Fréttir

Hollvinir SAk gefa fósturómsjá á fæðinga- og kvensjúkdómadeild SAk

Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) afhentu fæðinga- og kvensjúkdómadeild Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) í dag nýja fósturómsjá. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða ómskoðunartæki til að greina og skoða fóstur

Lesa meira

Gefa 40 úkraínskar bækur

Amtsbókasafnið á Akureyri fær 40 úkraínskar bækur að gjöf  í dag.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri 30 ára Ævintýralegur uppgangur og aðsókn þrefaldast

„Það hafa verið mikil forréttindi að fá að stýra Listasafninu á síðustu árum. Uppgangurinn hefur verið ævintýralegur og þakklæti og góðvild bæjarbúa til safnsins dásamleg,“ segir Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins á Akureyri en 30 ár eru um þessar mundir liðin frá því safnið var opnað. „Við sjáum það í stóraukinni aðsókn á safnið og Ketilkaffi blómstar líka. Við viljum þakka fyrir okkur með fimm fjölbreyttum sýningum sem bætast við þrjár aðra sýningar í safninu og afmælisveislu sem er opin öllum alla helgina með viðburðum á færibandi. Heimafólk og gestir koma við sögu, gamalt og nýtt, fróðlegt og skemmtilegt. Það er best.“

Lesa meira

Skeljungur kaupir Búvís á Akureyri

Frá  þessu  seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Skelj­ungi, með þessu  hyggst fyr­ir­tækið með kaup­un­um bæta vöru­úr­val og þjón­ustu­fram­boð við bænd­ur víðsveg­ar um landið. Að öðru leyti séu eng­ar breyt­ing­ar fyr­ir­hugaðar á starf­semi Bú­vís eða þjón­ustu við viðskipta­vini.

Bú­vís var stofnað í janú­ar 2006 af bræðrun­um Ein­ari Guðmunds­syni og Gunn­ari Guðmund­ar­syni sem hafa átt og rekið fé­lagið frá upp­hafi. Fé­lagið sér­hæf­ir sig í sölu og þjón­ustu bú­véla og rekstr­ar­vara til bænda svo sem áburði, rúlluplasti og rúllu­neti. Fyr­ir­tækið er á Ak­ur­eyri en sölu­menn og umboðsaðilar eru dreifðir um landið, mest bænd­ur.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri fagnar 30 ára afmæli

Afmælishátíðin hefst í sal 11 á föstudagskvöldinu kl. 22 með tónleikum tékkneska oktettsins HLASkontraBAS. Blásið verður til mikillar listahátíðar á laugardaginn kl. 15 þegar fimm nýjar sýningar verða opnaðar í safninu. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flytur ávarp, einnig Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri og Hlynur Hallsson safnstjóri.

Lesa meira

Eins og ný eftir ferð í slipp

Kristján Vilhelmsson er i viðtali við heimasíðu Samherja en systurskipin  Björgúlfur EA og Björg EA voru  í slipp í yfirhalningu þau mánuð og auk þess var unnið að endurbótum á þeim.  

Lesa meira

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps mjög ósátt við breytingu á þjónustu Póstsins

Á heimasíðu Grýtubakkahrepps www.grenivik.is segir frá bókun sveitarstjórnar um breytingar á póstþjónustu á Grenivík en á fundi sveitarstjórnar  s.l. mánudag  var eftirfarandi bókun samþykkkt.

,,Í febrúar sl. boðaði Pósturinn breytingar á póstþjónustu á Grenivík og sagði upp samningi við þjónustuaðila sinn á staðnum, Jónsabúð, með 6 mánaða fyrirvara. Sveitarstjórn óskaði þegar eftir fundi með innviðaráðherra um framtíð póstþjónustu og var sá fundur í lok mars. Voru þar reifaðar ýmsar hugmyndir sveitarstjórnar að breytingum á póstþjónustu með það að markmiði að bæta póstþjónustu en jafnframt að gera hana hagkvæmari.

Í mars sendi sveitarstjórn Byggðastofnun, að ósk stofnunarinnar, ítarlega umsögn um boðaða breytingu á þjónustu póstsins. Einnig fór erindi á stjórnarformann Póstsins og þingmenn kjördæmisins voru upplýstir um stöðu mála. 

Skemmst er frá að segja að í engu hefur verið kvikað frá upphaflegum hugmyndum Póstins um þjónustuskerðingu við íbúa Grenivíkur og munu þær koma til framkvæmda nú 1. september skv. frétt á heimasíðu fyrirtækisins. Eftir því sem næst verður komist, hefur Byggðastofnun þó ekki enn lagt blessun sína yfir boðaðar breytingar.

Sveitarstjórn harmar og er raunar verulega hugsi yfir því að lítil sem engin viðbrögð hafa komið frá ofangreindum aðilum við erindum hennar. Sveitarstjórn furðar sig á því áhugaleysi og ráðaleysi sem einkennir málið, enda um að ræða mikilvæga þjónustustofnun á vegum ríkisins. Erfitt er að sjá hvernig skerðingar á póstþjónustu, bæði áður fram komnar og nú boðaðar, samrýmast opinberri stefnu um þjónustu til handa íbúum landsins.

Byggðastefna og boðaður réttur íbúa landsins til samsvarandi þjónustu óháð búsetu er lítils virði sem orð á blaði, ef framkvæmdin er á allt annan veg."

 
Lesa meira

Sundlaugin á Illugastöðum eða perlan við endann á malbikinu!

Starfsfólk við Sundlaugina á Illugastöðum hefur vakið athygli í sumar fyrir ferskar  fréttir af stöðu mála við sundlaugina og veðurfarslýsingar  þeirra  hafa verið magnaðar.  Nú þegar sumri hallar  styttist  í að lauginni verði lokað og  því verður bryddað upp á  skemmtilegheitum á mörgun fimmtudag eða eins og segir  í tilkynningu á Facebooksíðu þeirra.

Lesa meira

Símana burt - talað af gólfinu

Ég vil ekki sjá einkasíma nemenda í grunnskólunum á skólatíma. Burt með þá. Ekki reyna að segja mér að ég sé bara tækniheft, miðaldra kennslukona sem nennir ekki að uppfæra þekkingu sína – ekki reyna það.

Vissulega lifum við á 21. öldinni og símarnir eru komnir til að vera. Vissulega þarf að kenna nemendum að nýta sér tæknina á heilbrigðan hátt en....

Lesa meira

Akureyrarvaka verður um helgina

Akureyrarbær fagnar 161 árs afmæli sínu 29. ágúst og verður því verður fagnað með ýmsu móti um helgina. Á dagskrá eru fleiri en 70 fjölbreyttir viðburðir víðsvegar um bæinn frá föstudeginum 25. til sunnudagsins 27. ágúst

Lesa meira