Skóli og Samfélag – Stormasamir dagar í danska bænum
Rekstur framhaldsskóla er í höndum ríkisins en ríkið á ekki framhaldsskólana. Eða hvað?
Rekstur framhaldsskóla er í höndum ríkisins en ríkið á ekki framhaldsskólana. Eða hvað?
Íbúar landsbyggðarinnar eru nánast farnir að taka því sem sjálfsögðum hlut að leggja land undir fót með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn til þess að sækja sér sérfræðiþjónustu til Reykjavíkur. Greiningar hafa sýnt að fólk á landsbyggðinni er ólíklegra til þess að sækja sér þjónustu sérfræðilækna heldur en fólk af höfuðborgarsvæðinu og er ólíklegt að það sé vegna þess að fólk á landsbyggðinni sé hraustara heldur fyrir sunnan. Staðreyndin er sú að oft er um langan veg að fara og aðgengi að þjónustu er ekki jafnt.
Hópur sem Sigfús Ólafur Helgason leiðir á Facebook og hefur það að markmiði að smíðað verði líkan af ,,Spánverjunum“ en það voru togarar ÚA Kaldbakur og Harðbakur oft nefndir en skipin voru smíðuð í Astilleros Luzuriaga S.A. skipasmíðastöðinni í Pasajes de San Juan skammt frá San Sebastian á Norður-Spáni.
Hópurinn boðar til samkomu á morgun miðvikudag á dekkkinu á Kaldbak EA1 sem liggur við löndunarbryggju hjá ÚA og hefst hún kl 11.
Tilefnið er undirritun á smíðasamningi við Elvar Þór Antonsson um smíði hans á líkani af ,,Spánverjunum." Í desember á næst ári verða liðin 50 ár frá komu þessara þá nýju togara til landsins.
Nú í morgun féllu tvær aurskriður á veginn um Dalsmynni, Fnjóskadalsveg eystri (835), og er hann lokaður frá gatnamótunum við Grenivíkurveg í norðri og við Þverá í suðri og verður svo, a.m.k til fyrramáls en þá verður staðan endurmetin.
Það var flaggað í heila stöng þegar Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Húsavíkur vorið 2012 í góðu samstarfi við heimamenn, enda hafa Þingeyingar aldrei efast um mikilvægi góðra samgangna. Það varðar ekki síst íbúa í hinum dreifðu byggðum Þingeyjarsýslna allt til Þórshafnar á Langanesi, sem búa við það hlutskipti að þurfa að sækja verslun, almenna þjónustu, sem og heilbrigðisþjónustu um langan veg.
Áður höfðu önnur flugfélög séð um áætlunarflug til Húsavíkur, með nokkrum hléum. Meðal þeirra var Flugfélag Íslands sem lagði Húsavíkurflugið af og beindi farþegum sem hugðust leggja leið sína til Reykjavíkur um Akureyrarflugvöll. Eðlilega voru Þingeyingar ekki ánægðir með þessa ákvörðun flugfélagsins á sínum tíma, enda um verulega þjónustuskerðingu að ræða fyrir íbúa á svæðinu, austan Vaðlaheiðar.
Friðrik Sigurðsson skrifar um Húsavíkurflugið
Málefni Húsavíkurflugvallar hafa verið á til umfjöllunar hjá byggðarráði Norðurþings vegna ástands flugstöðvarbyggingarinnar sem hefur verið í langvarandi viðhaldssvelti. Í nóvember 2022 komu fulltrúar Isavia á fund byggðarráðs til að ræða málefni Húsavíkurflugvallar. Eftirfarandi var bókað: „Byggðarráð Norðurþings skorar á ríkisvaldið og ISAVIA að sinna viðhaldi flugstöðvarbyggingarinnar á Húsavíkurvíkurflugvelli. Ljóst er að húsnæði er komið á viðhald en því hefur ekki verið sinnt í árafjöld. Árið 2012 hófst flugrekstur aftur eftir hlé frá aldamótum. Nú er reglubundið flug um völlinn, í byggingunni starfar fólk og um hana fara þúsundir farþegar á ársgrundvelli. Því er það eðlileg og skýlaus krafa byggðarráðs Norðurþings að viðhaldi verði sinnt.“
Á samgönguáætlun, sem var í samráðsgátt stjórnvalda í sumar, eru áætlaðar 80 millj.kr á árunum 2024 og 2025 í byggingar og búnað á Húsavíkurflugvelli. Von er á stjórn ISAVIA til samtalsfundar með byggðarráði Norðurþings síðar í október ef áætlanir ganga eftir.
„Á sama tíma og ákveðnir þingmenn Norðausturkjördæmis tala fyrir styttingu þjóðvegarins frá Akureyri til Reykjavíkur, fer lítið fyrir áhuga þeirra á að tryggja eðlilegar samgöngur austan Vaðlaheiðar til Akureyrar. Nú er svo komið að brúin yfir Skjálfandafljót við Ófeigsstaði í Kinn, sem verið hefur aðal samgönguæðin til Húsavíkur, Kópaskers, Raufarhafnar, Þórshafnar og nærsveita, þolir ekki frekari þungaumferð og hefur henni verið lokað fyrir umferð stærri ökutækja. Þess í stað hefur þungaflutningum verið beint á einbreiða brú á þjóðvegi 1. við Fosshól, sem einnig er löngu hætt að svara kröfum tímans. Umferð þar um er þung og myndast ítrekað langar raðir ökutækja beggja vegna brúarinnar með tilheyrandi slysahættu fyrir vegfarendur. Það bætir ekki úr skák að brúin við Ófeigsstaði hefur að mestu verið lokuð undanfarið fyrir almennri umferð, þar sem nú standa yfir á henni bráðabirgðaviðgerðir.
Krabbameinsfélagi Akureyrar hafa undanfarið borist nokkrir styrkir frá fyrirtækjum, félögum og einstaklingum. Þessir styrkir koma sér einstaklega vel þar sem félagið er alfarið rekið fyrir sjálfsaflafé. þ.e. stuðning frá félagsmönnum, einstaklingum og fyrirtækjum á svæðinu, ásamt rekstrarstyrk og verkefnastyrkjum frá Velunnurum Krabbameinsfélags Íslands.