 eru myndirnar teknar á sauðburði 2023 og endurspegla því einnig veðurfarið á þeim árstíma. Hann sér að auki um uppsetningu og hönnun dagatalsins, sem og fjármögnun þess og sölu. Dagatalið hefur verið fjármagnað á Karolinafund.is síðastliðin átta ár þar sem þau eru keypt í forsölu.

 

Lesa meira

Íþróttafólk Þórs 2023: Elmar Freyr, Maddie og Sandra María kjörin

Kjöri íþróttafólks Þórs var lýst rétt í þessu í hófinu Við áramót sem haldið var í Hamri. Sú óvenjulega staða kom upp að tvær konur urðu hnífjafnar í kjörinu á íþróttakonu Þórs.

Áður en að kom að því að kjöri íþróttafólks Þórs yrði lýst voru Íslandsmeistarar og landsliðsfólk úr röðum Þórs og Þórs/KA heiðruð, íþróttafólk deildanna var heiðrað og Rúnar Eff hélt uppi léttri stemningu á milli verðlaunaafhendinga. 

Lesa meira

Vill ekki vera með of miklar væntingar til næstu ára

Gott ár í hvalaskoðun á Húsavík

Lesa meira

Opið hús hjá bogfimideild Akurs

Bogfimideild Akurs verður með opið hús í nýjum húsakynnum sínum við Kaldbaksgötu 4 – norðurenda á sunnudag, 7. janúar kl. 13.

Þar gefst tækifæri á að kynna sér starfsemina og prófa bogfimi en er frábært fjölskyldusport sem hentar öllum aldri. „Það geta allir komið í heimsókn og prófað að skjóta af boga og rætt við þjálfa og aðra iðkendur. Við vonum svo sannarlega að það kvikni áhugi hjá einhverjum að koma til okkar að æfa,“ segir Alfreð Birgisson hjá Bogfimideild Akurs.

Vilja stækka hóp iðkenda

Hann segir að frá því í haust þegar nýtt húsnæði við Kaldbaksgötu var tekið í notkun undir bogfimideildina hafi bætst við ágætishópur en áhugi er fyrir því að stækka hann. „Við erum með iðkendur frá 10 ára aldri og uppúr, bæði er um að ræða iðkendur sem voru að stunda sportið áður en við misstum húsnæði okkar árið 2020 sem og nýir iðkendur, en margir þeirra voru búnir að bíða eftir að við opnuðum fyrir nýliða,“ segir Alfreð.

Lesa meira