Fréttir

Fyrstu hvatningarverðlaunin veitt í Eyjafjarðarsveit

Fyrstu hvatningarverðlaun Eyjafjarðarsveitar voru afhent þeim Páli Snorrasyni, Herði Snorrasyni og Helgu Hallgrímsdóttur í Hvammi fyrir óeigingjarnt framlag þeirra við að prýða umhverfi hjóla- og göngustígsins með skiltum og skúlptúrum. 

Lesa meira

„Þetta var rosalega skemmtileg upplifun“

-Segir Hildur Sigurgeirsdóttir frá Húsavík sem vann tvö bronsverðlaun á Heimsleikum Special Olympics

Lesa meira

Listaverkið Edda komin á sinn stað við Sólgarð

Listaverkinu Eddu, eftir Beate Stormo, hefur verið komið fyrir á framtíðarstað sínum á hól skammt norðan við Sólgarð. Eyfirðingar efndu til athafnar um liðna helgi af því tilefni. Edda sem er nýtt kennileiti Eyjafjarðarsveitar sómir sér vel í námunda við Smámunasafn Sverris Hermannssonar sem þar er til húsa.

Verkið hefur verið í vinnslu um nokkuð langt skeið og hafa margir lagt sitt af mörkum til að það geti orðið að veruleika. Má þar helst nefna Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar sem átti frumkvæðið á verkefninu, sá um val á listamanni og stóð að fjáröflun verkefnisins. 

Göngustígur og falleg brú úr íslenskum við hefur verið komið fyrir á svæðinu ásamt því að nánasta umhverfi hefur verið snyrt.

Lesa meira

Fantagóður fiskur

„Það er fantagóður fiskur hér um slóðir, menn hafa verið að fá þetta 5 til 8 kílóa þorsk, það virðist vera mikill fiskur á miðunum hér um kring, vænn og góður,“ segir Jóhannes G. Henningsson útgerðarmaður í Grímsey.

Lesa meira

Vegagerðin tekur við snjómokstri og hálkuvörnum á vegum innan þéttbýlis á Akureyri

Vegagerðin hefur tilkynnt Akureyrarbæ að hún muni taka við og sjá um vetrarþjónustu, þ.e. snjómokstur og hálkuvarnir á vegum Vegagerðarinnar innan þéttbýlis á Akureyri frá og með september næstkomandi. Akureyrarbær hefur sinnt þessu verkefni fram til þessa fyrir Vegagerðina, en m.a. er um að ræða Hörgárbraut, Glerárgötu og Drottningarbraut.

Lesa meira

Aldrei meira námsframboð og nú í VMA

Námsframboð hjá Verkmenntaskólanum á Akureyri hefur aldrei verið meira en nú á komandi haustönn. Kennsla er hafin og eru 950 nemendur skráðir til náms, þar af eru 215 nýnemar.

Hefðbundnar bóknáms- og verknámsbrautir verða á sínum stað en við bætast verknámsbrautir sem ekki eru alltaf kenndar. Á vorönn 2023 hófst nám nýs hóps í pípulögnum og hann heldur áfram núna á haustönn. Kjötiðn verður kennd og einnig fer af stað nýr hópur í múrsmíði. Þá heldur áfram kvöldskóli í rafvirkjun. Boðið verður upp á nám í bifvélavirkjun og síðast en ekki síst má nefna nám í heilsunuddi, sem er ný námsbraut við skólann hefst núna í haustönn.

Lesa meira

Ingibjörg Ósk VíkingsdóttirFjölbreytni í starfi þroskaþjálfa

Allir ættu að eiga rétt til fullrar þátttöku í samfélaginu óháð sérþörfum eða skerðingu. Þroskaþjálfar starfa með einstaklingum á öllum aldri sem búa við einhverskonar skerðingu og veita þeir bæði faglega og persónulega þjónustu. Starf þroskaþjálfa felst m.a. í að vera ráðgefandi sérfræðingar í að móta og innleiða nýjungar í þeirri þjónustu sem þeir veita. Einnig eru réttindabarátta og réttindagæsla stór þáttur í starfi þeirra þar sem leitað er leiða til að ryðja burt hindrunum, stuðla að jöfnum tækifærum og bættum lífsgæðum.  

Lesa meira

Afmælisthátíð Listasafnsins á Akureyri Fimm nýjar sýningar opnaðar

Listasafnið á Akureyri fagnar  30 ára afmæli nú um komandi helgi, dagana 25.-27. ágúst.

Afmælishátíðin hefst í sal 11 á föstudagskvöldinu kl. 22 með tónleikum tékkneska oktettsins HLASkontraBAS. Blásið verður til mikillar listahátíðar á laugardaginn kl. 15 þegar fimm nýjar sýningar verða opnaðar í safninu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flytur ávarp ásamt Ásthildi Sturludóttir, bæjarstjóra á Akureyri, og Hlyni Hallssyni, safnstjóra.

Lesa meira

Forsetahjónin í opinberri heimsókn á Akureyri

 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og kona hans frú Eliza Reid komu í morgun til bæjarins i opinbera heimsókn eins og kunnugt er.  Hjónin hafa gert víðreist um bæinn en meðal viðkomustaða voru Heilsuvernd Hjúkrunarheimili og Iðnaðarsafnið.

Lesa meira

Andri Teitsson ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og framtíðar hjá Orkusölunni

Andri Teitsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og framtíðar hjá Orkusölunni.  ,,Andri mun leiða vinnu Orkusölunnar við greiningu og þróun nýrra viðskiptatækifæra og einnig vinnu við þróunarverkefni á sviði orkuöflunar og orkunýtingar. Andri mun hefja störf á allra næstu dögum", segir í tilkynningu frá félaginu. 

Orkusalan rekur sex vatnsaflsvirkjanir á Íslandi, þar á meðal Lagarfossvirkjun, Skeiðsfossvirkjun og Rjúkandavirkjun. Félagið selur raforku til heimila, fyrirtækja og stofnana um allt land á samkeppnismarkaði. Orkusalan er dótturfélag Rarik, sem er í eigu Íslenska ríkisins. 

Lesa meira