Fréttir

Ekki ástæða til að ógilda ákvörðun

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu eigenda hússins við Krákustíg 1 um að ógilda ákvörðun skipulagsráðs Akureyrarbæjar frá því í febrúar síðastliðnum vegna breytinga á deiliskipulagi á Norður-Brekku vegna breytinga á lóðamörkum Krákustígs 1. Deilt var um lögmæti ákvörðunar skipulagsráðs bæjarins, en breyting á deiliskipulagi fól í sér breytingu á lóðamörkum við umrætt hús og aðgengi frá lóð við Krabbastíg 4 að Krákustíg.

Lesa meira

Síðustu dagar sumaropnunar í Hlíðarfjalli

Síðustu dagar sumaropnunar í Hlíðarfjalli eru um næstu helgi. Það er um að gera að nýta tækifærið og stunda holla og góða útivist í fjallinu áður en slökkt verður á Fjarkanum og undirbúningur hefst fyrir skíðavertíðina.

Margar merktar hjólaleiðir eru í Hlíðarfjalli og merkt gönguleið er frá Strýtuskálanum upp á fjallsbrún. Sjá nánar hér: https://www.hlidarfjall.is/is/fjallid

Sunnudaginn 10. september verður síðasta bikarmót ársins í Fjallabruni Greifans á hjólum. Mótið hefst kl. 13 og eru áhugasamir hvattir til að mæta og fylgjast með og hvetja keppendur áfram til sigurs. 

Lesa meira

Óljóst með áætlunarflug til Húsavíkur

Morgunblaðið segir frá því í morgun  að blikur séu á lofti i sambandi við flug  milli Húsavíkur og Reykajvíkur en Flugfélagið Ernir hefur  frá árinu 2012 flogið á milli sjö ferðir á viku. 

Lesa meira

Hér og þar II, opnun á Heilsuvernd hjúkrunarheimili, Hlíð

Listasafnið og Heilsuvernd vinna saman að því að fræða og gleðja íbúa, starfsfólk og gesti Hlíðar með tveimur myndlistarsýningum í ár og leiðsögn þeim tengdum.

Lesa meira

Nemendur Menntaskólans á Akureyri mótmæltu

Nemendur  við Menntaskólan á Akureyri fjölmenntu á Ráðhústorgið á Akureyri i dag til að láta í ljós óánægju  með fyrirhugaða sameiningu skólans við Verkmenntaskólan á Akureyri.  Ljóst er að fyrirætlun ráðherra  fellur í mjög grýttan jarðveg hjá nemendum við MA en minna hefur heyrst af viðbrögðum nemenda við VMA. 

Mótnælunum lauk svo með því að hópurinn söng Skólasöng MA eftir Davíð Stefánsson lagið samdi Páll Íslófsson.

 

Lesa meira

Nafn mannsins sem lést í Eyjafjarðarsveit

Maður­inn sem fannst lát­inn inn­ar­lega í Eyjaf­irði á laug­ar­dags­kvöld hét Jón­as Vig­fús­son. Hann læt­ur eft­ir sig eig­in­konu, tvær upp­komn­ar dæt­ur og sjö barna­börn. Jón­as var fædd­ur árið 1951, bóndi á Litla-Dal í Eyja­fjarðarsveit. Hann var fyrr­ver­andi sveit­ar­stjóri í Eyja­fjarðarsveit og áður í bæði Hrís­ey og á Kjal­ar­nesi.

 
 

 

Lesa meira

Við eigum að berjast fyrir því að krakkarnir okkar hafi áfram val.

Nærri aldarfjórðungs starf með ungu fólki hefur kennt mér að unga kynslóðin hefur rödd og skoðanir sem vert er að hlusta á. Þessi afstaða Hugins kemur ekki á óvart en það gleður kennarahjartað að finna eldmóðinn sem býr að baki þessari yfirlýsingu.

Lesa meira

Kassagítarpönk úr Æskulýðshreyfingunni sem guð gleymdi

Down & Out fagnaði Þáttum af einkennilegum mönnum

Lesa meira

Það eru margar hliðar á einum leikskóla, ekki satt?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar um leikskólamál

Lesa meira

Vinna við sameiningu MA og VMA sett af stað

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, héldu í dag fund með starfsfólki og nemendum beggja skóla þar sem kynntar voru tillögur stýrihóps um eflingu framhaldsskóla um sameiningu skólanna tveggja auk þess sem næstu skref í ferlinu voru kynnt.

Lesa meira