Fréttir

Varðandi umferð bifreiða um Austursíðu.

Síðan ég keypti í Frostagötu árið 2020 og opnaði minn atvinnurekstur hef ég orðið var við mikla aukningu á umferð bifreiða um Austursíðu.

Frá opnun  Norðurtorgs og sérstaklega eftir að Bónus opnaði þar þá fara margir íbúar í Síðuhverfinu gangandi á  Norðurtorg.  Þeir þurfa allir að þvera Austursiðuna þar sem malbikuð gangstétt er austan megin í götunni en Síðuhverfið er vestan megin við Austursiðuna.

Lesa meira

Forsetahjónin á Akureyrarvöku

Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid koma í opinbera heimsókn til Akureyrar dagana 25.-26. Ágúst og taka þátt í Akureyrarvöku sem þá fer fram.

Akureyrarvaka er árlega bæjarhátíð, haldin síðustu helgina í ágúst eða sem næsta afmæli Akureyrarbæjar 29. ágúst. Hátíðin er full af fjölbreyttum uppákomum og upplifunum þar sem bæjarbúar og gestir þeirra njóta viðburða saman.

Lesa meira

Hús rifið án tilskilinna leyfa

Skipulagsráð hefur fjallað um framkvæmdir án leyfis við Lundargötu 4 á Akureyri, en byggingarfulltrúi bæjarins hefur krafist stöðvunar á framkvæmdum þar.

Lesa meira

Velheppnuð tónleikaröð á Langanesströnd

Menningararfi Langanesstrandar var svo sannarlega gert hátt undir höfði þetta síðsumar með fimm kvölda tónleikaröð sem bar nafnið ‚Stofutónleikar á Bjarmalandi‘.

Lesa meira

Er Ísland þriðja heims ríki?

Ágústa Ágústsdóttir skrifar

Lesa meira

Rætt um sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst

Óformlegar viðræður um mögulega sameiningu háskólanna tveggja eru hafnar.  Rektorar skólanna funduðu í morgun. 

Frá þessu er greint á vef RÚV.

Lesa meira

Hvað þurfa margir að missa rödd?

„Fær martraðir um að missa röddina“ var fyrirsögn að viðtali við söngkonuna Klöru Elíasdóttir. Það er í raun sorglegt at lesa þetta vegna þess að þetta ber vitni um almennt þekkingarleysi á rödd. Sé ekki um sjúkdóma að ræða, á röddin ekki að gefa sig ef þekking er fyrir hendi.. Hins vegar vegna þess hve fólk veit almennt lítið um rödd veit það ekki hvað getur skemmt hana.

Lesa meira

Í góðu yfirlæti á bökkunum

Hrossin eru í einstaklega góðu yfirlæti á bökkum Eyjafjarðarár,” segir Sigfús Ólafur Helgason sem fór að huga að hrossum sínumá dögunum þar sem þau eru við Vesturbrú, framan flugvallar.

Með í för var vinkona hans, Bára Hrafnhildur Ásbjarnardóttirhestakona. 
Hrossin eru frá vinstri talið, Mósa, Ísak, Glódís og Snörp.

 

Lesa meira

Leikhópurinn Hnoðri í norðri tók þátt í leiklistarhátíð í Makedóníu

Leikhópurinn Hnoðri í norðri tók þátt í barnasviðslistahátíð sem haldin var í Makedóníu nú í ágúst. Hópurinn sýndi verkið Ævintýri á aðventunni og nú í fyrsta sinn á sviði, en verkið hefur ótal sinnum áður verið flutt í hinum ýmsu grunnskólum. 

 Sviðslistahópurinn Hnoðri í norðri hlaut Eyrarrósina í vor. Honum var boðin þátttaka á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni Bitolino sem fram fór í Norður-Makedóníu en henni lauk í liðinni viku. Hátíðin er tileinkuð sviðslistum fyrir börn og ungmenni, en auk fjölbreyttra sýninga víðs vegar að úr heiminum, fara fram vinnusmiðjur, kynningar og fundir um barnamenningu.

Lesa meira

„Húsvíkingar geta verið stoltir af þessu svæði“

Ótrúleg uppbygging á Katlavelli skilað sér í enn betri upplifun

Lesa meira