Biskupskosningar í mars
Spurningaþraut Vikublaðsins #22
Sótt hefur verið um allar nýjar lóðir sem í boði voru við Lækjarvelli á Grenivík. Þær voru í allt 8 og undir fjögur raðhús.
Áformað er að byggja í allt 19 íbúðir á svæðinu, „sem létta vonandi verulega á miklum húsnæðisskorti sem verið hefur,“ segir á vefsíðu Grýtubakkahrepps. Þá er einnig hafin eða um það bil að hefjast bygging á nokkrum einbýlishúsum á Grenivík. Einnig styttist í að 5 nýjar íbúðir í raðhúsi við Höfðagötu verði tilbúnar.
„Við erum að auglýsa eftir starfsfólki og vonandi náum við að manna vel hjá okkur fyrir haustið,“ segir Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður stuðningsþjónustu Akureyrarbæjar. „Staðan er enn þannig að við erum vandræðum í stuðningsþjónustunni vegna manneklu. Þjónustustigið er því enn skert og sér ekki fyrir endann á því fyrr en með haustinu.“
Sannarlega gerði ykkar einlægur sér ekki fulla grein fyrir mikilvægi dagsins þegar ég, tæplega eins árs, var í fylgd foreldra minna á Ráðhústorgi Akureyrar þann 17. júní árið 1944. Þar var saman kominn múgur manns í sínu fínasta pússi og allir virtust glaðir og kátir. Íslenski fáninn blakti á mörgum stöngum í sunnan golunni, lúðrasveit spilaði af öllum lífs og sálar kröftum og karlakórar sungu ættjarðarsöngva.
Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi eftirfarandi tilkynningu út í morgun.
,,
Eins og við greindum frá í gær þá voru viðbragðsaðilar í Eyjafirði kallaðir út um kl. 15:00 vegna aðila sem hafði verið í smalamennsku innarlega í Eyjafirði og slasast. Var þetta hátt upp í hlíðum Hagárdals að norðanverðu. Mjög erfiðlega gekk að komast til mannsins og þá var ekki hægt að notast við þyrlu LHG, sem kominn var norður, vegna misvinda í dalnum og mikils uppstreymis.
Þegar viðbragðsaðilar komust til hans var hann látinn. Tók þá við flókin fjallabjörgunaraðgerð þar sem færa þurfti manninn niður eina 500 metra í mjög brattri hlíð og bera hann síðan tæplega 3 km niður dalinn að flutningstæki sem þar var.
Þegar á leið verkefnið var óskað liðsinnis björgunarsveita úr Skagafirði og Þingeyjarsýslu og mættu hópar frá þeim og lögðu verkefninu liðsinni sitt.
Aðgerðum í Hagárdal lauk um upp úr kl. 23:00 í gærkveldi.
Þökkum við öllum viðbragðsaðilum sem komu að verkefni þessu, sem var mjög krefjandi, kærlega fyrir þeirra aðstoð. Um tildrög atviksins er ekki frekar vitað og er rannsókn í höndum lögreglu.”
Lögreglan á Norðurlandu eystra sendi frá sér svohljóðandi tilkynningu fyrir skömmu.:
,,Um kl. 15:00 í dag fékk lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynningu um slasaðan gangnamann innarlega í Eyjafirði. Ljóst var strax að um krefjandi verkefni var að ræða í brattri hlíð og voru sjúkraflutningar á Akureyri og björgunarsveitir í Eyjafirði kallaðar út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar.
Verið er vinna að því að koma viðbragðsaðilum á vettvang.
Fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.”
Segir í áður nefndri tilkynningu.
„Það er ljóst að sauðfé fækkar enn og við sjáum ekki fyrir endann á því. Það er grafalvarlegt mál og erfitt að stoppa það ferli. Ekki bætir úr skák að forsvarsmenn stórverslana sem skila milljörðum í hagnað fá óhindrað að koma fram í fjölmiðlum og vara við þeim hækkunum sem bændur eru nú í haust að fá frá afurðastöðvum,“ segir Sigmundur Hreiðarsson framleiðslustjóri Kjarnafæðis-Norðlenska í sláturhúsinu á Húsavík.
Fram kemur á vef Akureyrarbæjar að á fundi bæjarráðs Akureyrar í gær hafi m.a verið rætt um starfsemi Hafnasamlags Norðurlands en eins og fram hefur komið hefur mikil umræða verið meðal fólks um komur skemmtiferðaskipa til bæjarins í sumar.
Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða á fundi ráðsins.
Tónlistarhátíðin Eyrarrokk er haldin ár hvert í októbermánuði á tónleikastaðnum Verkstæðinu sem staðsettur er á Akureyri. Verkstæðið er nýlegur tónleikastaður sem einnig hýsir Vitann matsölustað á Strandgötu 53, en heilmiklar endurbætur hafa verið gerðar á staðnum til að gera hann sem bestan til að hýsa slíka tónlistarveislu sem fram undan er.
Hjólreiðafélag Akureyrar stóð fyrir áskorun fyrir félagsmenn sína í ágúst þar sem markmiðið var að hjóla 1000 km og fá fyrir grobbréttinn og bol því till staðfestingar. Þónokkur fjöldi hjólara skráði sig til leiks og hófust hjólarar á svæðinu strax við að safna kílómetrum en enginn að jafn miklum krafti og Ríkarður Guðjónsson. En Ríkarður sem verður sextugur þann 29. september næstkomandi gerði sér lítið fyrir og hjólaði 2.060 kílómetra á 74 klukkustundum og fór nærri tvær ferðir uppá fjallið Everest eða 15.000 metra uppávið.