Bæjarráð Akureyrar - Hótel á Jaðarsvelli auglýsing lóðar

Fyrirhuguð hótelbygging verður á því svæði sem i dag ber tíundu holu á Jaðarsvelli.
Fyrirhuguð hótelbygging verður á því svæði sem i dag ber tíundu holu á Jaðarsvelli.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í gær 17. janúar lið 22 í fundargerð skipulagsráðs frá 10 jan. s.l. en þar var lögð fram tillaga að útboði og úthlutunarskilmálum vegna hótellóðar á Jaðarsvelli

Þórhallur Jónsson varaformaður skipulagsráðs fagnar  þessari samþykkt á Facebook.  ,,Stór dagur á miðvikudaginn þegar Skipulagsráð samþykkti að auglýsa 150 herbergja hótel lóð við Golfskálann á Jaðri, en áður var Akureyrarbær búinn að gera uppbyggingasamning við Golfklúbinn um uppbyggingu heilsársaðstöðu fyrir æfingar og afþreyingu. Góðir hlutir gerast hægt en þetta er eitt af þeim málum sem við Sjálfstæðismenn settum á dagskrá fyrir sl. bæjarstjórnar kosningar og er nú að raungerast, svo er bara að sjá hvort að það sé áhugi hjá fjárfestum að fara í þessa framkvæmd eins og vaxtastigið og verðbólgan er núna.

Þegar ég viðraði hugmyndina fyrir að verða 2 árum síðan þá höfðu allnokkrir samband við mig og skipulagssvið Akureyrarbæjar og lýstu yfir áhuga. En nú er tækifærið og verður lóðin auglýst á næstu dögum“  skrifar Þórhallur.

Nýjast