Fréttir

Tímamótasamningur um nám í heyrnarfræðum á háskólastigi

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands (HTÍ), Háskólinn í Örebro í Svíþjóð og Háskólinn á Akureyri hafa gert með sér samning sem gerir kleift að bjóða upp á háskólanám í heyrnarfræðum í fyrsta sinn hér á landi. Samningurinn var undirritaður í dag. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir samninginn marka tímamót: „Það hefur verið skortur á sérþjálfuðum heyrnarfræðingum hér á landi. Nú má vænta þess að þeim fjölgi á næstu árum og að hægt verði að stórbæta þjónustu við fólk með heyrnarskerðingu hér á landi.“

Lesa meira

Menningararfleifð Leikfélags Húsavíkur til fyrirmyndar

-segir Stefán Sturla Sigurjónsson, leikstjóri

Lesa meira

„Hæ-Tröllum“ haldið í áttunda sinn

Fjórir karlakórar sameina krafta sína á söngskemmtun í Glerárkirkju næstkomandi laugardag 2.mars, kl. 16:00. Mótið ber yfirskriftina „Hæ-Tröllum“ og er þetta í áttunda sinn sem Karlakór Akureyrar-Geysir stefnir karlakórum  til Akureyrar og nú í samstarfi við Karlakór Eyjafjarðar.

„Hæ-Tröllum“ var fyrst haldið árið 2006 og hefur síðan verið haldið með reglulegu millibili. Þátttakendur að þessu sinni eru, auk Karlakórs Akureyrar-Geysis og Karlakórs Eyjafjarðar; Karlakór Kópavogs og Karlakór Dalvíkur.

Kórarnir flytja nokkur lög hver fyrir sig og síðan sameina kórarnir krafta sína og flytja nokkur klassísk lög úr sögu íslensks karlakórasöngs. Þarna gefst kostur á að heyra og sjá stóran og öflugan kór -  150-160 söngmanna.

„Hæ-Tröllum“ hefur verið einn af föstum liðum í fjölbreyttu starfi Karlakórs Akureyrar-Geysis. Á þessu starfsári stóð kórinn að jólatónleikum með Karlakór Eyjafjarðar og á „Hæ-Tröllum“ sameinast á Akureyri söngmenn við Eyjafjörð og gestir frá Kópavogi. Vortónleikar kórsins verða svo haldnir í Ketilhúsinu á Akureyri 24. apríl og  í Glerárkirkju 1. maí.

Lesa meira

GA smíðajárn og Ísrör opna á Lónsbakka við Akureyri

Þegar nær dregur vori munu hafnfirsku fyrirtækin Guðmundur Arason ehf., GA Smíðajárn og Ísrör ehf. opna sameiginlega verslunar- og lageraðstöðu á Lónsbakka á Akureyri í því húsi sem áður hýsti Húsamiðjuna um langt skeið.

Lesa meira

Tillaga að tröppum niður Stangarbakkann á Húsavík

Tillaga að nýjum tröppum á gönguleiðinni af Stangarbakkanum á Húsavík ofan í fjöru litu nýlega dagsins ljós. Tillagan er unnin af fyrirtækinu Faglausn sem vann þær með danskri arkitektastofu Arkitektladen. Eigandi hennar er Øjvind Andersen arkitekt sem Almar Eggertsson  einn eigenda Faglausnar kynntist á námsárum sínum í Danmörku.

Lesa meira

Akureyrarkirkja - Hafnasamlagið styrkir rekstur salerna

Sóknarnefnd Akureyrarkirkju hefur óskað eftir stuðningi Hafnasamlags Norðurlands til að fjármagna framkvæmdir við þak safnaðarheimilisins.  Í erindinu þakkar sóknarnefndin jafnframt fyrir árlegan styrk HN við rekstur salernis í Akureyrarkirkju.

Hafnastjórn getur ekki orðið við því að veita styrk til viðhalds á fasteignum kirkjunnar segir í fundargerð.  Varðandi rekstur salerna í Akureyrarkirkju samþykkir hafnastjórn  aftur á móti að styrkja sóknarnefnd fyrir sumarið 2024 um 300 þúsund krónur.

 

Lesa meira

Sparisjóður Höfðhverfinga og Þór/KA í samstarf

Sparisjóður Höfðhverfinga hefur undirritað samstarfssamning við kvennalið knattspyrnudeildar Þórs/KA.

Sparisjóðurinn leggur áherslu á að styrkja verkefni á sviði íþrótta- og tómstundamála í nærumhverfi sínu en hlutverk Sparisjóðsins er að standa vörð um hagsmuni landsmanna, styrkja innviði samfélagsins og styðja við félags- og atvinnulíf í heimabyggð.

,,Við fögnum samstarfi við Sparisjóðinn sem felur í sér mikilvægan stuðning við metnaðarfullt uppbyggingarstarf félagsins. Það eru spennandi tímar framundan þar sem mikið af ungum og efnilegum stúlkum eru að fá að njóta sín", segir Guðrún Una Jónsdóttir ritari stjórnar Þórs/KA.

„Samstarf við kvennalið Þórs/KA er í takt við samfélagslega ábyrgð Sparisjóðsins þar sem við styðjum við íþrótta- og félagsstarf í nærumhverfi okkar. Við hlökkum til samstarfsins“, segir Jón Ingvi Árnason sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Höfðhverfinga.

 

Lesa meira

Skrifað undir styrktarsamning milli Akureyrarbæjar og Skíðafélags Akureyrar vegna Andrésar Andarleikana 2024-2028

Í gær  var skrifað undir styrktarsamning milli Akureyrarbæjar og Skíðafélags Akureyrar vegna Andrésar Andarleikana 2024-2028 en í ár verða þeir haldnir 24.-27. apríl og er gert ráð fyrir að þúsundir gesta heimsæki bæinn af því tilefni.

Markmiðið með samningnum er að styðja við Skíðafélagið þegar kemur að umgjörð og framkvæmd Andrésar Andarleikanna í Hlíðarfjalli.

Andrésar Andarleikarnir eru fyrir börn á aldrinum 4-15 ára. Um er að ræða eitt stærsta skíðamót landsins með um 1.000 keppendum ár hvert. Þeim fylgja þjálfarar, fararstjórar, foreldrar og fjölskyldur og má því gera ráð fyrir að um 2.500-3.000 manns sæki leikana. Sérstök Andrésarnefnd Skíðafélags Akureyrar sér um framkvæmd mótsins.

Andrésar Andarleikarnir fara að jafnaði fram frá miðvikudegi til laugardags í apríl, í sömu viku og sumardagurinn fyrsti.

Styrktarsamningur Akureyrarbæjar og Skíðafélag Akureyrar vegna Andrésar Andarleikanna 2024-2028.

Lesa meira

Vegagerðin semur við Mýflug um flug frá Reykjavík til Húsavíkur út mars

Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Mýflug um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og einnig til Vestmannaeyja út mars.  Flognar verða fjórar ferðir í viku á tímabilinu 1. mars til 31. mars. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Flogið verður þrjá daga í viku milli  Húsavíkur og Reykjavíkur. Fyrirkomulag á farmiðabókunum verður óbreytt frá því sem verið hefur á undanförnum vikum.

Flugvélar af gerðinni Beechcraft King Air B200, sem er 9 farþegasæta vél, og Jetstream 32, sem tekur 19 farþega í sæti, verða notaðar í þetta verkefni.

Flugleiðir þessar eru styrktar sérstaklega af ríkinu til að tryggja tímabundið lágmarksþjónustu á þessum leiðum á meðan markaðslegar forsendur eru ekki til staðar, enda flugið mikilvægt fyrir íbúa og atvinnulíf á svæðunum.

 

Lesa meira

Kaldbakur EA 1 nýmálaður og í topp standi

Lokið er við að mála ísfisktogara Samherja, Kaldbak EA 1, í Slippnum á Akureyri, auk þ‏ess sem unnið var að ‎ýmsum fyrirbyggjandi endurbótum. Ekki er langt síðan lokið var við svipaðar endurbætur á systurskipum Kaldbaks, Björgu EA 7 og Björgúlfi EA 312.

Sigurður Rögnvaldsson verkefnastjóri hjá útgerðarsviði Samherja segir að verkið hafi tekið um fjórar vikur og allar tímaáætlanir hafi staðist. Auk starfsfólks Slippsins komu nokkrir verktakar að endurbótunum. Hann segir mikilvægt að allur undirbúningur slíkra verkefna sé vandaður.

Skipin í góðu ásigkomulagi

„Skrokkur skipsins var málaður, einnig millidekk og lestarrými. Kaldbakur er sjö ára gamalt skip og þess vegna þótti skynsamlegt að ráðast í nokkrar endurbætur, svo sem upptekt á aðalvél og lagfæringar á stýrisbúnaði. Þessi systurskip hafa reynst afskaplega vel í alla staði en með tímanum þarf auðvitað að huga að fyrirbyggjandi endurbótum og þeim er nú lokið. Við getum hiklaust sagt að skipin séu í topp standi, þökk sé útgerð og áhöfnum skipanna.“

Skrúfan máluð til að draga úr olíunotkun

 

Kaldbakur í flotkví Slippsins á Akureyri

Skrúfan á Kaldbak var máluð með hágæða botnmálningu, sem ætlað er að draga úr olíunotkun. Skrúfan á Björgu EA var einnig máluð fyrir nokkru síðan með sömu málningu.

„Yfirleitt eru skrúfur skipa ekki málaðar en tilraunir með það hafa verið gerðar á undanförnum árum. Málningin hindrar að gróður festist á skrúfunni, sem eykur viðnám hennar í sjónum og þar með olíunotkun. Það er vissulega erfitt að mæla árangurinn nákvæmlega en við höfum trú á að þessi hágæða málning komi til með að skila tilætluðum árangri,“ segir Sigurður Rögnvaldsson.

 

Vandað til verka á öllum sviðum 

 

 

Lesa meira