Ný heilsugæslustöð HSN í Sunnuhlíð í gagnið á morgun mánudag

Nýja Heilsugæslustöðin við Sunnuhlíð   Myndir MÞÞ
Nýja Heilsugæslustöðin við Sunnuhlíð Myndir MÞÞ

Ný heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Norðurlands verður opnuð í Sunnuhlíð á Akureyri á morgun mánudag, 19. febrúar. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsnæðinu undanfarin misseri og þá var reist nýbygging við húsið. „Við hlökkum mikið að taka í heilsugæslustöðina í notkun en þetta er í fyrsta sinni í sögu heilsugæslunnar á Akureyri sem starfsemin verður í húsnæði sem sérhannað er  að þörfum hennar. Það var sannarlega kominn tími til að ná því takmarki eftir áratuga langa sögu heilsugæslu í bænum,“ segir Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN.

  Það er í mörg horn að líta á endasprettinum

Ný heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Norðurlands verður opnuð í Sunnuhlíð á Akureyri á mánudag, 19. febrúar. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsnæðinu undanfarin misseri og þá var reist nýbygging við húsið. „Við hlökkum mikið að taka í heilsugæslustöðina í notkun en þetta er í fyrsta sinni í sögu heilsugæslunnar á Akureyri sem starfsemin verður í húsnæði sem sérhannað er  að þörfum hennar. Það var sannarlega kominn tími til að ná því takmarki eftir áratuga langa sögu heilsugæslu í bænum,“ segir Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN.

Heilsugæsla á allri efri hæðinni

HSN fær til umráða alla efri hæð Sunnuhlíðar, samtals um 1700 fermetra. Nýbygging var reist til norðurs og er hún sambyggð við fyrri byggingu. Nýbyggingin er ríflega 800 fermetrar að stærð. Jón Helgi segir að húsið hafi allt verið hannað upp á nýtt til að það geti sem best gengt nýju hlutverki. Allt húsnæði í Sunnuhlíð er um 4.500 fermetrar að stærð og fer um helmingur þess undir starfsemi sem tengist heilsugæslunni.  Ýmis starfsemi er fyrir á neðri hæð sem ekki er á förum, en til stendur að fá inn í húsnæðið aðila í heilsutengdri þjónustu af fjölbreyttu tagi.

  Allt vinnuumhverfi starfsfólks breytist mikið til batnaðar

Jón Helgi segir að framkvæmdir hafi verið á áætlun og gengið vel í stærstu dráttum.  „Það verður gríðarleg breyting fyrir okkur að hefja starfsemi í Sunnuhlíð, nýja heilsugæslustöðin verður opin, björt og falleg. Allt vinnuumhverfi starfsfólks breytist mikið til batnaðar. Við erum mjög ánægð með hvernig til hefur tekist og hlökkum til að hefja starfsemi á nýjum stað,“ segir hann. Það skipti miklu að bjóða upp á gott húsnæði og góðan aðbúnað til að fá hæft fólk til starfa til að sinna þeirri mikilvægu þjónustu sem heilsugæsla er.

Um 65 til 70 starfsmenn

Starfsemin verður nú næstu daga flutt úr Amaróhúsinu við Hafnarstræti þar sem hún hefur verið um áratuga skeið. Aðgengi að því húsi var ekki upp á það besta og í kjölfar rakaskemmda í húsinu fyrir nokkrum misserum og myglu sem af þeim hlaust var ákveðið að flytja starfsemina.

Jón Helgi segir að um 65-70 stafsmenn í um 57 stöðugildum muni  flytjast í nýju heilsugæsluna. Þar af eru um 20 stöðugildi hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra og 20 stöðugildi almennra lækna, lækna í sérnámi og sérfræðinga í heimilislækningum.

Sálfélagsþjónusta um sinn við Hvannavelli

Sálfélagsleg þjónusta hafði áður flutt úr Hafnarstræti og í Linduhúsið við Hvannavelli og verður að sögn Jóns Helga þar eitthvað áfram. „Við gerum ráð fyrir að nú verið farið að huga af krafti að því að ný suðurstöð heilsugæslunnar verði reist við Þingvallastræti svo sem áformað er. Þegar tvær nýjar heilsugæslustöðvar hafa tekið til starfa á Akureyri er stefnan að sálfélagsleg þjónusta flytjist á aðra hvora þeirra,“ segir hann en ákvörðun um í hvorri þeirra hún endar hefur ekki verið tekin.

Nýjast