Fréttir

Blómlegum bæ í uppbyggingu fylgir alls konar rask

Við í Framsókn Akureyri viljum sjá bæinn okkar blómstra og þeirri uppbyggingu fylgir eðlilega alls konar tæki og tól. Það getur verið kostnaðarsamt fyrir t.d. minni fyrirtæki að koma sér upp lóðum/stæðum fyrir þau tæki sem fylgja starfseminni, enda gera gatnagerðargjöld ráð fyrir miklu byggingarmagni og gjaldskráin eftir því. Þá þarf að leita annarra lausna sem eru sniðnar að mismunandi þörfum.

Lesa meira

Skemmtilegasta biðskýlið í bænum

Ekki slæmt vera á þessari biðstöð í bænum. Þarna er kaffi, sherrý,  útsaumuð mynd og hægt að grípa í Þingeyskt loft Jóns frá Garðsvík, kexdúnkur jafnvel! Hvert smáatriði er með og á réttum stað bara eins og hjá frænku gömlu í ,,Gilsbakkaveginum“ forðum daga!

 Hvaða snillingur/ar standa fyrir þessu veit vefurinn ekki líklega ,,sjálfssprottið" en takk til þeirra fyrir að kalla fram bros hjá okkur hinum.

 

Lesa meira

Heiðursviðurkenning Fiskidagsins mikla

Fiskidagurinn mikli heiðraði sem fyrr þá sem hafa með jákvæðum hætti haft áhrif á atvinnusögu Dalvíkurbyggðar og íslenskan sjávarútveg

Lesa meira

Kennarar mæta til starfa

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar

Lesa meira

Verðskrá Norðurorku hækkaði um tæp 5% um mánaðamótin

Verðskrá Norðurorku hækkaði um 4,9% um nýliðin mánaðamót. Miklar framkvæmdir eru yfirstandandi og fram undan í öllum veitum fyrirtækisins og ljóst er að verðskráin mun áfram litast af þeim, segir á vef félagsins. Norðurorka rekur hitaveitu, vatnsveitu, rafveitu og fráveitu.

Lesa meira

Hversu mikið er nógu mikið?

Egill P. Egilsson skrifar

Lesa meira

Tvöfalt afmæli hjá Aðalheiði S. Eysteinsdóttur í ár

,,Þetta hefur verið virkilega gott og skemmtilegt ár,“ segir Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sem á tvöfalt afmæli á þessu ári, hún varð 60 ára fyrr í sumar og átti 30 ára útskriftarafmæli frá Myndlistaskólanum á Akureyri. Hún fagnaði tímamótunum með því að bjóða landsmönnum upp á 60 gjöringa á 6 dögum hér og hvar um landið. Sýning hennar, Vegamót stendur yfir í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri og lýkur í næstu viku en hún á einnig verk á samsýningu norðlenskra listamanna í Listasafninu á Akureyri. Næst liggur leið Aðalheiðar til Danmerkur þar sem hún verður við listsköpun og sýningarhald.

 

Lesa meira

Barbie og flösuþeytarar

Spurningaþraut Vikublaðsins  #19

 

Lesa meira

Nokkrir punktar frá lögreglu vegna Fiskidagsins mikla

Nokkuð af fólki er komið til Dalvíkur vegna Fiskidagsins mikla, tjaldsvæðin að verða þéttskipuð en gengið hefur vel og fá verkefni komið inn á borð lögreglu.
Í kvöld er ,,fiskisúpukvöldið“ á Dalvík. Þá bjóða margir íbúar gestum og gangandi að kíkja við og gæða sér á fiskisúpu. Tveir logandi kyndlar í garði eru auðkenning þess að þar sé fiskisúpa á boðstólum og að sjálfsögðu eru allir með bestu fiskisúpuna.
Lesa meira

Svæðið við Torfunef stækkar Sala á lóðum fyrirhuguð í vetur

Sala á lóðum á nýrri uppfyllingu við Torfunef hefst á komandi vetri. Framkvæmdir við stækkun svæðisins frá því sem var hófust í mars og gert ráð fyrir að verktakinn, Árni Helgason ehf í Ólafsfirði ljúki sínu verki þegar líður á haustið.

Lesa meira