Skúli ráðinn til Eims
Skúli Gunnar Árnason hefur verið ráðinn til starfa hjá Eimi og mun þar leiða Evrópuverkefni um orkuskipti í dreifðum byggðum
Skúli Gunnar Árnason hefur verið ráðinn til starfa hjá Eimi og mun þar leiða Evrópuverkefni um orkuskipti í dreifðum byggðum
Það var glatt á hjalla á Jaðri síðdegis í gær þegar um 100 félagsmenn mættu og voru viðstaddir þegar Gísli Bragi Hjartarson, heiðursfélagi GA, tók fyrstu skóflustunguna af viðbyggingu sem mun rísa vestan við klúbbhúsið og hýsa inniaðstöðu GA.
SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, býður til viðburðarraðar á Hælinu á Kristnesi í haust og vetur. Annan hvern miðvikudag kl. 20.00 bjóðum við áhugafólki um málstað náttúrunnar að koma saman. Njótum fræðslu, fyrirlestra, erinda, listar, umræðna eða annars sem tengist samspili manns og náttúru á einhvern hátt.
Það er stór dagur hjá golfurum bæjarins i dag þegar fyrsta skóflustungan af viðbyggingu við Jaðar verður tekin. Á heimasíðu GA segir þetta:
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar gerðu í dag samning við Menningarfélag Akureyrar um tvö verkefni, Upptakt og Fiðring. Um er að ræða áhersluverkefni Sóknaráætlunar sem stjórn SSNE hefur valið að styrkja til þriggja ára. Bæði þessi verkefni styðja vel við barnamenningu sem er ein af áherslum Sóknaráætlunar Norðurlands eystra, auk þess að vera áhersla menningar- og viðskiptaráðherra sem stutt hefur dyggilega við sóknaráætlanir landshlutanna um árabil.
Á Vísindadegi SAk sem fram fór í síðustu viku voru að vanda veitt verðlaun fyrir framúrskarandi kennslu á SAk.
Framúrskarandi kennari í hjúkrunargreinum:
Samherji og Síldarvinnslan hafa gengið frá kaupum þess síðarnefnda á helmingshlut í sölufyrirtækinu Ice Fresh Seafood en með því lýkur viðræðum sem fyrst var tilkynnt um í lok mars á þessu ári.
Verðmæti Ice Fresh Seafood í viðskiptunum er metið 42,9 milljónir evra sem jafngildir 1,76 sinnum bókfært virði eigin fjár þess hinn 31. desember 2022. Viðskiptin felast annars vegar í kaupum á núverandi hlutum af Samherja hf. fyrir 10,7 milljónir evra, og hins vegar útgáfu nýs hlutafjár í Ice Fresh Seafood að fjárhæð 21,5 milljónir evra. Heildarvirði Ice Fresh Seafood verður 64,4 milljónir evra eftir hlutafjáraukninguna og fjárfesting Síldarvinnslunnar nemur 32,2 milljónum evra.
Á Akureyri var í morgun tekin fyrsta skóflustungan að nýju hverfi sem nefnist Móahverfi og er nyrst og vestast í bænum. Gert er ráð fyrir að í hverfinu verði um 1.100 íbúðir og sem hýsa munu 2.300-2.400 manns. Strax í dag hefjast framkvæmdir við gatnagerð og lagnavinnu
Skemmtiferðaskip sem hafa viðkomu hér á landi skilja eftir sig um 30 milljarða króna. Áætlað er að tekjur Hafnasamlags Norðurlands af komum skemmtiferðaskipa nú í sumar fari yfir 800 milljónir króna en það er yfir 300 milljón króna aukning milli ára. Þessir fjármunir nýtast vel til að byggja upp sterkari innviði, svo sem varðandi rafvæðingu og Torfunefssvæðið. En það er ekki aðeins HN sem nýtur góðs af komum skipanna, reikna má með að þau skilji eftir sig um það bil 810 milljarða inn í hagkerfi svæðisins. Fjöldi fólks, einhver hundruð hafa atvinnu af því að þjónusta skipin þannig að segja má að um sé að ræða hálfgerða stóriðju fyrir svæðið hér um kring.