Fréttir

Rekstarniðurstaða Akureyrarbæjar betri en búist var við

„Róðurinn hefur verið þungur síðustu árin en með samhentu átaki er okkur að takast að snúa dæminu við og ég sé ekki betur en að nú horfi allt til betri vegar. Með ráðdeild og styrkri fjármálastjórn skilum við betri niðurstöðu en á horfðist og það er auðvitað af hinu góða," segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri á vefsíðu sveitarfélagsins.

Lesa meira

Bókasafn VMA fær pólskar bækur að gjöf

Pólsku sendiherrahjónin á Íslandi, Gerard Pokruszyński og Margherita Bacigalupo Pokruszainska, komu færandi hendi á bókasafn VMA á dögunum og færðu skólanum að gjöf nokkrar pólskar bækur sem hugsaðar eru til lesturs fyrir pólska nemendur í VMA.

Lesa meira

Þyrlureykur og kynjaveislur

Spurningaþraut Vikublaðsins #25

Lesa meira

Velheppnaður þjóðbúningadagur í Safnasafninu

„Fjöldi fólks mætti og mikil gleði meðal þess,“ segir Níels Hafstein sem rekur Safnasafnið á Svalbarðseyri ásamt eiginkonu sinni Magnhildi Sigurðardóttur og fimm öðrum í stjórn. Í ár var boðið upp á þjóðbúningadag á síðasta degi sumarsýninganna og var hann einkar vel heppnaður.

Lesa meira

SAk Bráðalæknar á vakt í gegnum tölvu

Erfiðlega hefur gengið að fá bráðalækna til starfa á Sjúkrahúsið á Akureyri þrátt fyrir auglýsingar og alls kyns mannaveiðar. Nú eru rúmlega þrjú stöðugildi sérfræðinga við bráðamóttöku setin og til að hafa mannskap í klíníska vinnu 12 klukkustundir á sólarhring fimm daga vikunnar var ákveðið að gera tilraun með fjarvaktir.

Lesa meira

Stúdentar við HA sigurvegarar á hugmyndavinnudegi

Fyrstu stúdentarnir í iðnaðar- og orkutæknifræði við Háskólann á Akureyri, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, hófu nám í ágúst. Í HA hlýða stúdentar á fyrirlestra í beinu streymi á sama tíma og kennsla fer fram í HR. Þá sér aðstoðarkennari um dæmatíma og aðstoðar stúdenta á staðnum í kennslustofu í HA.

Lesa meira

Fræðslustund um álegg á Amtinu

Kristín Aðalsteinsdóttir fjallaði um álegg á fræðslustund sem efnt var til á Amtsbókasafninu. Hún er iðin við brauðbakstur og býður gestum sínum ævinlega upp á þrjú ólík en ljúffeng heimagerð álegg með brauði sínu. Það er að hennar sögn sívinsælt.

Lesa meira

Stefna að lendingu Húsavíkurflugsins fyrir mánaðamót

Sveitarstjórar Norðurþings og Þingeyjarsveitar áttu í dag fund með innviðaráðherra og lykilstarfsfólki innviðaráðuneytisins vegna Húsavíkurflugs

Lesa meira

Villi Páls kemur til heimahafnar

Nýtt björgunarskip Björgunarsveitarinnar Garðars kom til heimahafnar á Húsavík rétt í þessu.

Lesa meira

Hafdís keppir á Evrópumótinu í Hjólreiðum um helgina

Hafdís Sigurðardóttir hjólreiðakona úr HFA keppir fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu í hjólreiðum um helgina. Allar bestu hjóreiðakonur Evrópu leiða saman hesta sína og má þar meðal annars finna heimsmeistarann 2023, Lotte Kopecky frá Belgíu og Demi Vollering frá Hollandi sem sigraði Tour de France Femme fyrr í sumar

Lesa meira