Útboð á framkvæmdum við byggingu stúku og félagsaðstöðu á íþróttasvæði KA á Akureyri

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í byggingu stúku og félagsaðstöðu á íþróttasvæði KA. Verktíminn er í það heila allt að fjögur ár.

Jarðvegsskiptum á framkvæmdasvæðinu er lokið og reiknað er með því að framkvæmdir geti hafist nú í vor. Um er að ræða annars vegar félagsaðstöðu á tveimur hæðum sem reist verði úr forsteyptum einingum og hins vegar hefðbundna staðsteypta stúkubyggingu á þremur hæðum með stálgrindar þaki.

Birt flatarmál mannvirkjanna er 2.722 m2.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar frá og með deginum í dag, skiilafrestur er  réttur mánuður.  

Nýjast