Stóri hjóladagurinn í Kjarnaskógi á laugardaginn
Gera má ráð fyrir að það taki um 20-30 mínútur fyrir miðlungsvant hjólreiðafólk að hjóla í Kjarnaskóg frá Ráðhústorgi svo dæmi sé tekið
Gera má ráð fyrir að það taki um 20-30 mínútur fyrir miðlungsvant hjólreiðafólk að hjóla í Kjarnaskóg frá Ráðhústorgi svo dæmi sé tekið
,,Við teljum óábyrgt að sameina eigi MA og VMA miðað við þær forsendur sem liggja fyrir og tökum undir þær ábendingar sem nemendur og kennarar hafa nú þegar kynnt“ Þetta er úr bókun bæjarráðs Akureyrar en fyrirhuguð sameining Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri var til umræðu á fundi ráðsins i morgun.
„Ég tók sætið hennar mömmu í þessari ferð, hún ætlaði að fara en breytti um kúrs og fór annað og ég hoppaði inn í staðinn. Ég er mest ánægður með að mamma lenti ekki í þessum ósköpum,“ segir Ólafur Aron Pétursson starfmaður á búsetukjarna við Sporatún sem var einn þeirra starfsmanna Akureyrarbæjar sem lenti í rútuslysi skammt sunnan við Blönduós í liðinni viku. Hópurinn var að koma heim eftir ráðstefnuna Þjónandi leiðsögn sem haldin var í Portúgal. Ríflega 20 manns voru um borð þegar rútan valt og rann eftir þjóðveginum. Þeir sem voru mest slasaðir voru fluttir með þyrlu á Landspítala og með sjúkraflugi.
Um helgina fór fram Rednek Bikarmótið í Rally Cross í hrauninu í Hafnarfirði. Um er að ræða tveggja daga mót þar sem allir helstu rally krossarar landsins mæta og leggja allt í sölurnar í von um bikarinn. Heildarfjöldi keppenda í Hafnarfirði voru 70 og var mótið það fjölmennasta sem haldið hefur verið í yfir 25 ár.
Breyting á aldurssamsetningu kallar á breytta hugsun í skipulagi. Huga þarf betur að þörfum og þjónustu til handa eldri borgurum sem vilja njóta lífsins fram á efri ár. Landssamband eldri borgara hefur talað fyrir nýrri hugsun í nálgun við húsnæðiskosti eldra fólks, svokallaða lífsgæðakjarna sem eru af danskri fyrirmynd. Í slíkum kjörnum er lögð áhersla á fjölbreytt búsetuform.
Þór/KA mætti liði Breiðabilks í gær á VÍS-vellinum (Þórsvelli) en leikurinn var liður i úrslitakeppni Bestu deildar kvenna. Heimastúlkur hrósuðu góðum sigri 3-2 en þær Karen María, Sandra María og Una Móeiður skoruðu mörk Þór/KA Leikurinn var leikinn í minningu Guðmundar Sigurbjörnssonar en hann lést fyrir aldarfjórðung langt fyrir aldur fram einungis 49 ára .
Guðmundur sem starfaði sem hafnarstjóri á Akureyri var einnig formaður Þórs og vann gríðarlega gott starf á báðum stöðum.
Egill P. Egilsson skrifar um áhugaleysi um framtíð áætlunarflugs um Húsavíkurflugvöll
,,Þessir helvítis fordómar. Af hverju valdi ég þetta viðfangsefni? Af því ég er miðaldra kelling og enn þá að læra,“ segir Anna María Hjálmarsdóttir sem opnar á morgun fimmtudaginn 14. september sýningu í Mjólkurbúðinni. Bæði er um að ræða málverk og ljósmyndir.
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja verður heiðursgestur KA á útslitaleik Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á laugardaginn. Þorsteinn Már er einarður stuðningsmaður KA og hefur fylgt félaginu frá unga aldri, bæði sem keppnismaður og stuðningsmaður.
Er skynsamlegt að sameina skóla? Er skynsamlegt að skólar vinni saman eða er farsælast að hver skóli starfi einn og sér? Svörin við þessum spurningum fást með því að skoða og rýna vel bæði þörf fyrir sameiningu eða samstarfi sem og markmið með slíkum ákvörðunum. Svörin fást ekki með því að álykta út frá skólastarfi fyrir 10, 20 eða 40 árum heldur með því að rýna í þarfir nemenda, endurskoða starfshætti og aðstæður skóla og meta hvort fylgja þurfi stefnu yfirvalda í menntamálum með betri hætti en nú er gert.