Sorpkvarnir ekki heppilegar fyrir fráveitukerfið
Í kjölfar innleiðingar nýs flokkunarkerfis í Reykjavík hafa sorpkvarnir verið töluvert til umræðu að undanförnu. Sorpkvarnir hafa hingað til ekki verið staðalbúnaður í íslenskum eldhúsum. Margir hafa þó kynnst notkun þeirra erlendis og hér á landi bjóða nokkur fyrirtæki þær til sölu. En eru sorpkvarnir heppilegur búnaður í íslensk eldhús? Hvað verður um úrganginn?