Ekki ástæða til að ógilda ákvörðun
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu eigenda hússins við Krákustíg 1 um að ógilda ákvörðun skipulagsráðs Akureyrarbæjar frá því í febrúar síðastliðnum vegna breytinga á deiliskipulagi á Norður-Brekku vegna breytinga á lóðamörkum Krákustígs 1. Deilt var um lögmæti ákvörðunar skipulagsráðs bæjarins, en breyting á deiliskipulagi fól í sér breytingu á lóðamörkum við umrætt hús og aðgengi frá lóð við Krabbastíg 4 að Krákustíg.