Fréttir

Beint frá býli fagnar 15 ára afmæli með viðburði í Holtseli í Eyjafjarðarsveit

„Þetta er vissulega krefjandi vinna á köflum, en engu að síður mjög skemmtileg og fjölbreytt, það er ekki einn einasti dagur eins,“ segir Fjóla Kim Björnsdóttir sem ásamt eiginmanni sínum Styrmi Frostasyni og Örnu Mjöll Guðmundsdóttur rekur kúabúið að Holtseli í Eyjafjarðarsveit ásamt samnefndri ísgerð og verslun. Samtökin Beint frá býli fagna 15 ára afmæli næstkomandi sunnudag, 20. Ágúst með viðburðum um allt land. Einn þeirra verður haldinn í Holtseli og taka 16 býli eða félög á Norðurlandi eystra þátt. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra auk Beint frá býli standa að þessum viðburði og verður heilmargt í boði.

Lesa meira

Píetaskjól opnað á Húsavík

Píetasamtökin opnuðu í gær formlega svo kallað „Píetaskjól“ á Húsavík en samtökin munu hafa aðstöðu í stjórnsýsluhúsinu á Húsavík til að taka á móti skjólstæðingum

Lesa meira

Hi Fly greiði skaðabætur

Sam­göngu­stofa, SGS, úr­sk­urðaði í tveim­ur mis­mun­andi mál­um á dög­un­um að flugrek­and­inn Hi Fly Ltd skyldi greiða fimm ein­stak­ling­um skaðabæt­ur upp á 400 evr­ur hverj­um, ríf­lega 58.000 krón­ur, vegna af­lýs­ing­ar á flug­ferðum Nicea­ir dag­ana 10.-11. apríl og greiða flug­far­gjald ein­stak­ling­anna sem þurftu að kaupa nýja miða hjá öðrum fé­lög­um. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsis, mbl.is.

Lesa meira

Gera tilraun með heimgreiðslur

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti í febrúar síðastliðnum reglur um heimgreiðslur til foreldra/forráðamanna. Markmið þeirra er að koma til móts við foreldra frá því bili sem þeir ljúka töku fæðingarorlofs þar til barn er innritað hjá dagforeldri eða býðst leikskólapláss

Lesa meira

Nauðsynlegt að styrkja innviði ef taka á móti fleira fólki -segir Hildigunnur Svavarsdóttir forstjóri SAk

Mikil aukning hefur verið í komum ferðamanna á Sjúkrahúsið á Akureyri það sem af er ári og er rúmlega 50% aukning ósjúkratryggðra á fyrstu 7 mánuðum ársins. Innlögðum ósjúkratryggðum hefur einnig fjölgað talsvert milli ára. Þá er áfram mikið álag á legudeildum og rúmanýting þar um 100%. Enn er sú staða fyrir hendi að sjúklingar liggja á bráðalegudeildum og á Kristnesspítala eftir föstu plássi hjá Heilsuvernd hjúkrunarheimili á Akureyri.

Lesa meira

Fimleikafélag Akureyrar skuldar um 20 milljónir króna Viðræður um sameiningu við Þór eða KA á byrjunarstigi

Skuldir Fimleikafélags Akureyrar verða um 20 milljónir króna nú í lok sumars. Það kom í ljós við skoðun á bókhaldi og innistæður eftir Vorsýningu á liðnu voru.

Fram kemur í fundargerð frá fundi stjórnar Fimleikafélags Akureyrar sem virt er á vefsíðu þess, að viðræður við viðskiptabanka félagsins, Landsbankann hafi engum árangri skilað og var því ekki hægt að hækka yfirdráttarheimild FIMAK sem nú þegar er í 6 milljónum króna.

Lesa meira

Hafna öllum umsóknum um starf rekstarstjóra hafna Norðurþings

Á fundi hafnarstjórnar Norðurþings í gær lágu fyrir umsóknir sem bárust um starf rekstrarstjóra hafna Norðurþings, umsóknarfrestur um starfið rann út þann 8. ágúst sl.

Lesa meira

Hólaskóli – Háskóli landsbyggðanna?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar

Lesa meira

Þakkir til starfsfólksins á Hlíð frá Kidda Gunn

Enn einu sinni varð höfundur þessa pistils vitni að ótrúlegri manngæsku og fórnfýsi starfsfólks í heilbrigðisgeiranum á Norðurlandi.   Í þetta sinn var það starfsfólk Öldrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri sem skaraði fram úr og svo hressilega að ég hefði ekki trúað því að óreyndu.

Lesa meira

Afl til allra átta

Margs konar tækifæri og áskoranir fylgja aukinni ferðaþjónustu. Áherslur hafa breyst og uppbygging hefur á sér ýmsar myndir líkt og fjölbreytt verkefni hringinn í kringum landið bera með sér. Við getum nú skoðað fleiri minjar, höfum aðgengi að nýjum stöðum og aðkoma að dýrmætum náttúruperlum hefur bæst til muna. Ásamt þessu hefur aðstaða fyrir gesti aldrei verið betri.

Lesa meira