20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Nýr þáttur í hlaðvarpi Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar
Ari Tuckman er bandarískur sálfræðingur og kynlífsfræðingur sem hefur sérhæft sig í ADHD. Hann hefur skrifað bækur um ADHD og ferðast víðsvegar um heiminn til þess að koma fram á ráðstefnum. Við vorum í sambandi við hann og fengum að heyra skoðanir hans á hinum ýmsu málefnum sem tengjast ADHD.
Í nýjasta þætti heilsaogsal.is hlaðvarp fræðir Ari hlustendur um ADHD og kynlíf, áskoranir sem hann sér að pör glíma gjarnan við þegar annar aðilinn í sambandinu er með ADHD og kemur með góð ráð fyrir pör. Öll áhugasöm um ADHD eru hvött til þess að hlusta.
https://open.spotify.com/episode/5VYLl6k6jXUc1BjpExRI96?si=5afa76ca96794735