20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Ekkert svar til Norðurorku frá Orkustofnun við erindi sem sent var inn fyrir 15 mánuðum
„Þetta er mjög bagalegt og setur okkur í erfiða stöðu. Málið hefur dregist úr hömlu og við getum takmarkað aðhafst á meðan við fáum ekki staðfestingu á því að við megum halda áfram með þetta verkefni á svæðinu. Þetta eru óskiljanleg vinnubrögð og í engu samræmi við stjórnsýslulög sem kveða á um að erindum sé svarað innan ákveðinna tímamarka og ef ekki er svarað þá sé aðili máls upplýstur um það hver ástæðan fyrir því er,“ segir Eyþór Björnsson forstjóri Norðurorku.
Norðurorka hefur kvartað við umhverfis- orku og loftslagsráðherra vegna tafa sem orðið hafa á svörum Orkustofnunar vegna nýtingarleyfis Norðurorku fyrir Ytri-Haga. Þar hafa verið boraðar rannsóknarholur til að geta staðsett væntanlegar vinnsluholu á svæðinu. Norðurorka sótti um nýtingarleyfi til Orkustofnunar í október árið 2022. Engin svör hafa borist 15 mánuðum síðar um hvort nýtingarleyfið fáist né heldur hverju það sæti að stofnunin svarar ekki. Norðurorka hefur áskilið sér rétt til að kæra málsmeðferð Orkustofnunar vegna þessarar málsmeðferðar.
Málið á borði ráðherra
„Við kvörtuðum til ráðherra og málið er statt á hans borði núna“ segir Eyþór. Hann nefnir að í mars í fyrra hafi Orkustofnun verið skilað umbeðnum gögnum varðandi nýtingarleyfið en síðan hafi hvorki heyrst þaðan hósti né stuna. „Það hefur ekki verið beðið um viðbótargögn frá okkur, þannig að ekki strandar á því, við höfum svarar öllum þeim spurningum sem stofnun hefur beint að okkur skilmerkilega og sent gögn sem beðið var um á sínum tíma, án þess þó að niðurstaða fáist eða hver er ástæða þessarar miklu tafa,“ segir Eyþór.
Hann bætir við að málið varði almannahagsmuni en mæta þurfi brýnni þörf á heitu vatni á svæði og bregðast við skortstöðu sem fer hratt vaxandi. „Það hefur allt verið keyrt hjá okkur í hvínandi botni síðustu tvo vetur og má engu út af bregða að ekki komi til skerðinga á heitu vatni. Það er því mjög brýnt að við fáum leyfi til að halda áfram að vinna á svæðinu við Ytri-Haga