Beint frá býli fagnar 15 ára afmæli með viðburði í Holtseli í Eyjafjarðarsveit
„Þetta er vissulega krefjandi vinna á köflum, en engu að síður mjög skemmtileg og fjölbreytt, það er ekki einn einasti dagur eins,“ segir Fjóla Kim Björnsdóttir sem ásamt eiginmanni sínum Styrmi Frostasyni og Örnu Mjöll Guðmundsdóttur rekur kúabúið að Holtseli í Eyjafjarðarsveit ásamt samnefndri ísgerð og verslun. Samtökin Beint frá býli fagna 15 ára afmæli næstkomandi sunnudag, 20. Ágúst með viðburðum um allt land. Einn þeirra verður haldinn í Holtseli og taka 16 býli eða félög á Norðurlandi eystra þátt. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra auk Beint frá býli standa að þessum viðburði og verður heilmargt í boði.