Fréttir

Ný brú yfir Skjálfandafljót- Framkvæmdum hraðað

Morgunblaðið segir frá því í dag að undirbúningur sé hafinn við lagningu nýs vegar  og smíði nýrrar brúar yfir Skjalfandafljót en núverandi brú sem er tæpra 90 ára gömul ber ekki umferð þá sem um hana þyrfti að fara.   Í dag mega einungis fólksbílar fara yfir brúna. 

Samkvæmt frétt Mbl. er stefnan sú að hin nýju mannvirki verði tekin i notkun árið 2028

 

Lesa meira

Byggjum upp menningatengda ferðaþjónustu á Möðruvöllum

Í Vikublaðinu 9. desember síðast liðinn var fjallað um fyrirhugaða uppbyggingu að Hrauni í Öxnadal að undirlagi áhugamannafélags, Hraun ehf, með aðkomu menningar og viðskiptaráðherra.

Markmiðið er að heiðra minningu skáldsins Jónasar Hallgrímssonar sem fæddur er 16. nóvember 1807. Það er göfugt að heiðra minningu þjóðskáldsins. Það er hins vegar álitamál hvort það sé best gert með uppbyggingu að Hrauni.

Lesa meira

Óupplýstur fjölfarinn stígur meðfram Glerá

Malbikaður göngustígur meðfram Glerá, frá Óseyri og upp að Höfðahlíð nýtur mikilla vinsælda og þar má gjarnan sjá fólk á ferð, á leið í vinnu eða erindi ýmis konar og eða í gönguferð sér til heilsubótar. Áhugasamir lesendur hafa af og til samband við Vikublaðið og bent á að setja þurfi upp lýsingu við stíginn þannig að hann nýtist fleirum þegar skyggja tekur.

Lesa meira

Tvö stutt og eitt langt

Áratuga löng hefð er fyrir því að fiskiskip, sem gerð eru út frá Akureyri, flauti er þau láta úr höfn. Þegar skipin eru komin á siglingu og eru hæfilega langt frá bryggju er flautað tvisvar sinnum í eina til tvær sekúndur og einu sinni í fjórar til sex sekúndur. Með þessu merki kveður áhöfnin heimahöfn með táknrænum hætti og heldur til veiða.

Lesa meira

Nýjar sýningar opnaðar á Listasafninu á Akureyri Steinvölur Eyjafjarðar, Kveikja og Sena

Þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri næstkomandi laugardag, 27. janúar kl. 15, en sýnendur eru Alexander Steig – Steinvölur Eyjafjarðar, Guðný Kristmannsdóttir – Kveikja, og Sigurður Atli Sigurðsson – Sena.

Boðið verður upp á listamannaspjall með Alexander Steig og Sigurði Atla kl. 15.45 og er stjórnandi Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins. Haldið verður listamannaspjall með Guðnýju Kristmannsdóttur laugardaginn 3. febrúar kl. 15 og boðið upp á fjölskylduleiðsögn um sýningarnar þrjár sunnudaginn 24. mars kl. 11-12.

Lesa meira

Aðalúthlutun safnasjóðs 2024 - Menningarmiðstöð Þingeyinga hlaut 6,3 milljónir í styrk úr safnasjóði

Lilja D. Alfreðsdóttir afhenti í þessari viku styrki úr safnasjóði.   Menningarmiðstöð Þingeyinga fékk 6,3 milljónir, Minjasafnið á Akureyri 6,1 milljón, Flugsafnið á Akureyri 5,1 milljón, Listasafnið á Akureyri 4,4 milljónir og  Hvalasafnið á Húsavík 3,1 milljón.

Lesa meira

Hugsum Ísland upp á nýtt (Smá langloka en þörf)

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson birtir á Facebook vegg sínum eftirfarandi hugleiðingar.  Hann gaf góðfúslegt leyfi fyrir birtingu á vef Vikublaðsins. 

Lesa meira

Skrifum aldrei upp á kjarasamning sem mismunar fólki enn frekar eftir búsetu

Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar

„Aðstöðumunur á milli landsbyggðar og þéttbýlis er að verða gríðarlegur og hann er  okkur sem búum fjarri höfuðborgarsvæðinu í óhag. Við erum að gera þá skýlausu kröfu að tekið verði á þessum mun, en það á ekki síst við um verð á raforku og eldsneyti, vöruverð, flutningskostnað og aðgengi að opinberri þjónustu, m.a. heilbrigðisþjónustu og framhaldsnámi,“ segir Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar í Þingeyjarsýslu. Þar vísar hann í yfirstandandi viðræður milli stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar.

 

Lesa meira

Nýr þáttur í hlaðvarpi Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar

Nýr þáttur í hlaðvarpi  Heilsu- og sál.  um efni sem snertir  ansi mörg okkar.
Verkir eru algengt vandamál sem flestir glíma við einhvern tímann á lífsleiðinni en hvað eru verkir? Í nýjum þætti af heilsaogsal.is - hlaðvarp ræðir Haukur Svansson, ráðgjafi og læknanemi, um ýmislegt í tengslum við verki, mismunandi flokka verkja, hvaða þætti þarf að hafa í huga þegar verið er að skoða hugtakið ,,verki” og margt fleira.
Þá fjallar hann einnig um hvar hægt er að leita sér aðstoðar við verkjum. Við hvetjum alla til að hlusta á þáttinn og velta fyrir sér hvernig við skilgreinum og upplifum verk og hvaða merkingu við leggjum í hugtakið.

 

 

Lesa meira

Skipulagstillaga um byggð í Vaðlaheiði

-Eftirspurn eftir lóðum í Vaðlaheiði hefur aukist og þyrpingar þegar risið

Síðustu ár hefur verið mikil eftirspurn eftir lóðum fyrir íbúðarhús og frístundahús í Vaðlaheiði og hafa risið þyrpingar á þegar skilgreindum landnotkunarreitum. Sveitarfélögin sem í hlut eiga hafa fundið fyrir greinilegum áhuga á áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu og því var ákveðið að ráðast í gerð heildstæðrar skipulagsáætlunar vegna uppbyggingarinnar í stað þess að taka fyrir eina og eina spildu í einu í takt við framkvæmdaáform hverju sinni.

Lesa meira