Fréttir

Nordic Office of Architecture hlýtur fyrstu verðlaun í samkeppni um nýja stúdentagarða á Akureyri

Í gær var tilkynnt að  arkitektastofan Nordic Office of Architecture  hlyti fyrstu verðlaun  í samkeppni um hönnun á nýjum stúdentagörðum fyrir Félagsstofnun stúdenta Akureyri (FÉSTA). Samkeppnin var auglýst 16. október 2023 og var unnin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Skilafrestur tillagna var til 25. janúar sl. og bárust ellefu tillögur. 

,,Búsetuþarfir stúdenta við HA hafa verið að breytast á síðustu árum og hefur framboð húsnæðis hjá Félagsstofnun Stúdenta Akureyri (FÉSTA) ekki náð að fylgja eftir þeirri þróun. Eftirspurnin hefur mest verið eftir minni íbúðum s.s. stúdíó íbúðum, 2ja herbergja íbúðum og einstaklingsherbergjum. Á grundvelli könnunar og greiningarvinnu FÉSTA var niðurstaðan sú að þörf væri á að FÉSTA myndi auka framboð sitt á minna húsnæði og húsnæði sem uppfyllti nútíma kröfur" en svo segir á heimasíðu FÉSETA  

Lesa meira

Fundu myglu stjórnsýsluhúsinu á Húsavík

Í vikunni var tilkynnt um nýjan og skemmri opnunartíma stjórnsýsluhússins á Húsavík en móttaka í húsinu verður opin virka daga milli kl. 10:00 - 14:00 nema á föstudögum, þá er opið milli 10:00 - 13:00.

Lesa meira

Götuhornið - Sveitastrákur á mölinni

Það eru takmörk fyrir því hvað maður getur skipt bújörðum í marga hluta og engin leið er fyrir alla sveitastráka að ætla sér að verða bændur.  Pabbi varð því að ákveða hvor okkar bræðranna tæki við búinu af honum. Það er reyndar svo lítið að það er rétt á mörkunum að það dugi til að framfleyta fjölskyldu.  Pabbi ákvað að yngri bróðir minn tæki við jörðinni, byggingum og búsmala.  Hann væri bæði dælli í skapi en ég en við það bættist að ég væri svo rolulegur og riðvaxinn að það væri ekki líklegt að ég gæti framfleytt mér af vinnu.  Það væri því heppilegast að ég reyndi að fá starf á skrifstofu hjá hinu opinbera þar sem ég þyrfti ekki að óttast erfiði eða annríki. Ég er ekki viss um hvort ég á að vera móðgaður eða ánægður með þetta.

Lesa meira

Leikdómur - Geðveik sýning

Freyvangsleikhúsið frumsýndi 16.febrúar,Gaukhreiðrið eftir samnefndri bók Ken Kensey og leikgerð Dale Wasserman í þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar.
Leikstjóri: Gunnar Björn Guðmundsson. 

Það var mikil eftirvænting í loftinu þegar ég fór ásamt móður minni í leikhús sl föstudagskvöld. Þokan lá þétt í firðinum og varla hægt að sjá og finna leikhúsið fyrir henni. Þegar inn var komið, tók við troðfullur salur af fólki  og eftirvæntingin lá í loftinu enda frumsýning.

Lesa meira

Nýr þáttur í hlaðvarpi Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar

Ari Tuckman er bandarískur sálfræðingur og kynlífsfræðingur sem hefur sérhæft sig í ADHD. Hann hefur skrifað bækur um ADHD og ferðast víðsvegar um heiminn til þess að koma fram á ráðstefnum. Við vorum í sambandi við hann og fengum að heyra skoðanir hans á hinum ýmsu málefnum sem tengjast ADHD.

Í nýjasta þætti heilsaogsal.is hlaðvarp fræðir Ari hlustendur um ADHD og kynlíf, áskoranir sem hann sér að pör glíma gjarnan við þegar annar aðilinn í sambandinu er með ADHD og kemur með góð ráð fyrir pör. Öll áhugasöm um ADHD eru hvött til þess að hlusta.

Lesa meira

SAk -Nýbygging rís líklega við SAk í lok árs 2028

Undirbúningur að hönnun og byggingu nýbyggingar við Sjúkrahúsið Akureyri er á fleygiferð. Verkefnið felur í sér hönnun á um 9.200 m2 nýbyggingu ásamt lóðarhönnun og aðkomu að deiliskipulagsbreytingu.

 

 

 
Lesa meira

And Björk, of course eftir Þorvald Þorsteinsson frumsýnt á dánardegi höfundarins

And Björk, of course, eftir Þorvald Þorsteinsson, er í senn sprenghlægilegt, óviðeigandi og óþægilegt. Leikstjóri verksins er Gréta Kristín Ómarsdóttir en leikarar eru Jón Gnarr, Sverrir Þór Sverrisson, Eygló Hilmarsdóttir, Urður Bergsdóttir, Davíð Þór Katrínarson, María Pálsdóttir og María Heba Þorkelsdóttir.

Lesa meira

Olís með áform um þjónustustöð við Sjafnargötu

Hagar ehf. hafa sent inn fyrirspurn varðandi fyrirhugaða þjónustustöð Olís við Sjafnargötu 2 á Akureyri. Snýst fyrirspurnin um hvort lúguverslun og aðrein að henni rúmist innan gildandi skipulags lóðarinnar.

Lesa meira

Útboð á framkvæmdum við byggingu stúku og félagsaðstöðu á íþróttasvæði KA á Akureyri

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í byggingu stúku og félagsaðstöðu á íþróttasvæði KA. Verktíminn er í það heila allt að fjögur ár.

Jarðvegsskiptum á framkvæmdasvæðinu er lokið og reiknað er með því að framkvæmdir geti hafist nú í vor. Um er að ræða annars vegar félagsaðstöðu á tveimur hæðum sem reist verði úr forsteyptum einingum og hins vegar hefðbundna staðsteypta stúkubyggingu á þremur hæðum með stálgrindar þaki.

Birt flatarmál mannvirkjanna er 2.722 m2.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar frá og með deginum í dag, skiilafrestur er  réttur mánuður.  

Lesa meira

Frábær árangur DSA - Listdansskóla Akureyrar í undankeppni Dance World Cup

Þær gerðu það sannarlega gott stelpurnar  frá  DSA - Listdansskóla Akureyrar  sem tóku þátt í undankeppni heimsmeistaramótsins Dance World Cup sem fram fór í Borgarleikhúsinu s.l.  mánudag.  

Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu með glæsibrag í flokknum söngur og dans með 85 stigum! Þar að auki komu þær heim með fjögur silfur og eitt brons. Yngsti keppandinn var aðeins 6 ára og fór heim með hvorki meira né minna en þrjú verðlaun. 

 Heimsmeistaramótið verður haldið í Prag í sumar, og hafa öll atriði DSA unnið sér inn keppnisrétt. Þetta er í fimmta sinn sem DSA - Listdansskóli Akureyrar tekur þátt í Dance World Cup en þar koma saman rúmlega 100.000 börn frá 50 löndum. 

 

Lesa meira