Heiðursviðurkenning Fiskidagsins mikla
Fiskidagurinn mikli heiðraði sem fyrr þá sem hafa með jákvæðum hætti haft áhrif á atvinnusögu Dalvíkurbyggðar og íslenskan sjávarútveg
Fiskidagurinn mikli heiðraði sem fyrr þá sem hafa með jákvæðum hætti haft áhrif á atvinnusögu Dalvíkurbyggðar og íslenskan sjávarútveg
Verðskrá Norðurorku hækkaði um 4,9% um nýliðin mánaðamót. Miklar framkvæmdir eru yfirstandandi og fram undan í öllum veitum fyrirtækisins og ljóst er að verðskráin mun áfram litast af þeim, segir á vef félagsins. Norðurorka rekur hitaveitu, vatnsveitu, rafveitu og fráveitu.
,,Þetta hefur verið virkilega gott og skemmtilegt ár,“ segir Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sem á tvöfalt afmæli á þessu ári, hún varð 60 ára fyrr í sumar og átti 30 ára útskriftarafmæli frá Myndlistaskólanum á Akureyri. Hún fagnaði tímamótunum með því að bjóða landsmönnum upp á 60 gjöringa á 6 dögum hér og hvar um landið. Sýning hennar, Vegamót stendur yfir í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri og lýkur í næstu viku en hún á einnig verk á samsýningu norðlenskra listamanna í Listasafninu á Akureyri. Næst liggur leið Aðalheiðar til Danmerkur þar sem hún verður við listsköpun og sýningarhald.
Sala á lóðum á nýrri uppfyllingu við Torfunef hefst á komandi vetri. Framkvæmdir við stækkun svæðisins frá því sem var hófust í mars og gert ráð fyrir að verktakinn, Árni Helgason ehf í Ólafsfirði ljúki sínu verki þegar líður á haustið.
Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli á Dalvík verður haldinn hátíðleg í tuttugasta sinn, dagana 11.-13. ágúst. Heimsfaraldurinn setti strik í reikninginn þrjú ár í röð en góðu heilli geta íbúar Dalvíkurbyggðar á nýjan leik haldið þessa einstöku fjölskylduhátíð, þar sem sjávarafurðir eru í aðalhlutverki. Samherji styrkir hátíðina með ýmsum hætti, rétt eins og flest fyrirtæki sveitarfélagsins. Fjölmargir starfsmenn Samherja í Dalvíkurbyggð koma með myndarlegum hætti að undirbúningi Fiskidagsins mikla, enda samheldni bæjarbúa mikil.