Leikhópurinn Hnoðri í norðri tók þátt í leiklistarhátíð í Makedóníu
Leikhópurinn Hnoðri í norðri tók þátt í barnasviðslistahátíð sem haldin var í Makedóníu nú í ágúst. Hópurinn sýndi verkið Ævintýri á aðventunni og nú í fyrsta sinn á sviði, en verkið hefur ótal sinnum áður verið flutt í hinum ýmsu grunnskólum.
Sviðslistahópurinn Hnoðri í norðri hlaut Eyrarrósina í vor. Honum var boðin þátttaka á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni Bitolino sem fram fór í Norður-Makedóníu en henni lauk í liðinni viku. Hátíðin er tileinkuð sviðslistum fyrir börn og ungmenni, en auk fjölbreyttra sýninga víðs vegar að úr heiminum, fara fram vinnusmiðjur, kynningar og fundir um barnamenningu.